„Ég vona að ég muni deyja í miðju lagi“ Máni Snær Þorláksson skrifar 13. júlí 2023 14:09 Dolly Parton er hún tilkynnti að ný plata væri á leiðinni. Getty/Mike Marsland Tónlistarkonan Dolly Parton hefur engan áhuga á því að setjast í helgan stein þrátt fyrir að vera orðin sjötíu og sjö ára gömul. Hún gaf nýlega út nýtt lag og von er á nýrri plötu frá henni á næstunni. Ferill Dolly Parton hófst á sjötta áratugi síðustu aldar en hún er engu að síður ennþá í fullu fjöri. Á síðasta ári var hún tilnefnd sem meðlimur í heiðurshöll tónlistarmanna (e. Rock & Roll Hall of Fame). Upphaflega afþakkaði hún tilnefninguna en að lokum sagði hún já og var þá tekin inn. Dolly ætlar einmitt að halla sér meira út í rokkið á nýjustu plötunni sinni sem ber heitið Rockstar. Á plötunni verða góðir gestir með Dolly en þar má helst nefna Elton John, Miley Cyrus, Lizzo og Bítlana Paul McCartney og Ringo Starr. Fyrsta lagið af plötunni er komið út og má sjá það hér fyrir neðan. Í viðtali á útvarpsstöðinni Greatest Hits í Bretlandi útskýrir Dolly að upphaflega hafi hún gert lagið með Paul en þá hugsað að hún ætti að tékka á Ringo líka. „Ég hugsaði: „Vá, fáum Ringo til að gera trommurnar sem við gerðum upp á nýtt.“ Því við vorum þegar búin að taka þær upp.“ Í viðtalinu segir Dolly líka að hún ætli sér ekki að hætta að vinna. „Ég er búinn að vera að þessu í sextíu ár núna, ég byrjaði þegar ég var tíu ára,“ segir hún. „Ég myndi aldrei setjast í helgan stein! Ég vona að ég muni deyja í miðju lagi á sviði einn daginn - og vonandi lagi sem ég skrifaði - það er þannig sem ég vona að ég fari. Ég hef ekki mikið val þegar kemur að því en þangað til ætla ég að slá járnið á meðan það er heitt.“ Hollywood Tónlist Bandaríkin Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Ferill Dolly Parton hófst á sjötta áratugi síðustu aldar en hún er engu að síður ennþá í fullu fjöri. Á síðasta ári var hún tilnefnd sem meðlimur í heiðurshöll tónlistarmanna (e. Rock & Roll Hall of Fame). Upphaflega afþakkaði hún tilnefninguna en að lokum sagði hún já og var þá tekin inn. Dolly ætlar einmitt að halla sér meira út í rokkið á nýjustu plötunni sinni sem ber heitið Rockstar. Á plötunni verða góðir gestir með Dolly en þar má helst nefna Elton John, Miley Cyrus, Lizzo og Bítlana Paul McCartney og Ringo Starr. Fyrsta lagið af plötunni er komið út og má sjá það hér fyrir neðan. Í viðtali á útvarpsstöðinni Greatest Hits í Bretlandi útskýrir Dolly að upphaflega hafi hún gert lagið með Paul en þá hugsað að hún ætti að tékka á Ringo líka. „Ég hugsaði: „Vá, fáum Ringo til að gera trommurnar sem við gerðum upp á nýtt.“ Því við vorum þegar búin að taka þær upp.“ Í viðtalinu segir Dolly líka að hún ætli sér ekki að hætta að vinna. „Ég er búinn að vera að þessu í sextíu ár núna, ég byrjaði þegar ég var tíu ára,“ segir hún. „Ég myndi aldrei setjast í helgan stein! Ég vona að ég muni deyja í miðju lagi á sviði einn daginn - og vonandi lagi sem ég skrifaði - það er þannig sem ég vona að ég fari. Ég hef ekki mikið val þegar kemur að því en þangað til ætla ég að slá járnið á meðan það er heitt.“
Hollywood Tónlist Bandaríkin Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira