Sú hollenska fagnar því að bandarísku hrokagikkirnir duttu úr leik á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2023 11:01 Lineth Beerensteyn á blaðamannafundinum fyrir leik Hollands í átta liða úrslitum. Getty/Rico Brouwer Lineth Beerensteyn, framherji hollenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var ekki hrifin af derringnum í bandarísku landsliðskonunum fyrir heimsmeistaramótið í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Bandaríska liðið hefur unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla og töluðu leikmenn liðsins um það fyrir mót að vinna þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. Þótti sumum eins og þær töldu sig eiga greiða leið í úrslitaleikinn. Hrokinn fór í taugum á mörgum og þar á meðal þeim hollensku. The first moment when I heard that they were out, I was just thinking: Yes! Bye! Netherlands star Lineth Beerensteyn told reporters https://t.co/9QlsGWsDW1— CNN International (@cnni) August 10, 2023 Bandaríska liðið endaði síðan á að detta út fyrir Svíþjóð í sextán liða úrslitum keppninnar og er því ekki meðal átta bestu þjóðanna á þessu heimsmeistaramóti. Fyrstu veikleikamerkin sáust í 1-1 jafntefli á móti Hollandi í riðlakeppninni. Beerensteyn segist hafa fagnað vel þegar Bandaríkin duttu út. „Já! Bless!“ voru viðbrögð hennar við tíðindunum en hún ræddi málin á blaðamannafundi fyrir leik Hollands í átta liða úrslitum. Beerensteyn er liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Juventus. „Ég lít svo á að þú þurfir að sýna eitthvað inn á vellinum áður en þú ferð að nota stór orð og sýna slíkan hroka. Ég ætla ekki að vera ókurteis með því að segja þetta og ég ber enn mikla virðingu fyrir þeim,“ sagði Lineth Beerensteyn. „Þær eru dottnar úr leik á þessu móti og það er léttir fyrir mig. Þær þurfa að taka þá staðreynd með sér inn í framtíðina,“ sagði Beerensteyn. „Ekki fara að tala um eitthvað sem er langt í burtu,“ sagði Beerensteyn og vísaði til úrslitaleiksins. „Ég vona að þær læri af þessu.“ Holland mætir Spáni í átta liða úrslitunum í nótt. Lineth Beerensteyn says she celebrated when Sweden eliminated USA from the #FIFAWWC.— SuperSport Football (@SSFootball) August 10, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Bandaríska liðið hefur unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla og töluðu leikmenn liðsins um það fyrir mót að vinna þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. Þótti sumum eins og þær töldu sig eiga greiða leið í úrslitaleikinn. Hrokinn fór í taugum á mörgum og þar á meðal þeim hollensku. The first moment when I heard that they were out, I was just thinking: Yes! Bye! Netherlands star Lineth Beerensteyn told reporters https://t.co/9QlsGWsDW1— CNN International (@cnni) August 10, 2023 Bandaríska liðið endaði síðan á að detta út fyrir Svíþjóð í sextán liða úrslitum keppninnar og er því ekki meðal átta bestu þjóðanna á þessu heimsmeistaramóti. Fyrstu veikleikamerkin sáust í 1-1 jafntefli á móti Hollandi í riðlakeppninni. Beerensteyn segist hafa fagnað vel þegar Bandaríkin duttu út. „Já! Bless!“ voru viðbrögð hennar við tíðindunum en hún ræddi málin á blaðamannafundi fyrir leik Hollands í átta liða úrslitum. Beerensteyn er liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Juventus. „Ég lít svo á að þú þurfir að sýna eitthvað inn á vellinum áður en þú ferð að nota stór orð og sýna slíkan hroka. Ég ætla ekki að vera ókurteis með því að segja þetta og ég ber enn mikla virðingu fyrir þeim,“ sagði Lineth Beerensteyn. „Þær eru dottnar úr leik á þessu móti og það er léttir fyrir mig. Þær þurfa að taka þá staðreynd með sér inn í framtíðina,“ sagði Beerensteyn. „Ekki fara að tala um eitthvað sem er langt í burtu,“ sagði Beerensteyn og vísaði til úrslitaleiksins. „Ég vona að þær læri af þessu.“ Holland mætir Spáni í átta liða úrslitunum í nótt. Lineth Beerensteyn says she celebrated when Sweden eliminated USA from the #FIFAWWC.— SuperSport Football (@SSFootball) August 10, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira