Emil leggur skóna á hilluna og gerist umboðsmaður Stefán Árni Pálsson skrifar 14. ágúst 2023 19:00 Emill á að baki einstaklega farsælan feril sem atvinnumaður í knattspyrnu. Hann er nú hættur að spila en hvergi nærri hættur afskiptum af knattspyrnu. vísir/arnar Knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann er aftur á móti ekki búinn að slíta sig alfarið frá boltanum og ætlar sér að gerast umboðsmaður. Emil lék síðustu tvo tímabil með Virtus Verona en árið 2005 fór hann fyrst út í atvinnumennsku frá FH og samdi við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham. Fljótlega lá leiðin til Ítalíu þar sem hann var í sextán ár. Á Ítalíu lék Emil með sex liðum og lengst af hjá Hellas Verona þar sem hann fór með liðinu úr ítölsku C-deildinni upp í Seríu A. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera í hausnum á mér lengi en það er gott að geta tekið þessa ákvörðun á mínum eigin forsendum,“ segir Emil í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Mér líður mjög vel með þessa ákvörðun þótt þetta sé auðvitað svolítið erfitt þar sem þetta er það eina sem ég er búinn að vera gera síðan ég var sex ára og nánast þannig.“ Eins og áður segir ætlar Emil ekki að slíta sig frá boltanum. Þrautseigja lykillinn „Ég er bara búinn að ákveða það að færa mig yfir í umboðsmennsku, eitthvað sem er búið að blunda í mér mjög lengi. Ég mun taka FIFA umboðsmannaprófið í september og hef mjög mikinn áhuga á því að vinna með ungum strákum og hjálpa þeim að taka réttu skrefin á þeirra ferli og vera svolítið góður stuðningur fyrir þér. Ég hef ákveðna sýn varðandi það. Mig langar að hjálpa þeim að eiga sinn besta mögulega feril,“ segir Emil og bætir við að einnig vilji hann vinna með knattspyrnukonum. Hann segir að þolinmæði og þrautseigja sé lykillinn að því að verða farsæll atvinnumaður. Sjálfur vill hann vera með færri leikmenn en fleiri sem umboðsmaður til að geta einbeitt sér vel að hverjum og einum. „Ég hef orðið mjög góð tengsl. Ég hef spilað aðeins á Englandi, Skandinavíu og svo auðvitað í 16 ár á Ítalíu. Það er mjög mikilvægt að vera með þessa reynslu og tengsl. Ég hef spilað með mörgum ungum leikmönnum og hef haft mjög gaman af því að hjálpa þeim að verða betri. Ég spilaði með Jorginho þegar hann var átján ára og mér fannst gaman að pússa honum inn í liðið. Við vorum herbergisfélagar og hann varð síðan hörkuleikmaður sem var nú ekki mér að þakka en ég hafði gaman af því að hjálpa þessum ungu leikmönnum.“ Klippa: Emil Hallfreðs leggur skóna á hilluna Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Emil lék síðustu tvo tímabil með Virtus Verona en árið 2005 fór hann fyrst út í atvinnumennsku frá FH og samdi við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham. Fljótlega lá leiðin til Ítalíu þar sem hann var í sextán ár. Á Ítalíu lék Emil með sex liðum og lengst af hjá Hellas Verona þar sem hann fór með liðinu úr ítölsku C-deildinni upp í Seríu A. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera í hausnum á mér lengi en það er gott að geta tekið þessa ákvörðun á mínum eigin forsendum,“ segir Emil í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Mér líður mjög vel með þessa ákvörðun þótt þetta sé auðvitað svolítið erfitt þar sem þetta er það eina sem ég er búinn að vera gera síðan ég var sex ára og nánast þannig.“ Eins og áður segir ætlar Emil ekki að slíta sig frá boltanum. Þrautseigja lykillinn „Ég er bara búinn að ákveða það að færa mig yfir í umboðsmennsku, eitthvað sem er búið að blunda í mér mjög lengi. Ég mun taka FIFA umboðsmannaprófið í september og hef mjög mikinn áhuga á því að vinna með ungum strákum og hjálpa þeim að taka réttu skrefin á þeirra ferli og vera svolítið góður stuðningur fyrir þér. Ég hef ákveðna sýn varðandi það. Mig langar að hjálpa þeim að eiga sinn besta mögulega feril,“ segir Emil og bætir við að einnig vilji hann vinna með knattspyrnukonum. Hann segir að þolinmæði og þrautseigja sé lykillinn að því að verða farsæll atvinnumaður. Sjálfur vill hann vera með færri leikmenn en fleiri sem umboðsmaður til að geta einbeitt sér vel að hverjum og einum. „Ég hef orðið mjög góð tengsl. Ég hef spilað aðeins á Englandi, Skandinavíu og svo auðvitað í 16 ár á Ítalíu. Það er mjög mikilvægt að vera með þessa reynslu og tengsl. Ég hef spilað með mörgum ungum leikmönnum og hef haft mjög gaman af því að hjálpa þeim að verða betri. Ég spilaði með Jorginho þegar hann var átján ára og mér fannst gaman að pússa honum inn í liðið. Við vorum herbergisfélagar og hann varð síðan hörkuleikmaður sem var nú ekki mér að þakka en ég hafði gaman af því að hjálpa þessum ungu leikmönnum.“ Klippa: Emil Hallfreðs leggur skóna á hilluna
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira