Bæjarstjóri og ráðherra deila um ábyrgð á flóttafólki Helena Rós Sturludóttir skrifar 13. ágúst 2023 21:56 Guðmundur Ingi og Rósa Guðbjartsdóttir eru ósammála um hvar ábyrgðin liggi. vísir Félagsmálaráðherra segir það undir sveitarfélögunum komið hvort þau veiti þjónustusviptum hælisleitendum þjónustu eða ekki. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ábyrgðinni til ráðherrans. Bærinn muni ekki grípa hópinn. Mikið hefur verið fjallað um útlendingamál eftir að hópur fólks var þjónustusviptur í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar. Greint hefur verið frá því að hælisleitendur búi ýmist í kúlutjöldum í Öskjuhlíð eða í gjótu rétt fyrir utan Reykjavík. Þjónustan sé í boði Félagsmálaráðherra segir að þeim sem fá endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd bjóðist að vinna með stjórnvöldum að því að fara af landi brott. „Og ef þau vinna með stjórnvöldum þá fá þau þjónustu áfram. Þannig þjónustan er vissulega í boði fyrir fólk,“ segir Guðmundur Ingi. Þau sem ekki vinni með stjórnvöldum þurfi að fara út úr þjónustuhúsnæði eftir þrjátíu daga. Guðmundur segir þann hóp geta sótt um félagsaðstoð sveitarfélaga, en það sé sveitarfélagana að meta hvort þau veiti slíka aðstoð eða ekki. Félagsaðstoð sveitarfélaga „Ég hef bent á þessa leið fyrir fólk að sækja um félagsaðstoð sveitarfélaga og ef sveitarfélögin taka þá ákvörðun að veita fólki þessa félagsaðstoð þá lendir fólk ekki á götunni, það er alveg ljóst og er þá ekki í hópi heimilislausra,“ segir Guðmundur Ingi jafnframt. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sagði í hádegisfréttum RÚV að stjórnvöld hafi ekki verði í sambandi við Reykjavíkurborg um málið og að blað sé brotið í sögu Íslendinga ef hælisleitendur eigi að bætast í hóp heimilislausra og vera þannig á ábyrgð sveitarfélaganna. Guðmundur Ingi segir ábyrgðina bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Ósammála ráðherra „Þannig er það í þessum málaflokki í heild sinni, sveitarfélögin bera ábyrgð á félagsþjónustunni og félagsaðstoð. Það er þeirra lögbundna hlutverk,“ segir Guðmundur Ingi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er ekki sammála ráðherra og segir ábyrgðina liggja hjá félagsmálaráðuneytinu og Vinnumálastofnun. „Ég vísa því alveg á bug að það sé sveitarfélaganna að taka upp þjónustu. Við getum ekki verið að grípa inn í hjá fólki eða hópi fólks sem engar reglur eða lög eru til um. Ég veit ekki alveg til hvers ráðherran er að vísa til,“ segir Rósa. Fólk með lögheimili í sveitarfélaginu fái félagslega þjónustu. Hafnarfjarðarbær hyggist ekki veita hælisleitendum sem hafi verið þjónustusviptir þjónustu. Álagið sé nógu mikið fyrir vegna málaflokksins í heild sinni. Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum. 13. ágúst 2023 12:10 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um útlendingamál eftir að hópur fólks var þjónustusviptur í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar. Greint hefur verið frá því að hælisleitendur búi ýmist í kúlutjöldum í Öskjuhlíð eða í gjótu rétt fyrir utan Reykjavík. Þjónustan sé í boði Félagsmálaráðherra segir að þeim sem fá endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd bjóðist að vinna með stjórnvöldum að því að fara af landi brott. „Og ef þau vinna með stjórnvöldum þá fá þau þjónustu áfram. Þannig þjónustan er vissulega í boði fyrir fólk,“ segir Guðmundur Ingi. Þau sem ekki vinni með stjórnvöldum þurfi að fara út úr þjónustuhúsnæði eftir þrjátíu daga. Guðmundur segir þann hóp geta sótt um félagsaðstoð sveitarfélaga, en það sé sveitarfélagana að meta hvort þau veiti slíka aðstoð eða ekki. Félagsaðstoð sveitarfélaga „Ég hef bent á þessa leið fyrir fólk að sækja um félagsaðstoð sveitarfélaga og ef sveitarfélögin taka þá ákvörðun að veita fólki þessa félagsaðstoð þá lendir fólk ekki á götunni, það er alveg ljóst og er þá ekki í hópi heimilislausra,“ segir Guðmundur Ingi jafnframt. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sagði í hádegisfréttum RÚV að stjórnvöld hafi ekki verði í sambandi við Reykjavíkurborg um málið og að blað sé brotið í sögu Íslendinga ef hælisleitendur eigi að bætast í hóp heimilislausra og vera þannig á ábyrgð sveitarfélaganna. Guðmundur Ingi segir ábyrgðina bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Ósammála ráðherra „Þannig er það í þessum málaflokki í heild sinni, sveitarfélögin bera ábyrgð á félagsþjónustunni og félagsaðstoð. Það er þeirra lögbundna hlutverk,“ segir Guðmundur Ingi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er ekki sammála ráðherra og segir ábyrgðina liggja hjá félagsmálaráðuneytinu og Vinnumálastofnun. „Ég vísa því alveg á bug að það sé sveitarfélaganna að taka upp þjónustu. Við getum ekki verið að grípa inn í hjá fólki eða hópi fólks sem engar reglur eða lög eru til um. Ég veit ekki alveg til hvers ráðherran er að vísa til,“ segir Rósa. Fólk með lögheimili í sveitarfélaginu fái félagslega þjónustu. Hafnarfjarðarbær hyggist ekki veita hælisleitendum sem hafi verið þjónustusviptir þjónustu. Álagið sé nógu mikið fyrir vegna málaflokksins í heild sinni.
Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum. 13. ágúst 2023 12:10 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
„Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13
Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19
Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum. 13. ágúst 2023 12:10