Hitinn að sliga heilbrigðiskerfið og fólk kælt niður í líkpokum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2023 08:55 Þeir sem geta ekki komið sér inn í loftkæld rými eru í yfir 32 stiga hita allan sólahringinn. Getty/George Rose Heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkjunum hafa gripið til þess ráðs að setja sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, í líkpoka fulla af klaka til að kæla þá hratt og örugglega niður. Gríðarleg hitabylgja gengur nú yfir Bandaríkin og BBC hefur eftir sjúkraflutningamanninum David Schilling, sem starfar í Las Vegas, að útköllum hafi fjölgað um allt að 40 prósent. Fjölgunina megi að mestu rekja til ferðamanna, sem séu óvanir hitanum. Áður en hitabylgjan skall á hafði verið óvenju „kalt“ í Las Vegas í marga mánuði, þar sem hitinn var undir 38 stigum 260 daga í röð. Schilling segir hitabylgjuna hafa læðst aftan að fólki. „Við sjáum fólk sem er ringlað, með hraðan hjartslátt; fólk er að falla í yfirlið, þetta er því ofviða,“ segir hann. Margir átti sig ekki á hinum löngu vegalengdum sem fólk þarf að ganga í Las Vegas og margir séu að ofþorna. Að sögn veðurfræðingsins Trevor Boucher hækkar hitinn aðeins lítillega yfir nóttina og fari sums staðar ekki niður fyrir 32 stig allan sólahringinn. Þeir sem ekki hafi aðgang að loftkælingu séu fastir í þessum mikla hita allan daginn og allar nætur. CNN hefur eftir læknum að hitinn sé að verða heilbrigðiskerfinu ofviða. Bráðalæknirinn Frank LoVecchio segir „yfirflæði“ sjúklinga á Valleywise Health Medical Center í Phoenix ekki hafa verið jafn mikið frá því í kórónuveirufaraldrinum. Sums staðar hafa heilbrigðisstarfsmenn gripið til þess ráðs að kæla sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, með því að koma þeim fyrir í líkpokum sem hafa verið fylltir af klaka. Læknirinn Geoff Comp, sem er sagður hafa þróað meðferðina, segir líkpokana tilvalda til að kæla niður sjúklingana og að aðferðin sé allt að tvisvar sinnum fljótvirkari en aðrar aðferðir. Pokarnir eru einangrandi en einnig nógu opnir til að veita læknum greitt aðgengi að sjúklingnum. Veður Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Gríðarleg hitabylgja gengur nú yfir Bandaríkin og BBC hefur eftir sjúkraflutningamanninum David Schilling, sem starfar í Las Vegas, að útköllum hafi fjölgað um allt að 40 prósent. Fjölgunina megi að mestu rekja til ferðamanna, sem séu óvanir hitanum. Áður en hitabylgjan skall á hafði verið óvenju „kalt“ í Las Vegas í marga mánuði, þar sem hitinn var undir 38 stigum 260 daga í röð. Schilling segir hitabylgjuna hafa læðst aftan að fólki. „Við sjáum fólk sem er ringlað, með hraðan hjartslátt; fólk er að falla í yfirlið, þetta er því ofviða,“ segir hann. Margir átti sig ekki á hinum löngu vegalengdum sem fólk þarf að ganga í Las Vegas og margir séu að ofþorna. Að sögn veðurfræðingsins Trevor Boucher hækkar hitinn aðeins lítillega yfir nóttina og fari sums staðar ekki niður fyrir 32 stig allan sólahringinn. Þeir sem ekki hafi aðgang að loftkælingu séu fastir í þessum mikla hita allan daginn og allar nætur. CNN hefur eftir læknum að hitinn sé að verða heilbrigðiskerfinu ofviða. Bráðalæknirinn Frank LoVecchio segir „yfirflæði“ sjúklinga á Valleywise Health Medical Center í Phoenix ekki hafa verið jafn mikið frá því í kórónuveirufaraldrinum. Sums staðar hafa heilbrigðisstarfsmenn gripið til þess ráðs að kæla sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, með því að koma þeim fyrir í líkpokum sem hafa verið fylltir af klaka. Læknirinn Geoff Comp, sem er sagður hafa þróað meðferðina, segir líkpokana tilvalda til að kæla niður sjúklingana og að aðferðin sé allt að tvisvar sinnum fljótvirkari en aðrar aðferðir. Pokarnir eru einangrandi en einnig nógu opnir til að veita læknum greitt aðgengi að sjúklingnum.
Veður Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira