Forhúðaraðgerðin skilaði mikilli aukningu í lífsgæðum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2023 21:35 Hafliði Pétursson ljóðskáld segir lífsgæðaaukninguna vegna aðgerðarinnar hafa verið gífurlega. Vísir/Einar Þrítugur karlmaður sem beið í sextán ár með að fara í aðgerð vegna of þröngrar forhúðar, segir aðgerðina hafa skilað honum mikilli aukningu í lífsgæðum. Hann hvetur alla sem gruna sig glíma við vandamálið að kíkja til læknis. Flestar fræðigreinar eru sammála um það að í kringum eitt prósent karlmanna glími við sjúkdóminn Phimosis eða of þrönga forhúð. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að forhúð karla dregst ekki til baka af kónginum og getur hann meðal annars valdið sársauka við þvaglát og erfiðleikum við að stunda kynlíf. Fyrr í sumar steig Hafliði Pétursson fram í Heimildinni og lýsti því hvernig hann var sextán ára þegar hann tók fyrst eftir því að hann glímdi við þetta vandamál. Beið hann hins vegar í fimmtán ár með að gera eitthvað í því. Hafliði segir að þrátt fyrir að forhúðin hafi valdið honum óþægindum í kynlífi og þegar hann pissaði hafi hann beðið allt of lengi með að láta kíkja á typpið á sér. Eftir að hafa notast við vef Heilsuveru í gríð og erg á Covid-tímum ákvað hann að nýta síðuna enn betur. „Svo var ég á henni og hugsa „Æj, ég bóka bara tíma hjá heimilislækni.“ Þetta var búið að vera í hausnum í fimmtán ár, svo ég veit ekki. Kýldi bara á þetta,“ segir Hafliði. Steikt, en þess virði Hann beið í tvo mánuði eftir tíma hjá heimilislækni sem sendir hann síðan áfram til þvagskurðlæknis. Þar var ákveðið að hann færi í aðgerð. „Þetta er það steiktasta í heimi. Hjúkkan kemur og fer með mig í herbergi. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera og hún sagði mér að klæða mig úr og fara í slopp. Svo byrjar þetta bara. Hann er að spjalla við mig læknirinn, þetta er eins og að vera hjá tannlækni,“ segir Hafliði. Ekki allir sem eru með of þrönga forhúð þurfa að fara í aðgerð heldur nægir stundum að fá sterakrem eða önnur krem sem víkka forhúðina. Hafliði segir lífsgæðin hafa batnað verulega eftir að hafa farið í aðgerðina og hvetur alla þá sem telja sig vera með of þrönga forhúð að fara til læknis og láta kíkja á hana. „Það er þægilegra að þrífa typpið, þægilegra að pissa. Svo bara hætti ég að pæla í alls konar hlutum. Það var bara þægilegra. Ef þú hefur labbað vitlaust alla ævi, en labbar svo allt í einu rétt. Þá bara manstu ekki hvað var verra. Þetta verður allt þægilegra,“ segir Hafliði. Heilsa Kynlíf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Flestar fræðigreinar eru sammála um það að í kringum eitt prósent karlmanna glími við sjúkdóminn Phimosis eða of þrönga forhúð. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að forhúð karla dregst ekki til baka af kónginum og getur hann meðal annars valdið sársauka við þvaglát og erfiðleikum við að stunda kynlíf. Fyrr í sumar steig Hafliði Pétursson fram í Heimildinni og lýsti því hvernig hann var sextán ára þegar hann tók fyrst eftir því að hann glímdi við þetta vandamál. Beið hann hins vegar í fimmtán ár með að gera eitthvað í því. Hafliði segir að þrátt fyrir að forhúðin hafi valdið honum óþægindum í kynlífi og þegar hann pissaði hafi hann beðið allt of lengi með að láta kíkja á typpið á sér. Eftir að hafa notast við vef Heilsuveru í gríð og erg á Covid-tímum ákvað hann að nýta síðuna enn betur. „Svo var ég á henni og hugsa „Æj, ég bóka bara tíma hjá heimilislækni.“ Þetta var búið að vera í hausnum í fimmtán ár, svo ég veit ekki. Kýldi bara á þetta,“ segir Hafliði. Steikt, en þess virði Hann beið í tvo mánuði eftir tíma hjá heimilislækni sem sendir hann síðan áfram til þvagskurðlæknis. Þar var ákveðið að hann færi í aðgerð. „Þetta er það steiktasta í heimi. Hjúkkan kemur og fer með mig í herbergi. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera og hún sagði mér að klæða mig úr og fara í slopp. Svo byrjar þetta bara. Hann er að spjalla við mig læknirinn, þetta er eins og að vera hjá tannlækni,“ segir Hafliði. Ekki allir sem eru með of þrönga forhúð þurfa að fara í aðgerð heldur nægir stundum að fá sterakrem eða önnur krem sem víkka forhúðina. Hafliði segir lífsgæðin hafa batnað verulega eftir að hafa farið í aðgerðina og hvetur alla þá sem telja sig vera með of þrönga forhúð að fara til læknis og láta kíkja á hana. „Það er þægilegra að þrífa typpið, þægilegra að pissa. Svo bara hætti ég að pæla í alls konar hlutum. Það var bara þægilegra. Ef þú hefur labbað vitlaust alla ævi, en labbar svo allt í einu rétt. Þá bara manstu ekki hvað var verra. Þetta verður allt þægilegra,“ segir Hafliði.
Heilsa Kynlíf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira