Bragi og Guðni enduðu úti í á Aron Guðmundsson skrifar 1. ágúst 2023 15:00 Skjáskot af upptökur úr bíl Guðna og Braga í þann mund sem bíll þeirra er á leið utan vegar Vísir/Skjáskot Það fór um fyrrum Íslandsmeistarana Braga Þórðarson og Guðna Frey Ómarsson á dögunum er þeir lentu í hremmingum í endukomu sinni í rallýkeppni þegar að Bragi missti stjórn á bíl þeirra og endaði í á. Myndband af atvikinu hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Bragi og Guðni Freyr urðu Íslandsmeistarar í AB-varahlutaflokknum, flokki aflminni bíla, fyrir tíu árum síðan og af því tilefni ákváðu þeir að rifja upp gamla takta og skráðu sig í Ljómarallið sem fór fram í Skagafirði um síðustu helgi. Það fór þó ekki betur en svo að snemma á fyrstu sérleið kárnaði gamanið, Bragi missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann endaði utan vegar og í á sem lá meðfram veginum. „Ég var augljóslega að keyra of hratt, þetta gerist bara nokkra kílómetra inn á fyrstu sérleið keppninnar sem lá um Mælifellsdal,“ segir Bragi í samtali við Vísi. „Ég vissi vel um þessa beygju og hélt að ég gæti tekið hana í þriðja gír, svo var ekki. Ég fer upp í kanntinn hægra megin og upp á tvö hjól, hafði ég reynt að taka vinstri beygjuna hefðum við oltið ofan í ánna, þannig þetta var allavegana skárra.“ Búið var að koma fyrir upptökubúnaði í bílnum og því voru aðdragandinn að útafkeyrslunni sem og viðbrögð þeirra félaga fest á filmu. Bragi hefur deilt uppákomunni á samfélagsmiðlum. Klippan hefur vægast sagt vakið mikla athygli og þá kannski sér í lagi vegna samskipta þeirra Braga og Guðna þegar staðan rennur upp fyrir þeim og þeir sitja í bíl sínum í miðri á. Bragi léttur ofan á bílnum. „Erum við ekki bara stopp eða?“ spyr Guðni eftir að bíll hans og Braga staðnæmist í ánni og mátti heyra á Braga að honum fannst spurning Guðna ansi sérkennileg í ljósi aðstæðna: „Jú við erum út í á sko,“ var svar Braga við spurningu Guðna en myndband af atvikinu sem og viðbrögðum þeirra Guðna og Braga má sjá hér fyrir neðan. Geta má þess að félagarnir sluppu án teljandi meiðsla frá þessum hremmingum enda öryggisstaðlarnir í kringum svona rallakstur með eindæmum góðir. Akstursíþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Sjá meira
Bragi og Guðni Freyr urðu Íslandsmeistarar í AB-varahlutaflokknum, flokki aflminni bíla, fyrir tíu árum síðan og af því tilefni ákváðu þeir að rifja upp gamla takta og skráðu sig í Ljómarallið sem fór fram í Skagafirði um síðustu helgi. Það fór þó ekki betur en svo að snemma á fyrstu sérleið kárnaði gamanið, Bragi missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann endaði utan vegar og í á sem lá meðfram veginum. „Ég var augljóslega að keyra of hratt, þetta gerist bara nokkra kílómetra inn á fyrstu sérleið keppninnar sem lá um Mælifellsdal,“ segir Bragi í samtali við Vísi. „Ég vissi vel um þessa beygju og hélt að ég gæti tekið hana í þriðja gír, svo var ekki. Ég fer upp í kanntinn hægra megin og upp á tvö hjól, hafði ég reynt að taka vinstri beygjuna hefðum við oltið ofan í ánna, þannig þetta var allavegana skárra.“ Búið var að koma fyrir upptökubúnaði í bílnum og því voru aðdragandinn að útafkeyrslunni sem og viðbrögð þeirra félaga fest á filmu. Bragi hefur deilt uppákomunni á samfélagsmiðlum. Klippan hefur vægast sagt vakið mikla athygli og þá kannski sér í lagi vegna samskipta þeirra Braga og Guðna þegar staðan rennur upp fyrir þeim og þeir sitja í bíl sínum í miðri á. Bragi léttur ofan á bílnum. „Erum við ekki bara stopp eða?“ spyr Guðni eftir að bíll hans og Braga staðnæmist í ánni og mátti heyra á Braga að honum fannst spurning Guðna ansi sérkennileg í ljósi aðstæðna: „Jú við erum út í á sko,“ var svar Braga við spurningu Guðna en myndband af atvikinu sem og viðbrögðum þeirra Guðna og Braga má sjá hér fyrir neðan. Geta má þess að félagarnir sluppu án teljandi meiðsla frá þessum hremmingum enda öryggisstaðlarnir í kringum svona rallakstur með eindæmum góðir.
Akstursíþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Sjá meira