Tvö tonn af vatni í senn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2023 12:01 Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið nýttar til að slökkva gróðurelda. Vísir/Vilhelm Slökkvistarf Landhelgisgæslunnar við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga hefur gengið vel að sögn stýrimanns. Notast er við skjólur sem rúma um tvö tonn af vatni. Gæslan sinnir slökksvistarfinu í samstarfi við slökkviliðið í Grindavík. Nokkuð hefur borið á gróðureldum við gosstöðvarnar, en gæslan hefur einblínt á svæðið norðan við gosstöðvarnar á meðan slökkviliðið hefur unnið að því að slökkva elda nálægt gönguleiðum að eldgosinu í Litla-Hrút. Stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni segir að reynt sé að sinna slökkvistarfinu eins mikið og hægt er, að ósk Almannavarna. „Við erum með svokallaða skjólu undir þyrlunum, sem við fyllum af vatni eða sjó eftir aðstæðum og sleppum því yfir elda til að slökkva þá,“ segir Gunnar Örn Arnarson stýrimaður. Í gær hafi verið farnar margar ferðir yfir svæðið á þyrlunni TF-EIR, og því mikið vatn sem hellt var á eldana. „Þeir taka sirka tvö tonn af vatni eða sjó í skjóluna, sem þeir þá fara með í hverri ferð. Þetta voru 14 ferðir sem þeir fóru í gær.“ Ekki hafi þurft að sækja slasaða ferðamenn á gosstöðvarnar með þyrlu frá því gosið hófst. Hins vegar hafi vísindamenn fengið að fljúga með þyrlum Gæslunnar. „Svo lentum við nú í því í fyrradag, þegar við vorum með slökkviskjóluna að þurfa að hætta því og fara í verkefni austur í Þjórsárdal. Þannig að við erum til taks,“ segir Gunnar Örn. Í tilkynningu frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands kemur fram að samkvæmt hraunflæðimælingum frá upphafi goss og þar til í gær sé meðalhraunflæði gossins um 13 rúmmetrar á sekúndu, sem er svipað og mest var í eldgosinu í Meradölum fyrir tveimur árum síðan. Heildarrúmmál hraunsins sé nú 3,4 milljón rúmmetrar og flatarmálið um 0.4 ferkílómetrar. Eldgos og jarðhræringar Landhelgisgæslan Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Gæslan sinnir slökksvistarfinu í samstarfi við slökkviliðið í Grindavík. Nokkuð hefur borið á gróðureldum við gosstöðvarnar, en gæslan hefur einblínt á svæðið norðan við gosstöðvarnar á meðan slökkviliðið hefur unnið að því að slökkva elda nálægt gönguleiðum að eldgosinu í Litla-Hrút. Stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni segir að reynt sé að sinna slökkvistarfinu eins mikið og hægt er, að ósk Almannavarna. „Við erum með svokallaða skjólu undir þyrlunum, sem við fyllum af vatni eða sjó eftir aðstæðum og sleppum því yfir elda til að slökkva þá,“ segir Gunnar Örn Arnarson stýrimaður. Í gær hafi verið farnar margar ferðir yfir svæðið á þyrlunni TF-EIR, og því mikið vatn sem hellt var á eldana. „Þeir taka sirka tvö tonn af vatni eða sjó í skjóluna, sem þeir þá fara með í hverri ferð. Þetta voru 14 ferðir sem þeir fóru í gær.“ Ekki hafi þurft að sækja slasaða ferðamenn á gosstöðvarnar með þyrlu frá því gosið hófst. Hins vegar hafi vísindamenn fengið að fljúga með þyrlum Gæslunnar. „Svo lentum við nú í því í fyrradag, þegar við vorum með slökkviskjóluna að þurfa að hætta því og fara í verkefni austur í Þjórsárdal. Þannig að við erum til taks,“ segir Gunnar Örn. Í tilkynningu frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands kemur fram að samkvæmt hraunflæðimælingum frá upphafi goss og þar til í gær sé meðalhraunflæði gossins um 13 rúmmetrar á sekúndu, sem er svipað og mest var í eldgosinu í Meradölum fyrir tveimur árum síðan. Heildarrúmmál hraunsins sé nú 3,4 milljón rúmmetrar og flatarmálið um 0.4 ferkílómetrar.
Eldgos og jarðhræringar Landhelgisgæslan Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira