Mygla og uppsöfnuð viðhaldsþörf hafi verileg áhrif á hjúkrunarheimili Máni Snær Þorláksson skrifar 30. júlí 2023 17:23 Teitur Guðmundsson læknir er forstjóri Heilsuverndar. Bylgjan Teitur Guðmundsson, læknir og forstjóri Heilsuverndar hjúkrunarheimila, segir að seinagangur sé á ríkinu þegar kemur að viðgerðum á fasteignum Heilsuverndar á Akureyri. Hann segir ljóst hvar ábyrgðin á vandamálunum í húsnæðinu liggur. „Þetta er eitt stærsta hjúkrunarheimili landsins og þetta hefur auðvitað veruleg áhrif,“ segir Teitur í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni fyrir helgi. Í færslunni vakti Teitur athygli á slæmu ástandi fasteignanna og hversu erfiðlega gengur að láta gera við það sem er að. Til að mynda sé myglað ónýtt þak enn ekki komið í útboð. Ljóst sé að það eigi því eftir að frestast inn í haustið eða veturinn. Teitur segir í viðtalinu á Bylgjunni að það hafi þurft að loka rýmum hjá Heilsuvernd vegna myglu. Það komi niður á þjónustu við aldraða á svæðinu. „Þetta er bara stórmál. Við bara skiljum ekki hvað það er sem veldur því að fólk geti ekki bara komið þessum málum í verk af því þau fara ekki neitt. Uppsöfnuð viðhaldsþörf og vandamál húsnæðis hverfa ekki þó svo að maður sleppir því að hugsa um það eða ýtir þeim til hliðar.“ „Gerið það sem þið eigið að gera“ Að mati Teits liggur ábyrgðin alfarið hjá eigendum fasteignanna sem þarf að laga, ríkinu og sveitarfélaginu. „Það er alveg kýrskýrt í mínum huga að ábyrgð á húsnæði sem okkur er afhent til rekstrar getur ekki legið hjá okkur,“ segir hann. Þá bendir Teitur á að í samningi Heilsuverndar við hið opinbera hafi verið samið um lagfæringar. Enn séu þær ekki komnar í farveg framkvæmda. „Við erum meðvituð um ástandið, við ýtum því úr vör að það sé lagað, við stöndum vörð um hag íbúa, starfsfólks og okkar aðila. Við kvikum ekki frá því, við gefumst ekki upp og við vitum allan tímann að við erum í rétti. Þess vegna er auðvitað mjög auðvelt fyrir mig að sitja hér og segja: Gerið það sem þið eigið að gera, við erum að gera það sem við eigum að gera.“ Reyndu að kaupa húsnæðið Teitur segir að Heilsuvernd hafi boðist til þess að kaupa húsnæðið. Akureyrarbær hafi fengið formlegt tilboð sem rann út. „Ég hugsa að það hefði verið besta leiðin. Við værum löngu búin að gera þetta sjálf ef við hefðum haft möguleika á því, ef við hefðum mátt gera það.“ Á meðan fasteignirnar séu í eigu hins opinbera megi Heilsuvernd ekki fara í framkvæmdir til að laga húsið. Teitur segir að Heilsuvernd hafi þó boðist til að sjá um framkvæmdirnar og endurrukka en að það sé óheimilt. „Ég minni á það, ég má ekki gera þetta, ég má ekki fara í þakið, ég má ekki rífa veggi, ég má ekki breyta skipulagi. Ég hef ekki yfirráð yfir húsinu.“ Hjúkrunarheimili Akureyri Rekstur hins opinbera Eldri borgarar Mygla Sprengisandur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
„Þetta er eitt stærsta hjúkrunarheimili landsins og þetta hefur auðvitað veruleg áhrif,“ segir Teitur í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni fyrir helgi. Í færslunni vakti Teitur athygli á slæmu ástandi fasteignanna og hversu erfiðlega gengur að láta gera við það sem er að. Til að mynda sé myglað ónýtt þak enn ekki komið í útboð. Ljóst sé að það eigi því eftir að frestast inn í haustið eða veturinn. Teitur segir í viðtalinu á Bylgjunni að það hafi þurft að loka rýmum hjá Heilsuvernd vegna myglu. Það komi niður á þjónustu við aldraða á svæðinu. „Þetta er bara stórmál. Við bara skiljum ekki hvað það er sem veldur því að fólk geti ekki bara komið þessum málum í verk af því þau fara ekki neitt. Uppsöfnuð viðhaldsþörf og vandamál húsnæðis hverfa ekki þó svo að maður sleppir því að hugsa um það eða ýtir þeim til hliðar.“ „Gerið það sem þið eigið að gera“ Að mati Teits liggur ábyrgðin alfarið hjá eigendum fasteignanna sem þarf að laga, ríkinu og sveitarfélaginu. „Það er alveg kýrskýrt í mínum huga að ábyrgð á húsnæði sem okkur er afhent til rekstrar getur ekki legið hjá okkur,“ segir hann. Þá bendir Teitur á að í samningi Heilsuverndar við hið opinbera hafi verið samið um lagfæringar. Enn séu þær ekki komnar í farveg framkvæmda. „Við erum meðvituð um ástandið, við ýtum því úr vör að það sé lagað, við stöndum vörð um hag íbúa, starfsfólks og okkar aðila. Við kvikum ekki frá því, við gefumst ekki upp og við vitum allan tímann að við erum í rétti. Þess vegna er auðvitað mjög auðvelt fyrir mig að sitja hér og segja: Gerið það sem þið eigið að gera, við erum að gera það sem við eigum að gera.“ Reyndu að kaupa húsnæðið Teitur segir að Heilsuvernd hafi boðist til þess að kaupa húsnæðið. Akureyrarbær hafi fengið formlegt tilboð sem rann út. „Ég hugsa að það hefði verið besta leiðin. Við værum löngu búin að gera þetta sjálf ef við hefðum haft möguleika á því, ef við hefðum mátt gera það.“ Á meðan fasteignirnar séu í eigu hins opinbera megi Heilsuvernd ekki fara í framkvæmdir til að laga húsið. Teitur segir að Heilsuvernd hafi þó boðist til að sjá um framkvæmdirnar og endurrukka en að það sé óheimilt. „Ég minni á það, ég má ekki gera þetta, ég má ekki fara í þakið, ég má ekki rífa veggi, ég má ekki breyta skipulagi. Ég hef ekki yfirráð yfir húsinu.“
Hjúkrunarheimili Akureyri Rekstur hins opinbera Eldri borgarar Mygla Sprengisandur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira