Finnst stundum eins og Almar lifi og sé á leiðinni heim Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2023 06:45 Ásta hefur tekist á við sorgina með því að halda minningu Almars á lofti. Veröld Ástu Steinu Skúladóttur hrundi í desember 2021 þegar andleg veikindi drógu Almar Yngva Garðarsson, unnusta hennar, til dauða. Henni líður eins og hún hafi týnt sjálfri sér og finnst sem líf hennar hafi staðið í stað síðan Almar lést. Hún segir minningu hans ekki síst lifa í Eiríki Skúla, fjögurra ára syni þeirra, og þau ætla að hlaupa saman til minningar um hann í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. „Ég íhugaði að stinga upp á því að við myndum hittast á öðrum stað en hugsaði svo með mér að þarna hlyti Almar að hafa átt einhvern hlut að máli,“ segir Ásta Steina þegar blaðamaður hitti hana á Hilton Nordica hótelinu þar sem þau Almar felldu hugi saman fyrir ellefu árum þegar þau voru bæði í starfsnámi sem þjónar. Aðeins ári síðar skellti hann sér á skeljarnar og þau keyptu saman íbúð 2016. Þau voru hins vegar ekki gengin í hjónaband þegar Almar lést þannig að það hefur verið á brattann fyrir Ástu að sækja réttindi sín. Almar var metnaðarfullur og tók meðal annars þátt í stofnun og rekstri veitingastaðanna Reykjavík Meat og Sjáland. Bransinn er þó ekki fjölskylduvænn og Ásta segir hann því hafa verið farinn að skoða möguleika á að skipta um starfsvettvang. Almar fór á skeljarnar ári eftir að þau Ásta kynntust. Hrókur alls fagnaðar „Almar var hrókur alls fagnaðar. Ég hef aldrei kynnst eins lifandi manneskju. Hann var alltaf til í allt og mikill partíkall. Hann var með ótrúlega breitt bak og gat alltaf tekið við öllu, sama hvað var sagt við hann, þá tók hann því bara og var fagmaður í vinnunni fram í fingurgóma,“ segir Ásta. „Hann var bara þannig, að hann vann og var ótrúlega duglegur. Það fylgdi þessu ótrúlegt álag og svo kom heimsfaraldurinn ofan í þetta á þessum tíma. Það hafði rosaleg áhrif á heilsu hans og rekstur veitingastaða en þarna gekk reksturinn ekki og samstarfið endar illa. Þá fann hann fyrir höfnunartilfinningu en sýndi það aldrei. Ég finn það bara eftir á að honum hlýtur að hafa fundist eins og hann hafi brugðist okkur. Sem hann auðvitað gerði aldrei.“ Ásta og Almar kynntust á Hótel Nordica þar sem þau voru bæði í starfsnámi. Þau eignuðust Eirík Skúla árið 2019. Hark og andlegt hrun Almar hætti í vinnunni í maí 2021 og þá tók við lausavinna með tilheyrandi harki. Andlegu veikindin þyngdust verulega í framhaldinu og í september fóru þau að leita aðstoðar fyrir hann. Sú leit hafi reynst erfið enda vissu þau ekki nákvæmlega hvert þau ættu að snúa sér og Almar hafi viljað reyna að harka vanlíðanina af sér. „Við Eiríkur Skúli vorum alltaf það sem skipti hann mestu máli og svo hrynur hann og í raun ekkert sem grípur hann. Hann var líka svo stoltur og gat ekki sagt nákvæmlega hvernig honum leið. Hann byrgði það frekar inni og setti hag annarra í forgang. Hann var til í að bjarga öllum áður en hann var til í að bjarga sjálfum sér.“ Ásta segir Almar að endingu hafa fengið aðstoð á geðdeild Landspítalans. Þar hafi hann verið í viku og svo átt að mæta nokkrum sinnum á mánuði eftir það. Það hafi reynst Almari erfitt og segir Ásta að hún hafi engar upplýsingar fengið um gang mála hjá spítalanum. Ein í myrkri „Þetta er í september og svo deyr hann í desember. Á þessu tímabili er aldrei boðið upp á fjölskyldufund. Það var aldrei talað við mig og ég aldrei spurð, hvernig gengi heima? Ég var algjörlega í myrkrinu, fékk ekkert að fylgjast með og aldrei að fylgja Almari inn. Ég fékk aldrei að segja frá en var alltaf að hringja upp á deild. Ég var óþolandi, ég var alltaf að hringja og athuga hvernig gengi hjá Almari.“ Ásta segir að Almar hafi ávallt sett aðra en sjálfan sig í forgang. Þarna hafði Almar glímt við mjög alvarlegt þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Ásta segir hann ekki hafa verið týpuna sem hefði leitað sér aðstoðar eins og Pieta-samtökin bjóða til dæmis upp á. Hann hafi hitt sálfræðing en misst af tímum og þá verið gert að skrá sig að nýju með tilheyrandi bið eftir næsta fundi. „Þannig að þá var hann bara heima. Að bíða, með ekki neitt að gera. Þegar fólk hugsar svona þá er það fast. Hann var örugglega kominn þangað í huganum að við myndum hafa það miklu betra án hans. Hann sagði einhvern tímann við mig að við ættum miklu betra skilið en hann. Ég þverneitaði og sagði honum að ég hefði valið hann. Ég vildi vera með honum.“ Ráðþrota í bakgrunninum Ásta segist þarna hafa upplifað sig algjörlega valda- og áhrifalausa. Hún hafi ekki vitað hvað hún gæti gert og átt að bregðast við, enda oft á huldu nákvæmlega hvernig Almari gengi að reyna að vinna bug á veikindunum. „Þess vegna var ég óþolandi alltaf að hringja upp á geðdeild. Ég var bara að reyna að gera eitthvað. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera. Ég skildi þetta ekki,“ segir Ásta sem kveðst þakklát starfi Sorgarmiðstöðvarinnar, þar sem hún hefur unnið í sorg sinni eftir fráfall Almars. „Þar höfum við rætt svona þunglyndi og hvernig einstaklingar geta falið svona andleg veikindi eins og Almar gerði. Ef hann hefði verið með krabbamein þá hefði ég getað verið við hliðina á honum allan tímann, í öllum læknisheimsóknum. Ég hefði farið með honum upp á deild, við hefðum verið lið, svona teymi. Tekist saman á við að vinna bug á þessu meini. En þarna var þetta bara hann og ég einhvern veginn á bakvið, án þess að vita hvernig ég ætti að umgangast þetta og hjálpa honum? En ekki segja eitthvað sem gæti kannski ýtt honum lengra niður.“ Ásta segir Almar alltaf hafa verið manngerðina sem tók hluti á kassann og haldið lífinu áfram. Óskandi að kerfið væri manneskjulegra Almar og Ásta voru ógift þegar Almar lést þannig að Eiríkur Skúli erfir hlut föður síns í íbúð þeirra með tilheyrandi flækjustigi. Hún segist hafa lent í ýmsum vandræðum við að sækja réttindi sín vegna þessa, þar sem oftar en ekki hafi ekki verið gert ráð fyrir einstaklingi í hennar stöðu innan kerfisins. „Ég var svo týnd og það er enginn sem segir manni til í þessum aðstæðum eða aðstoðar mann. Ég gerði mitt besta til að lesa mér til og reyna að „gúggla“ þetta á meðan maður er náttúrulega bara í einhverri sorgarþoku. Ég passaði auk þess ekki beint í neinn flokk, til dæmis hjá sýslumanni. Ég var ekki eiginkona sem missir eiginmann, af því að ég var bara „sambúðaraðili.“ Ég var svo reið. Ég er ekki sambúðaraðili, ég er maki! Við vorum saman í tíu ár. Ég er konan hans. Við eigum barn saman.“ Ásta segir að hún hafi þannig fengið þau svör að þar sem Eiríkur Skúli væri undir lögaldri væri það á höndum fjölskyldusviðs hjá sýslumanni að svara sumum spurningum hennar um uppgjör dánarbúsins. Það hafi því verið mikil vinna fyrir Ástu að hringja á milli deilda, þar sem henni var oft bent á að hringja í hina deildina frekar. Hjúskaparstaða Almars og Ástu gerðu henni erfitt fyrir að sækja rétt sinn eftir andlát Almars. Þá flækti það málin töluvert að sögn Ástu að sviðin tvö starfa á mismunandi tímum dagsins og með símatíma ýmist fyrir eða eftir hádegi. Það hafi því oft tekið Ástu nokkra daga að fá rétt svar við einni spurningu. Sum mál hafi ýmist einungis verið hægt að fá svör við hjá sviði sýslumanns sem sér um uppgjör dánarbúa eða einungis hjá fjölskyldusviði. „Ég var einhvern veginn alltaf að hringja eitthvert og alltaf grátandi. Að segja að maðurinn minn væri dáinn og að spyrja hvað ég ætti að gera? Ég er bara 28 ára, ég kann þetta ekkert? Þetta eyðublað er óskiljanlegt og ég skil ekki neitt. Mér finnst þetta svo ómannúðlegt kerfi og vildi að það væri haldið betur um einstaklinga í þessari stöðu. Að það sé í boði að einhver mæti bara og segi: Nú förum við yfir þetta, þú gerir svona og sækir um þetta. Þú átt ekki að þurfa að sækja rétt þinn, þér á að vera réttur rétturinn.“ Pabbi passar stjörnurnar Ásta segist hafa tekist á við sorgina með því að tala um Almar og halda minningu hans á lofti, sérstaklega við Eirík Skúla sem Ásta segir að sé lifandi eftirmynd föður síns. Kvöldin þegar Eiríkur er sofnaður segir Ásta að séu erfiðust. „Ég er með einn fjörugan strák þannig að maður er að allan daginn. Svo þegar hann er sofnaður og maður er sestur í sófann, þá hellist einmanaleikinn yfir. Maður er bara einn og getur ekki farið neitt því maður er með barn heima.“ Ásta segist aldrei hafa kynnst eins lifandi manneskju og Almari. Ásta segir sitt bjargráð í sorginni hafa verið að vera dugleg að ræða Almar við Eirík Skúla. Þannig haldi hún minningu hans á lofti. „Ég fór í svona ham, að bjarga honum Eiríki og hugsaði með mér hvernig ég ætti að ala hann sem best upp þannig að þetta skaði hann ekki? Ég vil ekki að þetta sitji í honum, þannig að ég hef alltaf verið mjög opin við hann og hann er ótrúlegur. Þegar Almar dó í desember þá fórum við Eiríkur Skúli oft út í myrkrið og ég hafði sagt honum að pabbi hans væri að passa stjörnurnar. Hann var alltaf að leita og benda mér á pabbastjörnur.“ Ásta segist vera þakklát fyrir að hafa alla tíð verið dugleg að taka myndir. Það sé því nóg af myndum af Almari á heimilinu sem hún og Eiríkur Skúli séu dugleg að skoða saman. „Svo koma upp ótrúlegustu minningar. Síðasta sumar þá tók hann upp svona strá og setti í munninn. Ég hafði aldrei sýnt honum það en hann sagði mér að pabbi sinn gerði þetta alltaf, sem er bara hárrétt. Hann var alltaf með strá í munninum og núna gerir Eiríkur Skúli það líka og segist vera alveg eins og pabbi sinn.“ Almar og Eiríkur Skúli saman á góðri stundu. Hlaupið fyrir Ljónshjarta Ásta segir Eirík enn að átta sig á sorginni og þeirri staðreynd að pabbi hans komi ekki aftur. Hann tali reglulega um það að hann sakni pabba síns og þau ætla að hlaupa saman í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun, ásamt fleirum fjölskyldumeðlimum, í nafni Almars og safna áheitum fyrir Ljónshjarta, samtök til stuðnings fólki sem misst hefur maka og barna sem misst hafa foreldri. „Og á tímabili skildi hann ekki af hverju pabbi gæti ekki bara komið niður og verið með okkur? Hann á náttúrulega langt ferli eftir. Þess vegna er Ljónshjarta með svo mikilvægt starf. Þegar að því kemur getur hann fengið þar aðstoð til þess að vinna úr þessari sorg. Með aldrinum munu kannski eitthvað af minningunum dofna, þannig að ég er alltaf að reyna að halda sem fastast í þær. En manni finnst erfitt að hugsa til þess að hann geti ekki átt nákvæma minningu af pabba sínum. Það væri erfitt að sætta sig við það.“ Stækkar í sorginni sem minnkar aldrei Ásta bendir á að á morgun, 19. ágúst, daginn sem Reykjavíkurmaraþonið fer fram, séu nákvæmlega eitt ár og átta mánuðir síðan Almar lést. Þau Almar hafi alltaf verið sjálfstæð og aldrei beðið neinn um aðstoð. Ásta segir fjölskyldur þeirra hafa verið sér stoð og stytta í missinum. „Ég er enn að læra það að þurfa endalaust að biðja um aðstoð. Þetta er náttúrulega bara ógeðslega langt sorgarferli. Ég held þetta sé ekki verkefni sem þú klárar. Það var einhver sem sagði við mig að sorgin minnki aldrei, en að þú stækkir í kringum hana. Sorgin verður þarna alltaf og maður þarf að læra að lifa með því. Þetta er enn ógeðslega erfitt og það koma erfiðir dagar þar sem maður spyr sig: „Er þetta í alvörunni líf mitt?“ Ásta er dugleg að tala um Almar við Eirík Skúla. Brostnar framtíðarvonir Ásta var nýkomin með nýja vinnu og byrjuð í meistaranámi og hún segir þau Almar hafa verið búin að skipuleggja framtíð sína með tíu ára áætlun. „Svo einhvern veginn þegar eitthvað svona gerist, þá er eins og það sé strokað út. Maður sér ekkert. Tíu ára planið mitt er ekki neitt. Ég get bara séð daginn á morgun, eða í mesta lagi fram á næstu helgi. Sýnin hefur breyst svo mikið af því að maður er einhvern veginn ekki lengur í sama lífi, eins og ég hafi týnt sjálfri mér líka,“ segir Ásta. „Allir í kringum mann eru að halda áfram með líf sitt, á meðan mér líður eins og mitt standi í stað og fari jafnvel tíu ár aftur í tímann. Það er eins og ég sé komin í annað líf, hálf týnd í þessum stóra heimi sem er allt öðruvísi en hann var fyrir áfallið. Það er svo skrítið að hugsa til þess að Almar sé ekki lengur hérna. Ég kemst enn ekki yfir það. Mér líður stundum eins og það sé bara vinnuhelgi og að hann sé alveg að fara að koma heim.“ Ásta segist upplifa að hún sé ekki lengur í sama lífi eftir að Almar dó. Hér má heita á hópinn sem hleypur í minningu Almars og Eirík Skúla og styrkja starfsemi Ljónshjarta. Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl. 8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum. Reykjavíkurmaraþon Ástin og lífið Fjölskyldumál Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
„Ég íhugaði að stinga upp á því að við myndum hittast á öðrum stað en hugsaði svo með mér að þarna hlyti Almar að hafa átt einhvern hlut að máli,“ segir Ásta Steina þegar blaðamaður hitti hana á Hilton Nordica hótelinu þar sem þau Almar felldu hugi saman fyrir ellefu árum þegar þau voru bæði í starfsnámi sem þjónar. Aðeins ári síðar skellti hann sér á skeljarnar og þau keyptu saman íbúð 2016. Þau voru hins vegar ekki gengin í hjónaband þegar Almar lést þannig að það hefur verið á brattann fyrir Ástu að sækja réttindi sín. Almar var metnaðarfullur og tók meðal annars þátt í stofnun og rekstri veitingastaðanna Reykjavík Meat og Sjáland. Bransinn er þó ekki fjölskylduvænn og Ásta segir hann því hafa verið farinn að skoða möguleika á að skipta um starfsvettvang. Almar fór á skeljarnar ári eftir að þau Ásta kynntust. Hrókur alls fagnaðar „Almar var hrókur alls fagnaðar. Ég hef aldrei kynnst eins lifandi manneskju. Hann var alltaf til í allt og mikill partíkall. Hann var með ótrúlega breitt bak og gat alltaf tekið við öllu, sama hvað var sagt við hann, þá tók hann því bara og var fagmaður í vinnunni fram í fingurgóma,“ segir Ásta. „Hann var bara þannig, að hann vann og var ótrúlega duglegur. Það fylgdi þessu ótrúlegt álag og svo kom heimsfaraldurinn ofan í þetta á þessum tíma. Það hafði rosaleg áhrif á heilsu hans og rekstur veitingastaða en þarna gekk reksturinn ekki og samstarfið endar illa. Þá fann hann fyrir höfnunartilfinningu en sýndi það aldrei. Ég finn það bara eftir á að honum hlýtur að hafa fundist eins og hann hafi brugðist okkur. Sem hann auðvitað gerði aldrei.“ Ásta og Almar kynntust á Hótel Nordica þar sem þau voru bæði í starfsnámi. Þau eignuðust Eirík Skúla árið 2019. Hark og andlegt hrun Almar hætti í vinnunni í maí 2021 og þá tók við lausavinna með tilheyrandi harki. Andlegu veikindin þyngdust verulega í framhaldinu og í september fóru þau að leita aðstoðar fyrir hann. Sú leit hafi reynst erfið enda vissu þau ekki nákvæmlega hvert þau ættu að snúa sér og Almar hafi viljað reyna að harka vanlíðanina af sér. „Við Eiríkur Skúli vorum alltaf það sem skipti hann mestu máli og svo hrynur hann og í raun ekkert sem grípur hann. Hann var líka svo stoltur og gat ekki sagt nákvæmlega hvernig honum leið. Hann byrgði það frekar inni og setti hag annarra í forgang. Hann var til í að bjarga öllum áður en hann var til í að bjarga sjálfum sér.“ Ásta segir Almar að endingu hafa fengið aðstoð á geðdeild Landspítalans. Þar hafi hann verið í viku og svo átt að mæta nokkrum sinnum á mánuði eftir það. Það hafi reynst Almari erfitt og segir Ásta að hún hafi engar upplýsingar fengið um gang mála hjá spítalanum. Ein í myrkri „Þetta er í september og svo deyr hann í desember. Á þessu tímabili er aldrei boðið upp á fjölskyldufund. Það var aldrei talað við mig og ég aldrei spurð, hvernig gengi heima? Ég var algjörlega í myrkrinu, fékk ekkert að fylgjast með og aldrei að fylgja Almari inn. Ég fékk aldrei að segja frá en var alltaf að hringja upp á deild. Ég var óþolandi, ég var alltaf að hringja og athuga hvernig gengi hjá Almari.“ Ásta segir að Almar hafi ávallt sett aðra en sjálfan sig í forgang. Þarna hafði Almar glímt við mjög alvarlegt þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Ásta segir hann ekki hafa verið týpuna sem hefði leitað sér aðstoðar eins og Pieta-samtökin bjóða til dæmis upp á. Hann hafi hitt sálfræðing en misst af tímum og þá verið gert að skrá sig að nýju með tilheyrandi bið eftir næsta fundi. „Þannig að þá var hann bara heima. Að bíða, með ekki neitt að gera. Þegar fólk hugsar svona þá er það fast. Hann var örugglega kominn þangað í huganum að við myndum hafa það miklu betra án hans. Hann sagði einhvern tímann við mig að við ættum miklu betra skilið en hann. Ég þverneitaði og sagði honum að ég hefði valið hann. Ég vildi vera með honum.“ Ráðþrota í bakgrunninum Ásta segist þarna hafa upplifað sig algjörlega valda- og áhrifalausa. Hún hafi ekki vitað hvað hún gæti gert og átt að bregðast við, enda oft á huldu nákvæmlega hvernig Almari gengi að reyna að vinna bug á veikindunum. „Þess vegna var ég óþolandi alltaf að hringja upp á geðdeild. Ég var bara að reyna að gera eitthvað. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera. Ég skildi þetta ekki,“ segir Ásta sem kveðst þakklát starfi Sorgarmiðstöðvarinnar, þar sem hún hefur unnið í sorg sinni eftir fráfall Almars. „Þar höfum við rætt svona þunglyndi og hvernig einstaklingar geta falið svona andleg veikindi eins og Almar gerði. Ef hann hefði verið með krabbamein þá hefði ég getað verið við hliðina á honum allan tímann, í öllum læknisheimsóknum. Ég hefði farið með honum upp á deild, við hefðum verið lið, svona teymi. Tekist saman á við að vinna bug á þessu meini. En þarna var þetta bara hann og ég einhvern veginn á bakvið, án þess að vita hvernig ég ætti að umgangast þetta og hjálpa honum? En ekki segja eitthvað sem gæti kannski ýtt honum lengra niður.“ Ásta segir Almar alltaf hafa verið manngerðina sem tók hluti á kassann og haldið lífinu áfram. Óskandi að kerfið væri manneskjulegra Almar og Ásta voru ógift þegar Almar lést þannig að Eiríkur Skúli erfir hlut föður síns í íbúð þeirra með tilheyrandi flækjustigi. Hún segist hafa lent í ýmsum vandræðum við að sækja réttindi sín vegna þessa, þar sem oftar en ekki hafi ekki verið gert ráð fyrir einstaklingi í hennar stöðu innan kerfisins. „Ég var svo týnd og það er enginn sem segir manni til í þessum aðstæðum eða aðstoðar mann. Ég gerði mitt besta til að lesa mér til og reyna að „gúggla“ þetta á meðan maður er náttúrulega bara í einhverri sorgarþoku. Ég passaði auk þess ekki beint í neinn flokk, til dæmis hjá sýslumanni. Ég var ekki eiginkona sem missir eiginmann, af því að ég var bara „sambúðaraðili.“ Ég var svo reið. Ég er ekki sambúðaraðili, ég er maki! Við vorum saman í tíu ár. Ég er konan hans. Við eigum barn saman.“ Ásta segir að hún hafi þannig fengið þau svör að þar sem Eiríkur Skúli væri undir lögaldri væri það á höndum fjölskyldusviðs hjá sýslumanni að svara sumum spurningum hennar um uppgjör dánarbúsins. Það hafi því verið mikil vinna fyrir Ástu að hringja á milli deilda, þar sem henni var oft bent á að hringja í hina deildina frekar. Hjúskaparstaða Almars og Ástu gerðu henni erfitt fyrir að sækja rétt sinn eftir andlát Almars. Þá flækti það málin töluvert að sögn Ástu að sviðin tvö starfa á mismunandi tímum dagsins og með símatíma ýmist fyrir eða eftir hádegi. Það hafi því oft tekið Ástu nokkra daga að fá rétt svar við einni spurningu. Sum mál hafi ýmist einungis verið hægt að fá svör við hjá sviði sýslumanns sem sér um uppgjör dánarbúa eða einungis hjá fjölskyldusviði. „Ég var einhvern veginn alltaf að hringja eitthvert og alltaf grátandi. Að segja að maðurinn minn væri dáinn og að spyrja hvað ég ætti að gera? Ég er bara 28 ára, ég kann þetta ekkert? Þetta eyðublað er óskiljanlegt og ég skil ekki neitt. Mér finnst þetta svo ómannúðlegt kerfi og vildi að það væri haldið betur um einstaklinga í þessari stöðu. Að það sé í boði að einhver mæti bara og segi: Nú förum við yfir þetta, þú gerir svona og sækir um þetta. Þú átt ekki að þurfa að sækja rétt þinn, þér á að vera réttur rétturinn.“ Pabbi passar stjörnurnar Ásta segist hafa tekist á við sorgina með því að tala um Almar og halda minningu hans á lofti, sérstaklega við Eirík Skúla sem Ásta segir að sé lifandi eftirmynd föður síns. Kvöldin þegar Eiríkur er sofnaður segir Ásta að séu erfiðust. „Ég er með einn fjörugan strák þannig að maður er að allan daginn. Svo þegar hann er sofnaður og maður er sestur í sófann, þá hellist einmanaleikinn yfir. Maður er bara einn og getur ekki farið neitt því maður er með barn heima.“ Ásta segist aldrei hafa kynnst eins lifandi manneskju og Almari. Ásta segir sitt bjargráð í sorginni hafa verið að vera dugleg að ræða Almar við Eirík Skúla. Þannig haldi hún minningu hans á lofti. „Ég fór í svona ham, að bjarga honum Eiríki og hugsaði með mér hvernig ég ætti að ala hann sem best upp þannig að þetta skaði hann ekki? Ég vil ekki að þetta sitji í honum, þannig að ég hef alltaf verið mjög opin við hann og hann er ótrúlegur. Þegar Almar dó í desember þá fórum við Eiríkur Skúli oft út í myrkrið og ég hafði sagt honum að pabbi hans væri að passa stjörnurnar. Hann var alltaf að leita og benda mér á pabbastjörnur.“ Ásta segist vera þakklát fyrir að hafa alla tíð verið dugleg að taka myndir. Það sé því nóg af myndum af Almari á heimilinu sem hún og Eiríkur Skúli séu dugleg að skoða saman. „Svo koma upp ótrúlegustu minningar. Síðasta sumar þá tók hann upp svona strá og setti í munninn. Ég hafði aldrei sýnt honum það en hann sagði mér að pabbi sinn gerði þetta alltaf, sem er bara hárrétt. Hann var alltaf með strá í munninum og núna gerir Eiríkur Skúli það líka og segist vera alveg eins og pabbi sinn.“ Almar og Eiríkur Skúli saman á góðri stundu. Hlaupið fyrir Ljónshjarta Ásta segir Eirík enn að átta sig á sorginni og þeirri staðreynd að pabbi hans komi ekki aftur. Hann tali reglulega um það að hann sakni pabba síns og þau ætla að hlaupa saman í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun, ásamt fleirum fjölskyldumeðlimum, í nafni Almars og safna áheitum fyrir Ljónshjarta, samtök til stuðnings fólki sem misst hefur maka og barna sem misst hafa foreldri. „Og á tímabili skildi hann ekki af hverju pabbi gæti ekki bara komið niður og verið með okkur? Hann á náttúrulega langt ferli eftir. Þess vegna er Ljónshjarta með svo mikilvægt starf. Þegar að því kemur getur hann fengið þar aðstoð til þess að vinna úr þessari sorg. Með aldrinum munu kannski eitthvað af minningunum dofna, þannig að ég er alltaf að reyna að halda sem fastast í þær. En manni finnst erfitt að hugsa til þess að hann geti ekki átt nákvæma minningu af pabba sínum. Það væri erfitt að sætta sig við það.“ Stækkar í sorginni sem minnkar aldrei Ásta bendir á að á morgun, 19. ágúst, daginn sem Reykjavíkurmaraþonið fer fram, séu nákvæmlega eitt ár og átta mánuðir síðan Almar lést. Þau Almar hafi alltaf verið sjálfstæð og aldrei beðið neinn um aðstoð. Ásta segir fjölskyldur þeirra hafa verið sér stoð og stytta í missinum. „Ég er enn að læra það að þurfa endalaust að biðja um aðstoð. Þetta er náttúrulega bara ógeðslega langt sorgarferli. Ég held þetta sé ekki verkefni sem þú klárar. Það var einhver sem sagði við mig að sorgin minnki aldrei, en að þú stækkir í kringum hana. Sorgin verður þarna alltaf og maður þarf að læra að lifa með því. Þetta er enn ógeðslega erfitt og það koma erfiðir dagar þar sem maður spyr sig: „Er þetta í alvörunni líf mitt?“ Ásta er dugleg að tala um Almar við Eirík Skúla. Brostnar framtíðarvonir Ásta var nýkomin með nýja vinnu og byrjuð í meistaranámi og hún segir þau Almar hafa verið búin að skipuleggja framtíð sína með tíu ára áætlun. „Svo einhvern veginn þegar eitthvað svona gerist, þá er eins og það sé strokað út. Maður sér ekkert. Tíu ára planið mitt er ekki neitt. Ég get bara séð daginn á morgun, eða í mesta lagi fram á næstu helgi. Sýnin hefur breyst svo mikið af því að maður er einhvern veginn ekki lengur í sama lífi, eins og ég hafi týnt sjálfri mér líka,“ segir Ásta. „Allir í kringum mann eru að halda áfram með líf sitt, á meðan mér líður eins og mitt standi í stað og fari jafnvel tíu ár aftur í tímann. Það er eins og ég sé komin í annað líf, hálf týnd í þessum stóra heimi sem er allt öðruvísi en hann var fyrir áfallið. Það er svo skrítið að hugsa til þess að Almar sé ekki lengur hérna. Ég kemst enn ekki yfir það. Mér líður stundum eins og það sé bara vinnuhelgi og að hann sé alveg að fara að koma heim.“ Ásta segist upplifa að hún sé ekki lengur í sama lífi eftir að Almar dó. Hér má heita á hópinn sem hleypur í minningu Almars og Eirík Skúla og styrkja starfsemi Ljónshjarta. Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl. 8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.
Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl. 8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.
Reykjavíkurmaraþon Ástin og lífið Fjölskyldumál Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira