Skoðun

Hvað um hvalina?

Árný Björg Blandon skrifar

Ég hlustaði á Spengisand Bylgjunnar þann 9 júlí, m.a. viðtalið við Óla Björn Kárason þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins um hvalveiðibannið.

Ég hlustaði og hlustaði eftir því að eitthvað yrði fjallað um hvalina og dýraníðið varðandi þá, en það var ekkert á það minnst.

Þeir skipta fólkið sem fordæmir hvalveiðibannið engu máli nema bara að þeir afli því peninga, þótt margir þeirra þufi að gera það með átakanlegu blóðbaði í fleiri klukkutíma. Þetta er þyngra en tárum taki.

Óli Björn hamraði bara á því að fólk hafi misst vinnu við hvaladráp. Sama tuggan aftur og aftur. Hljómar eins og það hafi hvergi gerst áður. Af hverju var það ekki nefnt í viðtalinu að sjálfur eigandi Hvals hætti við hvalveiðar eitthvert árið og þá missti fólk vinnuna.

Það er nákvæmlega sama hvort það er ein manneskja sem verður af tekjum vegna þess að hún missir vinnuna eða 1000.

Ég þekki fólk sem þurfti að leita aftur í foreldrahús því þau gátu ekki borgað leiguna vegna vinnumissis.

En aðalmál mitt er að minnast á það, að hvalirnir fengu engan talsmann í þessu viðtali. Ekkert rætt um af hverju hvalveiðibannið var sett á.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×