Magnaður ævintýragarður á Akureyri þar sem er ókeypis inn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. ágúst 2023 20:07 Hreinn við listaverkið sitt með gömlu tannburstunum hans sjálfs. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er mikið ævintýri að skoða Ævintýragarðinn við Oddeyrargötu á Akureyri því þar hefur eigandinn smíðað ýmsar skemmtilegar persónur úr þekktum ævintýrum og dreift um garðinn. Gamlir tannburstar eigandans eru í aðalhlutverki á einu verkanna. Sjón er sögu ríkari. Garðurinn er við Oddeyrargötu 17 og þar eru allir velkomnir og það, sem meira er, það kostar ekkert inn í garðinn, sem er í einkaeigu. Hreinn Halldórsson, sem býr í húsinu segir garðinn vera einkagalleríið sitt, lifandi undir berum himni. Þar er lofthæðin endalaus og lýsingin síbreytileg. „Þetta er ævintýragarður því hér eru fyrst og fremst ævintýri og ég segi stundum að þetta er uppfullt af prinsum, prinsessum og drottningum en það er hins vegar bara einn kóngur og það er ég sjálfur, þetta er sem sagt mitt kóngsríki,” segir Hreinn hlægjandi. Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu 17 er allur hinn glæsilegasti. Við flest verkin er texti bæði á íslensku og ensku með nafni verksins og úr hvaða ævintýri það er tekið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn segist eiga hvert einasta handtak í garðinum, öll verkin og umhirðu garðsins. „Þetta er opið frá tíu á morgnana og til átta á kvöldin og allt ókeypis. Fólk getur labbað hér um og sést niður og myndað og skoðað. Það má alveg snerta og koma við,” bætir Hreinn við. Það má svo sannarlega taka hattinn ofan fyrir dugnaði Hreins og fyrir að opna garðinn sinn fyrir alla áhugasama. Upplýsingaskilti um garðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég hef bara svo gaman af því að sýna verkin mín því að þetta er bara mín aðstaða, þetta er bara eins og mitt einkagallerí þannig séð,” segir Hreinn. Og hver eru viðbrögð fólks þegar það kemur til þín? „Það er bara mjög ánægt, virkilega ánægt og það er svo gaman að segja frá því að þetta er alveg frá því að vera börn og yfir í mjög aldrað fólk, sem á erfitt með að ganga og þess vegna setti ég handrið á tröppur og svona, því að það er að koma hérna allur aldur.” Mikil aðsókn er í garðinn, ekki síst hjá erlendum ferðamönnum, sem hafa virkilega gaman af því að skoða garðinn og spjalla við Hrein.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn er mjög nýtin með alla hluti því í garðinum eru til dæmis gömlu tannburstarnir hans á einu verkinu. „Já, þetta er það sem ég var búin að nota í fjögur eða fimm ár staðráðinn í að nýta þá. Það byrjaði með því að ég var að henda tannburstanum mínum og held á honum svona, er að láta hann detta í ruslið en þá allt í einu sé ég bara, þetta er svo fallegur litur, ég man enn þá hvaða litur þetta var og þá fór ég að safna þeim og ákvað að nýta þá,” segir Hreinn alsæll með garðinn sinn og hvað fólk hefur gaman af því að skoða hann. Hreinn við nokkur af verkunum, sem hann hefur smíðað og eru í garðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn og garðurinn eru á Facebook Akureyri Garðyrkja Menning Föndur Styttur og útilistaverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Garðurinn er við Oddeyrargötu 17 og þar eru allir velkomnir og það, sem meira er, það kostar ekkert inn í garðinn, sem er í einkaeigu. Hreinn Halldórsson, sem býr í húsinu segir garðinn vera einkagalleríið sitt, lifandi undir berum himni. Þar er lofthæðin endalaus og lýsingin síbreytileg. „Þetta er ævintýragarður því hér eru fyrst og fremst ævintýri og ég segi stundum að þetta er uppfullt af prinsum, prinsessum og drottningum en það er hins vegar bara einn kóngur og það er ég sjálfur, þetta er sem sagt mitt kóngsríki,” segir Hreinn hlægjandi. Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu 17 er allur hinn glæsilegasti. Við flest verkin er texti bæði á íslensku og ensku með nafni verksins og úr hvaða ævintýri það er tekið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn segist eiga hvert einasta handtak í garðinum, öll verkin og umhirðu garðsins. „Þetta er opið frá tíu á morgnana og til átta á kvöldin og allt ókeypis. Fólk getur labbað hér um og sést niður og myndað og skoðað. Það má alveg snerta og koma við,” bætir Hreinn við. Það má svo sannarlega taka hattinn ofan fyrir dugnaði Hreins og fyrir að opna garðinn sinn fyrir alla áhugasama. Upplýsingaskilti um garðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég hef bara svo gaman af því að sýna verkin mín því að þetta er bara mín aðstaða, þetta er bara eins og mitt einkagallerí þannig séð,” segir Hreinn. Og hver eru viðbrögð fólks þegar það kemur til þín? „Það er bara mjög ánægt, virkilega ánægt og það er svo gaman að segja frá því að þetta er alveg frá því að vera börn og yfir í mjög aldrað fólk, sem á erfitt með að ganga og þess vegna setti ég handrið á tröppur og svona, því að það er að koma hérna allur aldur.” Mikil aðsókn er í garðinn, ekki síst hjá erlendum ferðamönnum, sem hafa virkilega gaman af því að skoða garðinn og spjalla við Hrein.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn er mjög nýtin með alla hluti því í garðinum eru til dæmis gömlu tannburstarnir hans á einu verkinu. „Já, þetta er það sem ég var búin að nota í fjögur eða fimm ár staðráðinn í að nýta þá. Það byrjaði með því að ég var að henda tannburstanum mínum og held á honum svona, er að láta hann detta í ruslið en þá allt í einu sé ég bara, þetta er svo fallegur litur, ég man enn þá hvaða litur þetta var og þá fór ég að safna þeim og ákvað að nýta þá,” segir Hreinn alsæll með garðinn sinn og hvað fólk hefur gaman af því að skoða hann. Hreinn við nokkur af verkunum, sem hann hefur smíðað og eru í garðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn og garðurinn eru á Facebook
Akureyri Garðyrkja Menning Föndur Styttur og útilistaverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira