Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður, er látinn Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2023 21:31 Jón Ármann Héðinsson í viðtali við Stöð 2 árið 2012. Hann var þingmaðurinn sem fékk bann við tóbaksauglýsingum samþykkt á Íslandi. Skjáskot/Stöð 2 Jón Ármann Héðinsson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi alþingismaður, er látinn, níutíu og sex ára að aldri. Jón Ármann fæddist 21. júní 1927 á Húsavík sem alla tíð skipaði stóran sess í huga hans. Foreldrar hans voru Héðinn Maríusson útvegsbóndi (f. 18. desember 1899, d. 22. mars 1989) og kona hans Helga Jónsdóttir húsmóðir (f. 16. febrúar 1897, d. 1. júní 1989). Jón Ármann lauk stúdentsprófi frá MA árið 1949 og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1955. Jón Ármann stundaði ýmis störf á langri ævi. Hann var meðal annars í millilandasiglingum, vann hjá Vélaverkstæðinu Fossi hf. á Húsavík 1955 til 1957 og var fulltrúi hjá Kaupfélagi Þingeyinga. Eftir að Jón Ármann flutti suður til Reykjavíkur var hann skrifstofustjóri Útflutningsnefndar sjávarafurða 1958 til 1960 og fulltrúi í viðskiptamálaráðuneyti 1960 til 1962. Jón Ármann stofnaði útgerðarfélagið Hreifa hf. á Húsavík 1955 ásamt bræðrum sínum sem var með útgerð og fiskvinnslu í Hafnarfirði á árunum 1961 til 1990. Þá gekkst Jón Ármann fyrir stofnun netaverkstæðisins Hringnótar hf. í Hafnarfirði með fimm útgerðarfyrirtækjum og veitti því forstöðu 1963 til 1981. Jafnframt var hann fulltrúi hjá Siglingamálastofnun ríkisins 1979 til 1980 og útflutningsstjóri hjá Lýsi hf. í Reykjavík 1980 til 1984. Jón Ármann hafði alla tíð mikinn áhuga á stjórnmálum og sérstakan áhuga á sjávarútvegsmálum. Hann var meðal annars bæjarfulltrúi á Húsavík, í stjórn Félags ungra jafnaðarmanna 1958 til 1960 og sat í stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur 1962 til 1964. Jón Ármann var í stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna 1961 til 1963 og í stjórn Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda 1964 til 1977. Jón Ármann sat á þingi fyrir Alþýðuflokkinn 1967 til 1978. Hann kom að mörgum málum sem oftar en ekki voru tengd sjávarútvegi, flutti til að mynda frumvarp um hagnýtingu fiskveiðilögsögunnar og átti sæti í hliðstæðri fiskveiðilaganefnd 1975 til 1976. Sjálfur sagði Jón Ármann að það sem hann væri ánægðastur með á sínum ferli sem þingmaður var frumvarp sitt frá árinu 1970 um bann við tóbaksauglýsingum sem var mjög umdeilt á sínum tíma en að lokum samþykkt með eins atkvæðis mun. Landlæknisembættið heiðraði hann árið 2013 fyrir hans framsýni og baráttuvilja í tóbaksvörnum. Áhugi Jóns Ármanns á félagsmálum, íþróttum og almennri hreyfingu var mikill. Hann var meðal annars í hópi stofnenda Handknattleiksfélags Kópavogs, Siglingasambands Íslands og ferðafélagsins Útivistar. Þá sat Jón Ármann á sínum tíma í stjórn UMSK, Íþróttasambands Íslands, Skotveiðifélags Íslands auk þess að vera stjórnarformaður Íslenskra getrauna 1985 til 1991. Jón Ármann var ræðismaður Mexíkó á árunum 1985 til 1993. Á efri árum starfaði hann sem fararstjóri á Spáni í ferðum fyrir eldri borgara en hann hafði alltaf sterkar taugar til þess lands, menningar þess og tungu eftir að hafa dvalist þar um tíma við nám árið 1953. Eiginkona Jóns Ármanns var Ólöf Ágústa Guðmundsdóttir (f. 29. mars 1930, d. 28. júní 2012). Þau eignuðust fjögur börn, tíu barnabörn og langafabörnin eru orðin ellefu. Íslensk náttúra var Jóni Ármanni ætíð hugleikin, eins og birtist í þessu viðtali á Stöð 2 árið 2012: Andlát Alþingi Norðurþing Sjávarútvegur HK Siglingaíþróttir Skotveiði ÍSÍ Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður vill verja Hrafnabjargafoss Húsvíkingurinn Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður, hvetur til þess að Skjálfandafljót verði látið í friði. Hann segir að svokölluð Hrafnabjargavirkjun muni ekki aðeins hafa áhrif á Aldeyjarfoss heldur einnig á fagurt umhverfi Hrafnabjargafoss, sem fáir hafi séð. Við greindum í gær frá umsóknum tveggja orkufyrirtækja um leyfi til rannsókna við ofanvert Skjálfandafljót til undirbúnings virkjun við Aldeyjarfoss sem kölluð er Hrafnabjargavirkjun. 19. júlí 2012 19:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Jón Ármann fæddist 21. júní 1927 á Húsavík sem alla tíð skipaði stóran sess í huga hans. Foreldrar hans voru Héðinn Maríusson útvegsbóndi (f. 18. desember 1899, d. 22. mars 1989) og kona hans Helga Jónsdóttir húsmóðir (f. 16. febrúar 1897, d. 1. júní 1989). Jón Ármann lauk stúdentsprófi frá MA árið 1949 og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1955. Jón Ármann stundaði ýmis störf á langri ævi. Hann var meðal annars í millilandasiglingum, vann hjá Vélaverkstæðinu Fossi hf. á Húsavík 1955 til 1957 og var fulltrúi hjá Kaupfélagi Þingeyinga. Eftir að Jón Ármann flutti suður til Reykjavíkur var hann skrifstofustjóri Útflutningsnefndar sjávarafurða 1958 til 1960 og fulltrúi í viðskiptamálaráðuneyti 1960 til 1962. Jón Ármann stofnaði útgerðarfélagið Hreifa hf. á Húsavík 1955 ásamt bræðrum sínum sem var með útgerð og fiskvinnslu í Hafnarfirði á árunum 1961 til 1990. Þá gekkst Jón Ármann fyrir stofnun netaverkstæðisins Hringnótar hf. í Hafnarfirði með fimm útgerðarfyrirtækjum og veitti því forstöðu 1963 til 1981. Jafnframt var hann fulltrúi hjá Siglingamálastofnun ríkisins 1979 til 1980 og útflutningsstjóri hjá Lýsi hf. í Reykjavík 1980 til 1984. Jón Ármann hafði alla tíð mikinn áhuga á stjórnmálum og sérstakan áhuga á sjávarútvegsmálum. Hann var meðal annars bæjarfulltrúi á Húsavík, í stjórn Félags ungra jafnaðarmanna 1958 til 1960 og sat í stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur 1962 til 1964. Jón Ármann var í stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna 1961 til 1963 og í stjórn Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda 1964 til 1977. Jón Ármann sat á þingi fyrir Alþýðuflokkinn 1967 til 1978. Hann kom að mörgum málum sem oftar en ekki voru tengd sjávarútvegi, flutti til að mynda frumvarp um hagnýtingu fiskveiðilögsögunnar og átti sæti í hliðstæðri fiskveiðilaganefnd 1975 til 1976. Sjálfur sagði Jón Ármann að það sem hann væri ánægðastur með á sínum ferli sem þingmaður var frumvarp sitt frá árinu 1970 um bann við tóbaksauglýsingum sem var mjög umdeilt á sínum tíma en að lokum samþykkt með eins atkvæðis mun. Landlæknisembættið heiðraði hann árið 2013 fyrir hans framsýni og baráttuvilja í tóbaksvörnum. Áhugi Jóns Ármanns á félagsmálum, íþróttum og almennri hreyfingu var mikill. Hann var meðal annars í hópi stofnenda Handknattleiksfélags Kópavogs, Siglingasambands Íslands og ferðafélagsins Útivistar. Þá sat Jón Ármann á sínum tíma í stjórn UMSK, Íþróttasambands Íslands, Skotveiðifélags Íslands auk þess að vera stjórnarformaður Íslenskra getrauna 1985 til 1991. Jón Ármann var ræðismaður Mexíkó á árunum 1985 til 1993. Á efri árum starfaði hann sem fararstjóri á Spáni í ferðum fyrir eldri borgara en hann hafði alltaf sterkar taugar til þess lands, menningar þess og tungu eftir að hafa dvalist þar um tíma við nám árið 1953. Eiginkona Jóns Ármanns var Ólöf Ágústa Guðmundsdóttir (f. 29. mars 1930, d. 28. júní 2012). Þau eignuðust fjögur börn, tíu barnabörn og langafabörnin eru orðin ellefu. Íslensk náttúra var Jóni Ármanni ætíð hugleikin, eins og birtist í þessu viðtali á Stöð 2 árið 2012:
Andlát Alþingi Norðurþing Sjávarútvegur HK Siglingaíþróttir Skotveiði ÍSÍ Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður vill verja Hrafnabjargafoss Húsvíkingurinn Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður, hvetur til þess að Skjálfandafljót verði látið í friði. Hann segir að svokölluð Hrafnabjargavirkjun muni ekki aðeins hafa áhrif á Aldeyjarfoss heldur einnig á fagurt umhverfi Hrafnabjargafoss, sem fáir hafi séð. Við greindum í gær frá umsóknum tveggja orkufyrirtækja um leyfi til rannsókna við ofanvert Skjálfandafljót til undirbúnings virkjun við Aldeyjarfoss sem kölluð er Hrafnabjargavirkjun. 19. júlí 2012 19:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður vill verja Hrafnabjargafoss Húsvíkingurinn Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður, hvetur til þess að Skjálfandafljót verði látið í friði. Hann segir að svokölluð Hrafnabjargavirkjun muni ekki aðeins hafa áhrif á Aldeyjarfoss heldur einnig á fagurt umhverfi Hrafnabjargafoss, sem fáir hafi séð. Við greindum í gær frá umsóknum tveggja orkufyrirtækja um leyfi til rannsókna við ofanvert Skjálfandafljót til undirbúnings virkjun við Aldeyjarfoss sem kölluð er Hrafnabjargavirkjun. 19. júlí 2012 19:45