Rooney: MLS-deildin verður ekki auðveld fyrir Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 09:41 Lionel Messi með Inter Miami treyjuna við hlið eigandanna Jorge Mas, Jose Mas og David Beckham þegar Argentínumaðurinn var kynntur sem nýr leikmaður félagsins. AP/Rebecca Blackwell Lionel Messi er mættur í bandarísku MLS-deildin og margir haldi að það verði ekki mikið vandamál fyrir einn besta leikmann sögunnar að leika listir sínar þar. Wayne Rooney hefur aftur á móti varað argentínska snillinginn við. „Það er allt sett upp fyrir hann. Hann er fá alla vini sína í liðið. [Sergio] Busquets og Jordi Alba hafa samið við Inter Miami og kannski kemur [Andres] Iniesta líka. Jafnvel Luis Suarez líka. Messi er með þjálfara [Tata Martino] sem honum líkar vel við og hann treystir. Það er risastórt fyrir MLS-deildina að krækja í Messi ekki síst vegna þess sem er í gangi í Sádí-Arabíu,“ sagði Wayne Rooney. Wayne Rooney has a warning for Lionel Messi pic.twitter.com/IsPv9ZOJTz— GOAL (@goal) July 16, 2023 „Þetta verður samt allt annað en auðvelt fyrir hann hér. Það hljómar kannski klikkun í eyrum margra en leikmenn sem koma hingað finnst þetta vera erfið deild. Ferðalögin, mismunandi aðstæður í hverri borg og þá er mikil orka og ákefð inn á vellinum,“ sagði Rooney. Stærsta vandamálið er líklega það að Inter Miami hefur gengið hörmulega og það þarf mikið til að lyfta liðnu frá botninum. Pressan er því mikil á Messi. Rooney spilaði sjálfur 52 leiki fyrir D.C. United frá 2018 til 2020 og skoraði í þeim 25 mörk. Hann tók síðan við þjálfun liðsins fyrir ári síðan. Messi kemur til Miami frá Paris Saint-Germain þar sem hann var í tvö tímabil. Hann skrifaði undir samning til ársins 2025. Fyrsti leikur Messi með liðinu verður líklega 21. júlí næstkomandi í deildarbikarleik á móti Cruz Azul. "You're getting arguably the best player to ever play the game." Wayne Rooney on Lionel Messi's Miami move pic.twitter.com/tcthvazSQs— ESPN UK (@ESPNUK) July 11, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
„Það er allt sett upp fyrir hann. Hann er fá alla vini sína í liðið. [Sergio] Busquets og Jordi Alba hafa samið við Inter Miami og kannski kemur [Andres] Iniesta líka. Jafnvel Luis Suarez líka. Messi er með þjálfara [Tata Martino] sem honum líkar vel við og hann treystir. Það er risastórt fyrir MLS-deildina að krækja í Messi ekki síst vegna þess sem er í gangi í Sádí-Arabíu,“ sagði Wayne Rooney. Wayne Rooney has a warning for Lionel Messi pic.twitter.com/IsPv9ZOJTz— GOAL (@goal) July 16, 2023 „Þetta verður samt allt annað en auðvelt fyrir hann hér. Það hljómar kannski klikkun í eyrum margra en leikmenn sem koma hingað finnst þetta vera erfið deild. Ferðalögin, mismunandi aðstæður í hverri borg og þá er mikil orka og ákefð inn á vellinum,“ sagði Rooney. Stærsta vandamálið er líklega það að Inter Miami hefur gengið hörmulega og það þarf mikið til að lyfta liðnu frá botninum. Pressan er því mikil á Messi. Rooney spilaði sjálfur 52 leiki fyrir D.C. United frá 2018 til 2020 og skoraði í þeim 25 mörk. Hann tók síðan við þjálfun liðsins fyrir ári síðan. Messi kemur til Miami frá Paris Saint-Germain þar sem hann var í tvö tímabil. Hann skrifaði undir samning til ársins 2025. Fyrsti leikur Messi með liðinu verður líklega 21. júlí næstkomandi í deildarbikarleik á móti Cruz Azul. "You're getting arguably the best player to ever play the game." Wayne Rooney on Lionel Messi's Miami move pic.twitter.com/tcthvazSQs— ESPN UK (@ESPNUK) July 11, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira