Skemmtum okkur fallega í sumar Drífa Snædal skrifar 14. júlí 2023 07:02 Sumarið er tíminn! Tíminn þar sem fólk nýtur sumarnótta, skemmtir sér, fer í útilegur og prófar sig áfram í samskiptum. Því miður er sumarið líka tíminn þar sem menn hafa beitt ofbeldi (eins og á öðrum tímum ársins) og á stundum nýtt sér óreiðu og varnarleysi til að ganga yfir mörk og virða ekki samþykki. Samþykki er forsenda þess að fólk stundi kynlíf en beiti ekki ofbeldi en ofbeldi og kynlíf er tvennt ólíkt og ber ekki að rugla saman! En hvað er hægt að gera til að sumarið verði ánægjulegt fyrir öll, fólk skemmti sér fallega og öll koma heil heim af útihátíðum. Við því er einfalt svar: Ekki beita ofbeldi! Eina leiðin til að uppræta ofbeldi er að velja að vera ekki ofbeldismaður. Það er ekki að konur og önnur passi sig, passi hver aðra, drekki sig ekki fullar eða séu einar á ferð. Það má og er aldrei ástæða fyrir að vera beitt ofbeldi. Við getum hins vegar öll lagt okkar af mörkum til að ofbeldismenning þrífist ekki og dregið þar með úr hættunni á að aðrir beiti ofbeldi. Stígamót hafa tekið saman þrjá punkta til að minna fólk á hvernig hægt er að taka afstöðu gegn ofbeldi og með því óskum við landsmönnum öllum áframhaldandi gleðilegs og fallegs sumars: Ég stunda ekki kynlíf eða önnur kynferðismök með manneskju sem 1) gefur ekki samþykki, 2) er ekki í aðstöðu eða ástandi til að gefa samþykki, og 3) dregur samþykki sitt til baka á einhvern hátt hvort sem það sé með orðum eða hátterni. Ég hlæ ekki né bregst jákvætt við drusluskömmun, nauðgunarbröndurum eða réttlætingu á kynferðisofbeldi. Ég styð fólk í kringum mig sem hefur orðið fyrir ofbeldi og geri ekki lítið úr upplifun eða líðan þeirra. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kynferðisofbeldi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég frjálshyggju og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sumarið er tíminn! Tíminn þar sem fólk nýtur sumarnótta, skemmtir sér, fer í útilegur og prófar sig áfram í samskiptum. Því miður er sumarið líka tíminn þar sem menn hafa beitt ofbeldi (eins og á öðrum tímum ársins) og á stundum nýtt sér óreiðu og varnarleysi til að ganga yfir mörk og virða ekki samþykki. Samþykki er forsenda þess að fólk stundi kynlíf en beiti ekki ofbeldi en ofbeldi og kynlíf er tvennt ólíkt og ber ekki að rugla saman! En hvað er hægt að gera til að sumarið verði ánægjulegt fyrir öll, fólk skemmti sér fallega og öll koma heil heim af útihátíðum. Við því er einfalt svar: Ekki beita ofbeldi! Eina leiðin til að uppræta ofbeldi er að velja að vera ekki ofbeldismaður. Það er ekki að konur og önnur passi sig, passi hver aðra, drekki sig ekki fullar eða séu einar á ferð. Það má og er aldrei ástæða fyrir að vera beitt ofbeldi. Við getum hins vegar öll lagt okkar af mörkum til að ofbeldismenning þrífist ekki og dregið þar með úr hættunni á að aðrir beiti ofbeldi. Stígamót hafa tekið saman þrjá punkta til að minna fólk á hvernig hægt er að taka afstöðu gegn ofbeldi og með því óskum við landsmönnum öllum áframhaldandi gleðilegs og fallegs sumars: Ég stunda ekki kynlíf eða önnur kynferðismök með manneskju sem 1) gefur ekki samþykki, 2) er ekki í aðstöðu eða ástandi til að gefa samþykki, og 3) dregur samþykki sitt til baka á einhvern hátt hvort sem það sé með orðum eða hátterni. Ég hlæ ekki né bregst jákvætt við drusluskömmun, nauðgunarbröndurum eða réttlætingu á kynferðisofbeldi. Ég styð fólk í kringum mig sem hefur orðið fyrir ofbeldi og geri ekki lítið úr upplifun eða líðan þeirra. Höfundur er talskona Stígamóta.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun