„Að koma hingað eftir öll þessi leikmannakaup og alla þá peninga sem Valur er búið að setja í liðið er erfitt“ Kári Mímisson skrifar 3. ágúst 2023 22:44 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, á hliðarlínunni í fyrr í sumar Vísir/Diego Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var að vonum svekktur með tapið gegn Val í kvöld á Hlíðarenda. Leikurinn var mjög jafn og spennandi og sagði Nik að það hafi verið litlu atriðin sem hafi ráðið úrslitum leiksins í kvöld. „Það er alltaf svekkjandi að tapa en mér fannst við spila vel allan leikinn. Þetta féll ekki alveg með okkur í dag. Mér fannst eins og við gætum farið inn í hálfleik með meira forskot, við fengum nokkur góð færi í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik náðum við ekki að aðlagast leiknum nógu hratt, pressunni frá þeim og þeim aukna hraða sem kom í leikinn.“ „Það er mögulega mér að kenna að hafa ekki áttað mig á því og við verðum frekar auðlesnar á tímabili í seinni hálfleiknum. Þegar þær komust svo yfir þá fannst mér við stíga upp og ná aftur yfirhöndinni í leiknum. Við fengum nokkur færi til að jafna leikinn en eins og ég segi þá voru það smáatriðin í leiknum sem skiptu sköpum í dag. Að koma hingað eftir öll þessi leikmannakaup og alla þá peninga sem Valur er búið að setja í liðið er erfitt en mér fannst við gera mjög vel.“ Þróttarar komust yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks með góðu marki frá Sierra Marie Lelii. En hvað sagði Nik við sínar konur í hálfleik? „Ég sagði þeim bara að halda áfram að gera það sem við vorum að gera. Við vissum að þær myndu pressa okkur aðeins meira og að við þyrftum að aðlagast því. Við áttum í vandræðum með það í dag og náðum ekki að þvinga þær í rétt svæði á þessum 20 mínútum í seinni hálfleiknum sem þær skora sín mörk.“ Þróttur hefur spilað í sumar mjög góða tígulmiðju en liðið byrjaði þó ekki í henni í dag. Fljótlega færðist þó lið Þróttar í sína hefðbundnu tígulmiðju og við það náði liðið yfirhöndinni á leiknum. En hver var pælingin að byrja ekki í tígulmiðjunni? „Við vildum sjá hvað þær ætluðu að gera og þess vegna fórum við inn í leikinn af smá varfærni. Við vildum sjá hvernig færslur þær myndu koma með á miðjunni. Um leið og okkur fór að líða aðeins betur í leiknum þá skiptum við aftur í tígulmiðjuna sem hentaði okkur mjög vel það sem eftir var.“ Næstu leikur liðsins er gegn ÍBV úti í Eyjum. Leikurinn verður þó eftir Verslunarmannahelgina en ætlar Nik að gefa sínum konum smá frí fyrir leikinn gegn ÍBV? „Þær fá smá pásu og ég ætla reyndar líka á Þjóðhátíð í fyrsta sinn. Við æfum svo á mánudaginn og hefjum þá undirbúninginn fyrir leikinn á fimmtudaginn gegn ÍBV. Við eigum fjóra leiki eftir af deildinni áður en henni verður skipt upp. Við viljum enda hana sterkt og vera í góðri stöðu fyrir úrslitakeppnina.“ Fótbolti Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
„Það er alltaf svekkjandi að tapa en mér fannst við spila vel allan leikinn. Þetta féll ekki alveg með okkur í dag. Mér fannst eins og við gætum farið inn í hálfleik með meira forskot, við fengum nokkur góð færi í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik náðum við ekki að aðlagast leiknum nógu hratt, pressunni frá þeim og þeim aukna hraða sem kom í leikinn.“ „Það er mögulega mér að kenna að hafa ekki áttað mig á því og við verðum frekar auðlesnar á tímabili í seinni hálfleiknum. Þegar þær komust svo yfir þá fannst mér við stíga upp og ná aftur yfirhöndinni í leiknum. Við fengum nokkur færi til að jafna leikinn en eins og ég segi þá voru það smáatriðin í leiknum sem skiptu sköpum í dag. Að koma hingað eftir öll þessi leikmannakaup og alla þá peninga sem Valur er búið að setja í liðið er erfitt en mér fannst við gera mjög vel.“ Þróttarar komust yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks með góðu marki frá Sierra Marie Lelii. En hvað sagði Nik við sínar konur í hálfleik? „Ég sagði þeim bara að halda áfram að gera það sem við vorum að gera. Við vissum að þær myndu pressa okkur aðeins meira og að við þyrftum að aðlagast því. Við áttum í vandræðum með það í dag og náðum ekki að þvinga þær í rétt svæði á þessum 20 mínútum í seinni hálfleiknum sem þær skora sín mörk.“ Þróttur hefur spilað í sumar mjög góða tígulmiðju en liðið byrjaði þó ekki í henni í dag. Fljótlega færðist þó lið Þróttar í sína hefðbundnu tígulmiðju og við það náði liðið yfirhöndinni á leiknum. En hver var pælingin að byrja ekki í tígulmiðjunni? „Við vildum sjá hvað þær ætluðu að gera og þess vegna fórum við inn í leikinn af smá varfærni. Við vildum sjá hvernig færslur þær myndu koma með á miðjunni. Um leið og okkur fór að líða aðeins betur í leiknum þá skiptum við aftur í tígulmiðjuna sem hentaði okkur mjög vel það sem eftir var.“ Næstu leikur liðsins er gegn ÍBV úti í Eyjum. Leikurinn verður þó eftir Verslunarmannahelgina en ætlar Nik að gefa sínum konum smá frí fyrir leikinn gegn ÍBV? „Þær fá smá pásu og ég ætla reyndar líka á Þjóðhátíð í fyrsta sinn. Við æfum svo á mánudaginn og hefjum þá undirbúninginn fyrir leikinn á fimmtudaginn gegn ÍBV. Við eigum fjóra leiki eftir af deildinni áður en henni verður skipt upp. Við viljum enda hana sterkt og vera í góðri stöðu fyrir úrslitakeppnina.“
Fótbolti Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira