Mikið þarf að gerast á undan Torfajökulsgosi Kristinn Haukur Guðnason og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 16. ágúst 2023 21:58 Magnús Tumi segir að búast megi við litlu gosi í Öskju. Arnar Halldórsson Landris mælist nú í Torfajökli vegna líklegrar kvikusöfnunar og grannt er fylgst með Öskju sem talin er vera að undirbúa sig fyrir gos. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir hins vegar ekki búast við gosi í Torfajökli strax og að næsta gos í Öskju verði sennilega ekki jafn stórt og það síðasta. Magnús Tumi bendir á að Torfajökull hafi tekið út svolitla útþenslu fyrir fimm árum síðan. Almennt séð sé eldstöðin frekar róleg og aðeins gosið um tíu til fimmtán sinnum á undanförnum tíu þúsund árum. Magnið sé álíka og Katla eða Grímsvötn framleiði á einni öld. „Þetta gæti verið bara eitthvað lítið og hætt en gæti orðið eitthvað meira,“ segir Magnús Tumi um landrisið í jöklinum. „Ef þetta leiðir til goss þá þarf mjög mikið að gerast á undan til þess að við teljum það líklegt. Flestir svona atburðir leiða ekki til goss. Það eru miklu fleiri atburðir þar sem safnast svolítil kvika en svo deyr það út. Það er ekkert að fara að gjósa á morgun í Torfajökli.“ Magnús Tumi segist ekki útiloka að ágætis gos gæti orðið í Torfajökli á næstunni en almennt séu gosin þar lítil eða meðalstór. „Stærsta gosið þar var svipað og Eyjafjallajökulsgosið fyrir tólf árum,“ segir hann. Askja komin lengra Hann segir Öskju hins vegar komna lengra í ferlinu. Askja hafi verið að þenjast út í tvö ár. „Askja seig í fimmtíu ár og var hálf tóm. Nú er hún að fyllast aftur en er ekki orðin full. Það sem líklegast er að gerist í Öskju er að það verði lítið gos,“ segir Magnús Tumi um stöðuna þar. „Það er ólíklegt að það verði stórt sprengigos. Það gerðist þar fyrir hundrað og fimmtíu árum og við þekkjum ekki nein dæmi um að það komi tvö umtalsverð súr gos úr sömu eldstöðinni með minna en þúsund ára millibili.“ Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Askja Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Magnús Tumi bendir á að Torfajökull hafi tekið út svolitla útþenslu fyrir fimm árum síðan. Almennt séð sé eldstöðin frekar róleg og aðeins gosið um tíu til fimmtán sinnum á undanförnum tíu þúsund árum. Magnið sé álíka og Katla eða Grímsvötn framleiði á einni öld. „Þetta gæti verið bara eitthvað lítið og hætt en gæti orðið eitthvað meira,“ segir Magnús Tumi um landrisið í jöklinum. „Ef þetta leiðir til goss þá þarf mjög mikið að gerast á undan til þess að við teljum það líklegt. Flestir svona atburðir leiða ekki til goss. Það eru miklu fleiri atburðir þar sem safnast svolítil kvika en svo deyr það út. Það er ekkert að fara að gjósa á morgun í Torfajökli.“ Magnús Tumi segist ekki útiloka að ágætis gos gæti orðið í Torfajökli á næstunni en almennt séu gosin þar lítil eða meðalstór. „Stærsta gosið þar var svipað og Eyjafjallajökulsgosið fyrir tólf árum,“ segir hann. Askja komin lengra Hann segir Öskju hins vegar komna lengra í ferlinu. Askja hafi verið að þenjast út í tvö ár. „Askja seig í fimmtíu ár og var hálf tóm. Nú er hún að fyllast aftur en er ekki orðin full. Það sem líklegast er að gerist í Öskju er að það verði lítið gos,“ segir Magnús Tumi um stöðuna þar. „Það er ólíklegt að það verði stórt sprengigos. Það gerðist þar fyrir hundrað og fimmtíu árum og við þekkjum ekki nein dæmi um að það komi tvö umtalsverð súr gos úr sömu eldstöðinni með minna en þúsund ára millibili.“
Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Askja Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira