Skoðun

Draumavinna fatlaðs fólks

Atli Már Haraldsson skrifar

Það sem ég vil ræða um er atvinnumál fatlaðra. Fatlaðir fá oft ekki draumavinnu sína. Ég vinn sem aðstoðarleiðbeinandi í málefnum fatlaðs fólks hjá Reykjavíkurborg en mig dreymir um að starfa við að gefa hestum að borða, moka skítt hjá hestum og sjá um að þurrka á borðum hjá fjölskyldu og húsdýragarðinum í Reykjavík/SS pylsum og fá laun fyrir það. 

Ég þarf fylgni vegna fötlunar samkvæmt reglum hjá Reykjavíkurborg. Flestum fyrirtæki eiga að fagna fjölbreytileikanum með jafnrétti að leiðarljósi í. 

Eins dreymir mig um að starfa sem töframaður ég kann nokkur brögð. Mig dreymir líka um að starfa sem tónlistarmaður. Ég kann á gítar og semja texta.

Mig dreymir um að ríkið stofni fréttastofu fatlaðra. Þar vildi ég vinna við lesa auðskildar fréttir á íslensku fyrir fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir. Þar fengu aðeins fatlaðir vinnu en ófatlaðir myndu vinna við að aðstoða fatlað fólk við verkefnið. Þar myndum við bara segja jákvæðar fréttir, ekki viðkvæmar. 

Höfundur er 29 ára Reykvíkingur.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×