PSG opnar dyrnar að nýju og glæsilegu æfingasvæði Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2023 14:30 Höfuðstöðvarnar eru í 25 mínútna akstursfjarlægð frá heimavellinum Parc des Princes. Vísir/Getty Leikmenn PSG mættu á sína fyrstu æfingu á nýju og glæsilegu æfingasvæði á mánudag. Þar er að finna sautján fótboltavelli og svæðið kostaði 300 milljón evrur að byggja. Katarskir eigendur franska félagsins PSG hafa ekki verið feimnir að eyða peningum síðan þeir keyptu félagið árið 2011. Alls hefur félagið eytt 1,4 milljarði evra í leikmannakaup og þá eru laun leikmanna ekki með í þeirri tölu. Eigendurnir eru hins vegar tilbúnir til að eyða í meira heldur en bara leikmenn. Á mánudag fór fyrsta æfing liðsins á nýju æfingasvæði fram og er óhætt að segja að það sé glæsilegt. Discovering the PSG Campus with @nunomendes_25 and @NordiMukiele! Full video: https://t.co/rUjzBoVPg3 pic.twitter.com/1FG9cjRt2r— Paris Saint-Germain (@PSG_English) July 13, 2023 Svæðið er staðsett í hæðum við ánna Signu og þangað er 25 mínútna akstur frá heimavellinum Parc des Princes. Svæðið nær yfir 74 hektara og þar eru hvorki fleiri né færri en 17 fótboltavellir. Lið PSG í öllum íþróttum munu nýta sér æfingasvæðið og verður þetta í fyrsta sinn sem bæði knattspyrnulið félagsins, akademían, handboltaliðið og júdódeildin verður undir sama þaki. Þeir leikmenn PSG sem eru komnir úr sumarfríi hófu æfingar á mánudag en Kylian Mbappe og fleiri stjörnur mæta í fyrsta skipti á þriðjudag. Kvennaliðið hefur æfingar á svæðinu á næsta ári. Luis Enriqe fyrsti næturgesturinn Á æfingasvæðinu er allt til alls. Í næstu viku byrjar liðið að nota þrjá æfingavelli auk sérstakra markmanns- og æfingasvæða. Grasið á völlunum er svokallað hybrid-gras, blanda af náttúrulegu- og gervigrasi sem er eins og á heimavellinum Parc des Prinses. Á einum æfingavellinum er stúka fyrir 500 áhorfendur. Við hlið sjálfs æfingasvæðisins er síðan 10.000 fermetra bygging með glæsilegu útsýni yfir æfingavellina og sveitina í kring. Þar má finna fjórar sundlaugar, fyrsta flokks líkamsrækt, veitingastað, búningsklefa, sjúkraherbergi og myndbands- og greiningaraðstöðu. Behind the scenes with @LucasHernandez and @manuugarte8 at Campus PSG! pic.twitter.com/2RDeF5sWQ7— Paris Saint-Germain (@PSG_English) July 10, 2023 Þar eru einnig 43 svefnherbergi þar sem leikmenn og annað starfsfólk getur gist, meðal annars daginn fyrir og eftir leik. „Ég held ég sé sá fyrsti til þess að sofa hérna,“ sagði Luis Enrique sem nýverið tók við sem knattspyrnustjóri PSG. „Æfingasvæðið er stórkostlegt. Þægilegt en ekki of íburðarmikið. Þú þarft að leggja á þig til að vinna leiki en aðstæðurnar hér eru frábærar.“ Þá er ótalið svæði akademíunnar, kvennaliðsins og aðrar byggingar. Akademían fær 16.500 fermetra byggingu fyrir sig þar sem meðal annars eru 15 skólastofur og aðstaða fyrir 140 unga leikmenn á aldrinum 13-19 ára, meðal annars 131 svefnherbergi. Franski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Katarskir eigendur franska félagsins PSG hafa ekki verið feimnir að eyða peningum síðan þeir keyptu félagið árið 2011. Alls hefur félagið eytt 1,4 milljarði evra í leikmannakaup og þá eru laun leikmanna ekki með í þeirri tölu. Eigendurnir eru hins vegar tilbúnir til að eyða í meira heldur en bara leikmenn. Á mánudag fór fyrsta æfing liðsins á nýju æfingasvæði fram og er óhætt að segja að það sé glæsilegt. Discovering the PSG Campus with @nunomendes_25 and @NordiMukiele! Full video: https://t.co/rUjzBoVPg3 pic.twitter.com/1FG9cjRt2r— Paris Saint-Germain (@PSG_English) July 13, 2023 Svæðið er staðsett í hæðum við ánna Signu og þangað er 25 mínútna akstur frá heimavellinum Parc des Princes. Svæðið nær yfir 74 hektara og þar eru hvorki fleiri né færri en 17 fótboltavellir. Lið PSG í öllum íþróttum munu nýta sér æfingasvæðið og verður þetta í fyrsta sinn sem bæði knattspyrnulið félagsins, akademían, handboltaliðið og júdódeildin verður undir sama þaki. Þeir leikmenn PSG sem eru komnir úr sumarfríi hófu æfingar á mánudag en Kylian Mbappe og fleiri stjörnur mæta í fyrsta skipti á þriðjudag. Kvennaliðið hefur æfingar á svæðinu á næsta ári. Luis Enriqe fyrsti næturgesturinn Á æfingasvæðinu er allt til alls. Í næstu viku byrjar liðið að nota þrjá æfingavelli auk sérstakra markmanns- og æfingasvæða. Grasið á völlunum er svokallað hybrid-gras, blanda af náttúrulegu- og gervigrasi sem er eins og á heimavellinum Parc des Prinses. Á einum æfingavellinum er stúka fyrir 500 áhorfendur. Við hlið sjálfs æfingasvæðisins er síðan 10.000 fermetra bygging með glæsilegu útsýni yfir æfingavellina og sveitina í kring. Þar má finna fjórar sundlaugar, fyrsta flokks líkamsrækt, veitingastað, búningsklefa, sjúkraherbergi og myndbands- og greiningaraðstöðu. Behind the scenes with @LucasHernandez and @manuugarte8 at Campus PSG! pic.twitter.com/2RDeF5sWQ7— Paris Saint-Germain (@PSG_English) July 10, 2023 Þar eru einnig 43 svefnherbergi þar sem leikmenn og annað starfsfólk getur gist, meðal annars daginn fyrir og eftir leik. „Ég held ég sé sá fyrsti til þess að sofa hérna,“ sagði Luis Enrique sem nýverið tók við sem knattspyrnustjóri PSG. „Æfingasvæðið er stórkostlegt. Þægilegt en ekki of íburðarmikið. Þú þarft að leggja á þig til að vinna leiki en aðstæðurnar hér eru frábærar.“ Þá er ótalið svæði akademíunnar, kvennaliðsins og aðrar byggingar. Akademían fær 16.500 fermetra byggingu fyrir sig þar sem meðal annars eru 15 skólastofur og aðstaða fyrir 140 unga leikmenn á aldrinum 13-19 ára, meðal annars 131 svefnherbergi.
Franski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira