„Þegar ég hætti að beita sjálfan mig ofbeldi og sýndi mér skilning fóru hjólin að snúast“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 30. júlí 2023 10:32 Í dag, níu mánuðum eftir að Jón tók stjórn á lífi sínu hefur hann misst tæp 40 kíló. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum er breytingin gífurleg. Aðsend „Þegar mér leið illa, leiddist, var stressaður og þurfti að einbeita mér þá borðaði ég þar til að líkaminn sagði stopp. Og þá þyngdist á tilfinningunum enn þá meira. Þetta er vítahringur sem ég var fastur í,“ segir Jón Bergur Helgason. Níu mánuðir eru síðan Jón viðurkenndi fyrir sjálfum sér að hann ætti við matarfíkn að stríða. Fyrsta skrefið var að leita sér hjálpar og í kjölfarið fóru ótrúlegir hlutir að gerast. Lúmskur sjúkdómur Jón segir að í sínu tilfelli hafi matarfíknin byrjað að láta á sér kræla strax í barnæsku. „Fyrstu minningarnar eru þannig að alltaf þegar ég var eitthvað stressaður þá fór ég að háma í mig, sérstaklega man ég eftir að hafa leitað í brauð og morgunkorn. Ég man mjög vel eftir því. Ég kem úr sveit, og í þar snýst þetta mikið um það hver er duglegastur og fljótastur að klára matinn sinn.“ Hann segir matarfíknina þó fyrst hafa farið að gera almennilega vart við sig þegar hann var um tvítugt. „Þetta getur verið lúmskur sjúkdómur,“ segir hann. „Ég tók svona lotur þar sem ég var að borða mjög mikið en á sama tíma var ég líka að lyfta mikið. En svo lenti ég í því árið 2016 að ég ökklabrotnaði og í kjölfarið datt hreyfingin alveg út hjá mér, en maturinn hélst inni. Svo fór þetta að ágerast- ég tók kannski einhverja daga þar sem ég náði að hafa stjórn á þessu, fór í megrun og léttist eitthvað en svo bætti ég því öllu á mig aftur, og meira. Þetta var, eins og talað er um svona „jójó“ áhrif. „Oft hef ég lamið í borðið og sagt: „Nóg komið, nú fer ég í megrun, og hreyfi mig!“ Þetta endaði alltaf með vonsvikni og ég þyngdist meira. Líka andlega.“ Einfalt prógramm Síðla árs 2022 fékk Jón einfaldlega nóg. „Ég fór einfaldlega og gúglaði orðið „matarfíkn“. Það fyrsta sem kom upp var MFM miðstöðin,“ segir Jón og á þar við MFM matarfíknimiðstöðina. „Ég hafði samband og fékk greiningarviðtal og það má eiginlega segja að þaðan hafi leiðin verið lýst.“ Jón segir lykilatriðið hafa verið að taka ábyrgð á því hvað hann setti ofan á diskinn hjá sér. Hann tók út allan viðbættan sykur og hveiti og borðar nú aðeins þrjár mældar máltíðir á dag. „Þau hjálpuðu mér að skilja við hvað ég væri að fást. Síðan þá hef ég tekið ábyrgð á hvað ég set á diskinn minn. Hættur að borða viðbættan sykur og hveiti. Borða aðeins þrjár mældar máltíðir á dag og ekkert á milli,nema vatn, svart kaffi, te, sykurlausar gos og sykurlaust tyggjó. Og það mikilvægasta af öllu, ég var ekki lengur einn“ Lykilatriðið var að læra að mynda heilbrigt samband við mat. Prógrammið er því tiltölulega einfalt, þó það sé kannski ekki endilega auðvelt að fylgja því. Jón er núna með sponsor og sendir á hann mataráætlun fyrir hvern dag. Jón vill að hans árangur verði öðrum til góðs.Aðsend „Þetta snýst um að fá lánaða dómgreind frá öðrum, sem sagt hlutlausum aðila. Þar sem ég er fíkill þá er mér ekki treystandi til að skammta sjálfum mér mat og ég er ekki hæfur til að segja til um hvort ég sé að borða nóg eða ekki." Hann segir það hafa verið mikilvægt að hugsa ekki um þetta sem megrun. Það sem er öðruvísi núna er að ég er ekki í megrun. Ég er í fráhaldi. Hver er munurinn spyrðu? Annað er hungursneyð, barátta og ofbeldi. Hitt er ábyrgð, val og kærleikur. Þegar ég hætti að beita sjálfan mig ofbeldi og sýndi mér skilning fóru hjólin að snúast og fíkillinn róaðist. Allar fíknir eru í raun það sama þegar öllu er á botninn hvolft, bara mismunandi birtingarmyndir. Líkt og Jón bendir á þá er matarfíkn tiltölulega ungt hugtak, miðað við fíknir eins og alkóhólisma. „Og það sem getur verið vandasamt þegar átt er við matarfíkn er það að öfugt við áfengi og fíkniefni þá þurfum við öll að borða, þú getur ekki bara hætt að nota mat.“ „Þegar ég áttaði mig á því að ég væri að beita sjálfan mig ofbeldi þá fór þetta allt að ganga miklu betur. Hugarfarið breyttist, ég hugsaði með mér að ég væri að gera þetta fyrir sjálfan mig. Af því að mér þykir vænt um sjálfan mig.“ „Það var ekki byrjað að tala almennilega um alkóhólisma fyrr en 1939 þegar AA bókin var skrifuð. Á þeim tímum hefur áfengi verið fyrir fólk eins og hveiti og viðbættur sykur er fyrir okkur mögulega. Ég hef þá trú að eftir mögulega sirka hálfa öld mun þetta breytist og við sitjum áfengi, viðbættan sykur og hveiti í sama flokk.“ Tók fyrsta skrefið og byrjaði að hlaupa Eftir að Jón fór að ná tökum á sambandi sínu við mat fór að vakna áhugi hjá honum á hreyfingu. Fyrir rúmlega þremur mánuðum byrjaði hann að stunda hlaup. Jón Bergur hefur ekki einungis tekið heilsuna og lífstílinn í gegn, hann er einnig nýorðinn faðir.Aðsend „Ég hafði aldrei stundað hlaup á ævinni, ég hafði alltaf hatað hlaup. En þarna, á þessum tímapunkti, var mig farið að langa að hreyfa mig. Og hlaupin lágu einhvern veginn beint við. Þetta er einfalt sport og maður þarf ekki að eiga eða borga mikið til að stunda það. Ég ákvað að gefa því séns, fór einfaldlega út og byrjaði að hlaupa. Svo fór ég að elska það, taka rúnt í Öskjuhlíðinni með eitthvað gott podkast eða tónlist í eyrunum. Og það mikilvægasta er að ég er fyrst og fremst að hlaupa af því að ég elska það, ekki bara af því ég vil hrista af mér spikið!“ Ótrúlegur munur Í dag, níu mánuðum eftir að Jón tók stjórn á lífi sínu hefur hann misst tæp 40 kíló. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum er breytingin gífurleg. Sumir sem séð hafa myndirnar hafa jafnvel haldið að eitthvað hafi verið átt við þær í tölvu, svo mikill er munurinn. Jón Bergur er nær óþekkjanlegur í dag.Aðsend Jón segist sjálfur eiga stundum bágt með að trúa þeim árangri sem hann hefur náð á tiltölulega stuttum tíma. „Ég hefði aldrei trúað því að ég myndi geta gert þetta, ekki nema þá með því að hætta bara alveg að borða og fara að taka megrunarlyf!“ Jón vill að hans árangur verði öðrum til góðs. Þann 19. ágúst næstkomandi hyggst hann hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum til styrktar „Það er von“ -góðgerðasamtökum sem styðja við fólk með fíknisjúkdóma og aðstandendur þeirra. Líkt og hann bendir á er fíkn í grunninn alltaf eins, birtingarmyndirnar eru mismunandi. „Ég vildi styrkja einhver minni samtök, samtök þar sem litið er á fíkn sem heildstæðan sjúkdóm.“ Aðspurður um hvað hann myndi ráðleggja öðrum sem glíma við einhverskonar fíkn svarar Jón: „Það er sama um hvaða fíkn er að ræða, fíkilinn á það til að einangra sig. Og festast í lygavef. Það fyrsta sem maður þarf að gera er að viðurkenna vanmáttinn, og viðurkenna lygarnar sem maður hefur verið að segja sjálfum sér og öðrum. Og þiggja hjálpina. En fyrsta skrefið er auðvitað alltaf erfiðast. En um leið og maður er búinn að taka þetta fyrsta skref þá er maður kominn hálfa leið. Í mínu tilviki þá fóru hlutirnir fyrst að gerast þegar ég leitaði mér hjálpar.“ Hér má heita á Jón og styðja við starfsemi samtakanna Það er von. Reykjavíkurmaraþon Fíkn Hlaup Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Níu mánuðir eru síðan Jón viðurkenndi fyrir sjálfum sér að hann ætti við matarfíkn að stríða. Fyrsta skrefið var að leita sér hjálpar og í kjölfarið fóru ótrúlegir hlutir að gerast. Lúmskur sjúkdómur Jón segir að í sínu tilfelli hafi matarfíknin byrjað að láta á sér kræla strax í barnæsku. „Fyrstu minningarnar eru þannig að alltaf þegar ég var eitthvað stressaður þá fór ég að háma í mig, sérstaklega man ég eftir að hafa leitað í brauð og morgunkorn. Ég man mjög vel eftir því. Ég kem úr sveit, og í þar snýst þetta mikið um það hver er duglegastur og fljótastur að klára matinn sinn.“ Hann segir matarfíknina þó fyrst hafa farið að gera almennilega vart við sig þegar hann var um tvítugt. „Þetta getur verið lúmskur sjúkdómur,“ segir hann. „Ég tók svona lotur þar sem ég var að borða mjög mikið en á sama tíma var ég líka að lyfta mikið. En svo lenti ég í því árið 2016 að ég ökklabrotnaði og í kjölfarið datt hreyfingin alveg út hjá mér, en maturinn hélst inni. Svo fór þetta að ágerast- ég tók kannski einhverja daga þar sem ég náði að hafa stjórn á þessu, fór í megrun og léttist eitthvað en svo bætti ég því öllu á mig aftur, og meira. Þetta var, eins og talað er um svona „jójó“ áhrif. „Oft hef ég lamið í borðið og sagt: „Nóg komið, nú fer ég í megrun, og hreyfi mig!“ Þetta endaði alltaf með vonsvikni og ég þyngdist meira. Líka andlega.“ Einfalt prógramm Síðla árs 2022 fékk Jón einfaldlega nóg. „Ég fór einfaldlega og gúglaði orðið „matarfíkn“. Það fyrsta sem kom upp var MFM miðstöðin,“ segir Jón og á þar við MFM matarfíknimiðstöðina. „Ég hafði samband og fékk greiningarviðtal og það má eiginlega segja að þaðan hafi leiðin verið lýst.“ Jón segir lykilatriðið hafa verið að taka ábyrgð á því hvað hann setti ofan á diskinn hjá sér. Hann tók út allan viðbættan sykur og hveiti og borðar nú aðeins þrjár mældar máltíðir á dag. „Þau hjálpuðu mér að skilja við hvað ég væri að fást. Síðan þá hef ég tekið ábyrgð á hvað ég set á diskinn minn. Hættur að borða viðbættan sykur og hveiti. Borða aðeins þrjár mældar máltíðir á dag og ekkert á milli,nema vatn, svart kaffi, te, sykurlausar gos og sykurlaust tyggjó. Og það mikilvægasta af öllu, ég var ekki lengur einn“ Lykilatriðið var að læra að mynda heilbrigt samband við mat. Prógrammið er því tiltölulega einfalt, þó það sé kannski ekki endilega auðvelt að fylgja því. Jón er núna með sponsor og sendir á hann mataráætlun fyrir hvern dag. Jón vill að hans árangur verði öðrum til góðs.Aðsend „Þetta snýst um að fá lánaða dómgreind frá öðrum, sem sagt hlutlausum aðila. Þar sem ég er fíkill þá er mér ekki treystandi til að skammta sjálfum mér mat og ég er ekki hæfur til að segja til um hvort ég sé að borða nóg eða ekki." Hann segir það hafa verið mikilvægt að hugsa ekki um þetta sem megrun. Það sem er öðruvísi núna er að ég er ekki í megrun. Ég er í fráhaldi. Hver er munurinn spyrðu? Annað er hungursneyð, barátta og ofbeldi. Hitt er ábyrgð, val og kærleikur. Þegar ég hætti að beita sjálfan mig ofbeldi og sýndi mér skilning fóru hjólin að snúast og fíkillinn róaðist. Allar fíknir eru í raun það sama þegar öllu er á botninn hvolft, bara mismunandi birtingarmyndir. Líkt og Jón bendir á þá er matarfíkn tiltölulega ungt hugtak, miðað við fíknir eins og alkóhólisma. „Og það sem getur verið vandasamt þegar átt er við matarfíkn er það að öfugt við áfengi og fíkniefni þá þurfum við öll að borða, þú getur ekki bara hætt að nota mat.“ „Þegar ég áttaði mig á því að ég væri að beita sjálfan mig ofbeldi þá fór þetta allt að ganga miklu betur. Hugarfarið breyttist, ég hugsaði með mér að ég væri að gera þetta fyrir sjálfan mig. Af því að mér þykir vænt um sjálfan mig.“ „Það var ekki byrjað að tala almennilega um alkóhólisma fyrr en 1939 þegar AA bókin var skrifuð. Á þeim tímum hefur áfengi verið fyrir fólk eins og hveiti og viðbættur sykur er fyrir okkur mögulega. Ég hef þá trú að eftir mögulega sirka hálfa öld mun þetta breytist og við sitjum áfengi, viðbættan sykur og hveiti í sama flokk.“ Tók fyrsta skrefið og byrjaði að hlaupa Eftir að Jón fór að ná tökum á sambandi sínu við mat fór að vakna áhugi hjá honum á hreyfingu. Fyrir rúmlega þremur mánuðum byrjaði hann að stunda hlaup. Jón Bergur hefur ekki einungis tekið heilsuna og lífstílinn í gegn, hann er einnig nýorðinn faðir.Aðsend „Ég hafði aldrei stundað hlaup á ævinni, ég hafði alltaf hatað hlaup. En þarna, á þessum tímapunkti, var mig farið að langa að hreyfa mig. Og hlaupin lágu einhvern veginn beint við. Þetta er einfalt sport og maður þarf ekki að eiga eða borga mikið til að stunda það. Ég ákvað að gefa því séns, fór einfaldlega út og byrjaði að hlaupa. Svo fór ég að elska það, taka rúnt í Öskjuhlíðinni með eitthvað gott podkast eða tónlist í eyrunum. Og það mikilvægasta er að ég er fyrst og fremst að hlaupa af því að ég elska það, ekki bara af því ég vil hrista af mér spikið!“ Ótrúlegur munur Í dag, níu mánuðum eftir að Jón tók stjórn á lífi sínu hefur hann misst tæp 40 kíló. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum er breytingin gífurleg. Sumir sem séð hafa myndirnar hafa jafnvel haldið að eitthvað hafi verið átt við þær í tölvu, svo mikill er munurinn. Jón Bergur er nær óþekkjanlegur í dag.Aðsend Jón segist sjálfur eiga stundum bágt með að trúa þeim árangri sem hann hefur náð á tiltölulega stuttum tíma. „Ég hefði aldrei trúað því að ég myndi geta gert þetta, ekki nema þá með því að hætta bara alveg að borða og fara að taka megrunarlyf!“ Jón vill að hans árangur verði öðrum til góðs. Þann 19. ágúst næstkomandi hyggst hann hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum til styrktar „Það er von“ -góðgerðasamtökum sem styðja við fólk með fíknisjúkdóma og aðstandendur þeirra. Líkt og hann bendir á er fíkn í grunninn alltaf eins, birtingarmyndirnar eru mismunandi. „Ég vildi styrkja einhver minni samtök, samtök þar sem litið er á fíkn sem heildstæðan sjúkdóm.“ Aðspurður um hvað hann myndi ráðleggja öðrum sem glíma við einhverskonar fíkn svarar Jón: „Það er sama um hvaða fíkn er að ræða, fíkilinn á það til að einangra sig. Og festast í lygavef. Það fyrsta sem maður þarf að gera er að viðurkenna vanmáttinn, og viðurkenna lygarnar sem maður hefur verið að segja sjálfum sér og öðrum. Og þiggja hjálpina. En fyrsta skrefið er auðvitað alltaf erfiðast. En um leið og maður er búinn að taka þetta fyrsta skref þá er maður kominn hálfa leið. Í mínu tilviki þá fóru hlutirnir fyrst að gerast þegar ég leitaði mér hjálpar.“ Hér má heita á Jón og styðja við starfsemi samtakanna Það er von.
Reykjavíkurmaraþon Fíkn Hlaup Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira