Ísköld framtíðarsýn: ryðjum brautina fyrir skautaíþróttir á Íslandi Bjarni Helgason skrifar 9. ágúst 2023 09:01 Ísland þarf fleiri skautahallir til að skautaíþróttir geti vaxið og dafnað og mætt aukinni eftirspurn. Það vekur athygli að aðeins tvö af sex stærstu sveitarfélögum landsins hafa byggt sér hallir. Við berum okkur gjarnan saman við nágranna okkar á norðurlöndum en við erum þó eftirbátar þeirra þegar kemur að fjölda skautahalla. Finnar og Svíar standa fremst meðal norðurlandaþjóða en Finnland er með 289 Skautahallir, eða 5,2 á hverja 100.000 íbúa og Svíar með 365 skautahallir eða um 3,5 skautahallir á hverja 100.000 íbúa. Svíar og Finnar hafa líka náð lengst allra norðurlanda í íshokkí og skipa sér jafnan meðal fimm efstu þjóða heims, bæði karla og kvenna. Í stærsta sveitarfélagi Íslands, Reykjavík, eru tvær Skautahallir (Laugardalur og Egilshöll) og í fimmta stærsta sveitarfélaginu, Akureyrarbæ, er sú þriðja. Þar með eru skautahallir á Íslandi upptaldar sem gerir um 0.8 skautahöll á hverja 100.000 íbúa. Það er athyglivert að aðeins tvö af sex stærstu sveitarfélögunum hafa byggt sér skautahöll. Engar hallir eru í Kópavogi (annað stærsta með 40.000 íbúa), Hafnarfirði, (þriðja stærsta með 30.000 íbúa) eða Reykjansbæ (fjórða stærsta með 22.000 íbúa). Þó eru öll þessi sveitarfélög miklir íþróttabæir og státa af tveimur stórum og öflugum íþróttafélögum hvert. Akureyrarbær sýnir og sannar að 20.000 manna sveitarfélag með tvö stór íþróttafélög getur vel staðið undir skautahöll en Skautafélag Akureyrar er sigursælasta félag landsins bæði í íshokkí og listskautum og hefur framleitt afreksíþróttafólk í röðum. Samkvæmt IIHF, Alþjóða Íshokkísambandinu, um fjölda skautahalla í löndum heims er Ísland í 47.-53. sæti ásamt Norður-Kóreu, Taívan, Argentínu, Armeníu, Taívan og Króatíu. Fæst þjóðir sem við berum okkur saman við að öllu jöfnu og lítt þekktar í heimi vetraríþrótta. Ísland stendur sig samt mjög vel í íþróttinni og er kvennalandslið Íslands í 27. sæti og karlalandsliðið í 34. sæti heimslista IIHF, langt fyrir ofan stöðu okkar á lista yfir fjölda skautahalla í hverju landi. Íshokkísamband Íslands er með mjög metnaðarfullt starf þrátt fyrir smæð sína, sendir fimm landslið til þáttöku í heimsmeistaramótum um allan heim ár hvert. Það sýnir svart á hvítu að þetta er íþrótt sem við Íslendingar erum góð í. Við ættum að byggja hana upp því við gætum náð enn meiri árangri ef fleiri sveitarfélög byggðu höll með vélfrystu svelli. Rekstur skautahalla er líka öðruvísi en rekstur annar íþróttamannvirkja sem hefur tekjur af því að selja inn á ísinn til almennings til ánægju og heilsubóta – og ekki má gleyma afmælisboðunum sem sívinsælt er að halda þar. Auk þess eru reglulega haldin heimsmeistaramót og komur erlendra afþreyingarliða fjölgar með ári hverju. Skautahallir þurfa því ekki að vera fjárhagsleg byrði á sveitarfélögunum heldur þvert á móti. Boltaíþróttir eru frábærar en henta alls ekki öllum og þekkja margir úr skautaheiminum þá sögu af krökkum sem fundu sig á ísnum eftir að hafa prófað margar af stærri hópíþróttagreinunum. Þess vegna er mikilvægt fyrir öll sveitarfélög að boðið sé upp á fjölbreytt íþróttastarf enda hafa þau flest það á markmiðaskrá. Skautaíþróttir eru frábær viðbót við íþróttaflóru sveitarfélaganna. Ef við færum sænsku eða finnsku leiðina væru um 15-20 skautahallir á Íslandi. En látum okkur duga að byggja þrjár Skautahallir til viðbótar í stóru sveitarfélögunum þremur; Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Þannig eflum við skautaíþróttir, á landinu sem er nú þegar kennt við ís og komum Íslandi á þann stall sem við vorum sett á í heimsþekktu kvikmyndinni Mighty Ducks 2 fyrir tæpum 30 árum síðan. Höfundur er grafískur hönnuður og íshokkípabbi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skautaíþróttir Íþróttir barna Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Ísland þarf fleiri skautahallir til að skautaíþróttir geti vaxið og dafnað og mætt aukinni eftirspurn. Það vekur athygli að aðeins tvö af sex stærstu sveitarfélögum landsins hafa byggt sér hallir. Við berum okkur gjarnan saman við nágranna okkar á norðurlöndum en við erum þó eftirbátar þeirra þegar kemur að fjölda skautahalla. Finnar og Svíar standa fremst meðal norðurlandaþjóða en Finnland er með 289 Skautahallir, eða 5,2 á hverja 100.000 íbúa og Svíar með 365 skautahallir eða um 3,5 skautahallir á hverja 100.000 íbúa. Svíar og Finnar hafa líka náð lengst allra norðurlanda í íshokkí og skipa sér jafnan meðal fimm efstu þjóða heims, bæði karla og kvenna. Í stærsta sveitarfélagi Íslands, Reykjavík, eru tvær Skautahallir (Laugardalur og Egilshöll) og í fimmta stærsta sveitarfélaginu, Akureyrarbæ, er sú þriðja. Þar með eru skautahallir á Íslandi upptaldar sem gerir um 0.8 skautahöll á hverja 100.000 íbúa. Það er athyglivert að aðeins tvö af sex stærstu sveitarfélögunum hafa byggt sér skautahöll. Engar hallir eru í Kópavogi (annað stærsta með 40.000 íbúa), Hafnarfirði, (þriðja stærsta með 30.000 íbúa) eða Reykjansbæ (fjórða stærsta með 22.000 íbúa). Þó eru öll þessi sveitarfélög miklir íþróttabæir og státa af tveimur stórum og öflugum íþróttafélögum hvert. Akureyrarbær sýnir og sannar að 20.000 manna sveitarfélag með tvö stór íþróttafélög getur vel staðið undir skautahöll en Skautafélag Akureyrar er sigursælasta félag landsins bæði í íshokkí og listskautum og hefur framleitt afreksíþróttafólk í röðum. Samkvæmt IIHF, Alþjóða Íshokkísambandinu, um fjölda skautahalla í löndum heims er Ísland í 47.-53. sæti ásamt Norður-Kóreu, Taívan, Argentínu, Armeníu, Taívan og Króatíu. Fæst þjóðir sem við berum okkur saman við að öllu jöfnu og lítt þekktar í heimi vetraríþrótta. Ísland stendur sig samt mjög vel í íþróttinni og er kvennalandslið Íslands í 27. sæti og karlalandsliðið í 34. sæti heimslista IIHF, langt fyrir ofan stöðu okkar á lista yfir fjölda skautahalla í hverju landi. Íshokkísamband Íslands er með mjög metnaðarfullt starf þrátt fyrir smæð sína, sendir fimm landslið til þáttöku í heimsmeistaramótum um allan heim ár hvert. Það sýnir svart á hvítu að þetta er íþrótt sem við Íslendingar erum góð í. Við ættum að byggja hana upp því við gætum náð enn meiri árangri ef fleiri sveitarfélög byggðu höll með vélfrystu svelli. Rekstur skautahalla er líka öðruvísi en rekstur annar íþróttamannvirkja sem hefur tekjur af því að selja inn á ísinn til almennings til ánægju og heilsubóta – og ekki má gleyma afmælisboðunum sem sívinsælt er að halda þar. Auk þess eru reglulega haldin heimsmeistaramót og komur erlendra afþreyingarliða fjölgar með ári hverju. Skautahallir þurfa því ekki að vera fjárhagsleg byrði á sveitarfélögunum heldur þvert á móti. Boltaíþróttir eru frábærar en henta alls ekki öllum og þekkja margir úr skautaheiminum þá sögu af krökkum sem fundu sig á ísnum eftir að hafa prófað margar af stærri hópíþróttagreinunum. Þess vegna er mikilvægt fyrir öll sveitarfélög að boðið sé upp á fjölbreytt íþróttastarf enda hafa þau flest það á markmiðaskrá. Skautaíþróttir eru frábær viðbót við íþróttaflóru sveitarfélaganna. Ef við færum sænsku eða finnsku leiðina væru um 15-20 skautahallir á Íslandi. En látum okkur duga að byggja þrjár Skautahallir til viðbótar í stóru sveitarfélögunum þremur; Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Þannig eflum við skautaíþróttir, á landinu sem er nú þegar kennt við ís og komum Íslandi á þann stall sem við vorum sett á í heimsþekktu kvikmyndinni Mighty Ducks 2 fyrir tæpum 30 árum síðan. Höfundur er grafískur hönnuður og íshokkípabbi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun