Prjónar það sem henni er sagt að prjóna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júlí 2023 20:30 Margrét Katrín Guttormsdóttir, sem er umsjónarmaður Textíllabsins á Blönduósi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fullkomnasta prjónavél landsins er á Blönduósi en hún er stafræn, sem þýðir að hún prjónar það sem henni er sagt að gera þegar búið er að vinna prjónaverkefnið í gegnum tölvuforrit. “Þetta er mjög skemmtileg tækni, sem opnar marga möguleika,” segir Margrét Katrín Guttormsdóttir, umsjónarmaður vélarinnar á Blönduósi Hér erum við að tala um Textíllab á vegum Textílmiðstöðvar Íslands en um er að ræða aðstöðu, sem er búin stafrænum tækjum, sem tengjast textílvinnslu eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. Ein vél vekur þó sérstaka athygli en það er fullkomnasta prjónavél landsins þó víða væri leitað. „Já, það er prjónavél, sem prjónar í rauninni að sjálfum sér. Maður segir henni hvað hún á að gera í gegnum tölvu, þar að segja, maður vinnur allan prjónaðahlutann í gegnum tölvu, tölvuforrit og síðan les prjónavélin það og prjónar eins og maður forritaði hana. Þetta er mjög skemmtileg og alveg nýtt, sem opnar marga möguleika hjá okkur,” segir Margrét Katrín. En getur vélin prjónað hvað sem er? „Hún á að geta gert mjög margt en við erum rosalega ný í þessu, við erum rétt að byrja, við byrjum á treflum en síðan á hún alveg að geta farið upp í peysu, þekkingin er að koma hingað til okkar.” Hér er vélin, fullkomnasta prjónavél landsins staðsett á Blönduósi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður þá um allar prjónakonur og prjónakarla landsins, eiga þau bara að hætta og leggjast í dvala? „Nei, nei, þetta er allt annað en það sem maður getur gert í höndunum, þess vegna er þetta svo spennandi því þetta vinnur með hvort öðru. Þykktin sem maður getur prjónað í þessu er allt önnur en maður getur gert í höndunum til dæmis,” segir Margrét Katrín. Margrét Katrín segir að mikið af fólki komi í Textílabið til að vinna fjölbreytt og skemmtileg verkefni hvort sem það er vefstólinn eða bara eitthvað allt annað. „Já, hér erum við með rosalega mörg stafræn tækni, sem snúa að nýsköpun í textíl. Þetta eru allt stafræn tækni, sem vinna í rauninni með hvort öðru. Þetta er æðislegt og mjög skemmtilegt. Það kemur svo mikið af fjölbreyttum hugmyndum og fólki með allskonar verkefni, sem það vill vinna hérna,” segir Margrét Katrín enn fremur. Heimasíða Textílmiðstöðvar Íslands Húnabyggð Prjónaskapur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Hér erum við að tala um Textíllab á vegum Textílmiðstöðvar Íslands en um er að ræða aðstöðu, sem er búin stafrænum tækjum, sem tengjast textílvinnslu eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. Ein vél vekur þó sérstaka athygli en það er fullkomnasta prjónavél landsins þó víða væri leitað. „Já, það er prjónavél, sem prjónar í rauninni að sjálfum sér. Maður segir henni hvað hún á að gera í gegnum tölvu, þar að segja, maður vinnur allan prjónaðahlutann í gegnum tölvu, tölvuforrit og síðan les prjónavélin það og prjónar eins og maður forritaði hana. Þetta er mjög skemmtileg og alveg nýtt, sem opnar marga möguleika hjá okkur,” segir Margrét Katrín. En getur vélin prjónað hvað sem er? „Hún á að geta gert mjög margt en við erum rosalega ný í þessu, við erum rétt að byrja, við byrjum á treflum en síðan á hún alveg að geta farið upp í peysu, þekkingin er að koma hingað til okkar.” Hér er vélin, fullkomnasta prjónavél landsins staðsett á Blönduósi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður þá um allar prjónakonur og prjónakarla landsins, eiga þau bara að hætta og leggjast í dvala? „Nei, nei, þetta er allt annað en það sem maður getur gert í höndunum, þess vegna er þetta svo spennandi því þetta vinnur með hvort öðru. Þykktin sem maður getur prjónað í þessu er allt önnur en maður getur gert í höndunum til dæmis,” segir Margrét Katrín. Margrét Katrín segir að mikið af fólki komi í Textílabið til að vinna fjölbreytt og skemmtileg verkefni hvort sem það er vefstólinn eða bara eitthvað allt annað. „Já, hér erum við með rosalega mörg stafræn tækni, sem snúa að nýsköpun í textíl. Þetta eru allt stafræn tækni, sem vinna í rauninni með hvort öðru. Þetta er æðislegt og mjög skemmtilegt. Það kemur svo mikið af fjölbreyttum hugmyndum og fólki með allskonar verkefni, sem það vill vinna hérna,” segir Margrét Katrín enn fremur. Heimasíða Textílmiðstöðvar Íslands
Húnabyggð Prjónaskapur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira