Enginn túlkur laus og enginn greiðsla fyrir sjálfstætt starfandi túlk! Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 14. ágúst 2023 15:30 Hér er í stuttu máli innsýn í daglegt líf þegar ég þarf á táknmálstúlkun að halda við félagslegar aðstæður. Eitt lítið dæmi sem sýnir þá þröskulda sem við táknmálsfólk / döff þurfum að kljást við, stundum næstum daglega, jafnvel vikulega og stundum bara einhvern tímann á árinu. En þessum tilfellum fækkar þegar við nennum ekki lengur að eiga við þetta og setjum okkur í þá stöðu að vera ekkert að trufla þetta kerfi sem ekki skilur okkar félagslegu þarfir nema að setja okkur í biðstöðu en það er efni í aðra grein. Það sem ég vil segja frá hér að fyrir nokkrum vikum kom upp sú staða með lækni mínum og fótaaðgerðarfræðingi innkirtladeildar LSH að nú yrði ég að fara í göngugreiningu og fá innlegg eða jafnvel sérsmíðaða skó. Saga mín og beina minna er sú að þau brotna eða brákast þegar ég dett og það skerðir lífsgæði mín. Sjúkratryggingar Íslands hafa samþykkt að tillögu læknis og fótasérfræðings ríkisins að greiða fyrir innleggið/skóna. Ég veit líka að ég er ekki sú fyrsta að fá þessa afgreiðslu frá SÍ og þar sem öllu er fylgt eftir í hvívetna með mikilvægu regluverki til að viðhalda lífsgæðum skjólstæðinga SÍ, sem ég er ein af. Með samþykkt SÍ pantaði ég tíma í Stoð sem sérhæfir sig í stoðtækjasmíði og er á lista SÍ sem ég má leita til, ég fékk tíma 15. ágúst kl. 14. Þar sem ég er heyrnarlaus og ég þarf því táknmálstúlk í viðtalið þá pantaði ég mér túlk hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra/SHH sem er ríkisstofnun. Því miður vill svo til þrátt fyrir 10 daga fyrirvara að SHH túlkaþjónusta á ekki lausan túlk á þessum tíma. Þannig að ég snéri mér til Tal & túlkun þar sem eru sjálfstætt starfandi táknmálstúlkar. Tal & túlkun getur fengið greitt á fyrir túlkun á heilbrigðissviði, það var frágengið fyrir um 3 árum síðan og hefur gengið eins og á að vera. En allar svona beiðnir þurfa að fá samþykki áður en lagt er í verkefnið og reikningur gerður. Og til að gera langa sögu stutta þá hafnaði SÍ að greiða fyrir túlkinn, sem sagt ekki verkefni á heilbrigðissviði heldur félagslegu. Svona eins og ég ætli nú bara að fara í spjalltíma við stoðtækjafræðinginn, sem er alls ekki. Heldur er þetta viðtal tengt lífnauðsynlegum þætti á líkamlegu og heilsufars lífi mínu og lífsgæðum. Þannig að ég fer víst án táknmálstúlks í tímann á morgun í boði SHH og SÍ. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona gerist í daglegu lífi táknmálsfólks / döff. Þrátt fyrir að við táknmálsfólk erum öll af vilja gerð að leiðbeina ríkinu í okkar þá hefur ekki enn í dag gerst neinn skapaður hlutur til að leysa þetta. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá átta ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Sjá meira
Hér er í stuttu máli innsýn í daglegt líf þegar ég þarf á táknmálstúlkun að halda við félagslegar aðstæður. Eitt lítið dæmi sem sýnir þá þröskulda sem við táknmálsfólk / döff þurfum að kljást við, stundum næstum daglega, jafnvel vikulega og stundum bara einhvern tímann á árinu. En þessum tilfellum fækkar þegar við nennum ekki lengur að eiga við þetta og setjum okkur í þá stöðu að vera ekkert að trufla þetta kerfi sem ekki skilur okkar félagslegu þarfir nema að setja okkur í biðstöðu en það er efni í aðra grein. Það sem ég vil segja frá hér að fyrir nokkrum vikum kom upp sú staða með lækni mínum og fótaaðgerðarfræðingi innkirtladeildar LSH að nú yrði ég að fara í göngugreiningu og fá innlegg eða jafnvel sérsmíðaða skó. Saga mín og beina minna er sú að þau brotna eða brákast þegar ég dett og það skerðir lífsgæði mín. Sjúkratryggingar Íslands hafa samþykkt að tillögu læknis og fótasérfræðings ríkisins að greiða fyrir innleggið/skóna. Ég veit líka að ég er ekki sú fyrsta að fá þessa afgreiðslu frá SÍ og þar sem öllu er fylgt eftir í hvívetna með mikilvægu regluverki til að viðhalda lífsgæðum skjólstæðinga SÍ, sem ég er ein af. Með samþykkt SÍ pantaði ég tíma í Stoð sem sérhæfir sig í stoðtækjasmíði og er á lista SÍ sem ég má leita til, ég fékk tíma 15. ágúst kl. 14. Þar sem ég er heyrnarlaus og ég þarf því táknmálstúlk í viðtalið þá pantaði ég mér túlk hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra/SHH sem er ríkisstofnun. Því miður vill svo til þrátt fyrir 10 daga fyrirvara að SHH túlkaþjónusta á ekki lausan túlk á þessum tíma. Þannig að ég snéri mér til Tal & túlkun þar sem eru sjálfstætt starfandi táknmálstúlkar. Tal & túlkun getur fengið greitt á fyrir túlkun á heilbrigðissviði, það var frágengið fyrir um 3 árum síðan og hefur gengið eins og á að vera. En allar svona beiðnir þurfa að fá samþykki áður en lagt er í verkefnið og reikningur gerður. Og til að gera langa sögu stutta þá hafnaði SÍ að greiða fyrir túlkinn, sem sagt ekki verkefni á heilbrigðissviði heldur félagslegu. Svona eins og ég ætli nú bara að fara í spjalltíma við stoðtækjafræðinginn, sem er alls ekki. Heldur er þetta viðtal tengt lífnauðsynlegum þætti á líkamlegu og heilsufars lífi mínu og lífsgæðum. Þannig að ég fer víst án táknmálstúlks í tímann á morgun í boði SHH og SÍ. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona gerist í daglegu lífi táknmálsfólks / döff. Þrátt fyrir að við táknmálsfólk erum öll af vilja gerð að leiðbeina ríkinu í okkar þá hefur ekki enn í dag gerst neinn skapaður hlutur til að leysa þetta. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá átta ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun