Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. ágúst 2023 18:23 Þröstur segir að Skógræktin muni gera eindregna tillögu um að aðrar trjáplöntur verði gróðursettar í staðinn fyrir hávaxin tré. Magnús Hlynur Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. „Við myndum leggja til mótvægisaðgerðir. Að gerð yrði áætlun um að gróðursett yrðu lágvaxnari tegundir í staðinn,“ segir Þröstur. Ef fella á tré á meira en hálfum hektara lands þarf Skógræktin að gefa leyfi. Aðspurður um hvort að Skógræktin myndi gera þetta að kröfu jánkar Þröstur því. Það er að segja að Skógræktin myndi gera þetta að „eindreginni tillögu.“ Borgarbúar vilji skóg í Öskjuhlíð Eins og fram kom í dag hefur ISAVIA krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíðinni verði felld vegna flugöryggissjónarmiða. Þetta eru elstu og hæstu trén sem standa á suðvestur hluta hlíðarinnar. Reykjavíkurborg hefur þegar grisjað vel á annað hundrað tré en er treg til að fella svo mörg til viðbótar. „Trén skapa skjól og trén skapa umhverfi fyrir fólk. Íbúar Reykjavíkurborgar vilja hafa þetta svæði sem útivistarsvæði. Ef stór hluti trjánna yrði felldur í einu myndi svæðið líta út eins og rjúkandi rúst,“ segir Þröstur. Hann segir að verðmæti trjánna í Öskjuhlíðinni séu fyrst og fremst fólgin í útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Vissulega sé einnig kolefnisbinding í þeim en það sé þó ekki stóra málið í þessu samhengi. Svæðið sé ekki það stórt. Reynir og fura í staðinn Þröstur segir að Skógræktin muni gefa ráð og álit ef eftir því verði leitað. Hann telur ekki rétt að ganga lengra en þurfi gagnvart skóginum í Öskjuhlíð og segir gott að Reykjavíkurborg sé treg til að fella trén. Hins vegar segist hann skilja vel að það þurfi að fást við öryggisatriði þegar komi að flugi. „Ég geri ráð fyrir að mestu vandamálin séu vegna sitkagrenis og kannski Alaska-aspar. Það eru þær tegundir sem verða hæstar. Það er fullt af trjátegundum sem verða ekki svona há,“ segir Þröstur. Nefnir hann til dæmis birki og ýmsar tegundir af reynivið og furu. „Það er allt mögulegt til til að búa til fjölbreyttan útivistarskóg. En þá þarf einhver að gróðursetja hann,“ segir Þröstur. Ekki sé rétt að fella allt saman í einu heldur fella hluta og gróðursetja í eyðurnar. Svo, einhverjum árum seinna, fella annan hluta og gróðursetja þar og svo koll af kolli. Gera þurfi áætlun til langrar framtíðar um skóglendið í Öskjuhlíð. Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Tré Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Við myndum leggja til mótvægisaðgerðir. Að gerð yrði áætlun um að gróðursett yrðu lágvaxnari tegundir í staðinn,“ segir Þröstur. Ef fella á tré á meira en hálfum hektara lands þarf Skógræktin að gefa leyfi. Aðspurður um hvort að Skógræktin myndi gera þetta að kröfu jánkar Þröstur því. Það er að segja að Skógræktin myndi gera þetta að „eindreginni tillögu.“ Borgarbúar vilji skóg í Öskjuhlíð Eins og fram kom í dag hefur ISAVIA krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíðinni verði felld vegna flugöryggissjónarmiða. Þetta eru elstu og hæstu trén sem standa á suðvestur hluta hlíðarinnar. Reykjavíkurborg hefur þegar grisjað vel á annað hundrað tré en er treg til að fella svo mörg til viðbótar. „Trén skapa skjól og trén skapa umhverfi fyrir fólk. Íbúar Reykjavíkurborgar vilja hafa þetta svæði sem útivistarsvæði. Ef stór hluti trjánna yrði felldur í einu myndi svæðið líta út eins og rjúkandi rúst,“ segir Þröstur. Hann segir að verðmæti trjánna í Öskjuhlíðinni séu fyrst og fremst fólgin í útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Vissulega sé einnig kolefnisbinding í þeim en það sé þó ekki stóra málið í þessu samhengi. Svæðið sé ekki það stórt. Reynir og fura í staðinn Þröstur segir að Skógræktin muni gefa ráð og álit ef eftir því verði leitað. Hann telur ekki rétt að ganga lengra en þurfi gagnvart skóginum í Öskjuhlíð og segir gott að Reykjavíkurborg sé treg til að fella trén. Hins vegar segist hann skilja vel að það þurfi að fást við öryggisatriði þegar komi að flugi. „Ég geri ráð fyrir að mestu vandamálin séu vegna sitkagrenis og kannski Alaska-aspar. Það eru þær tegundir sem verða hæstar. Það er fullt af trjátegundum sem verða ekki svona há,“ segir Þröstur. Nefnir hann til dæmis birki og ýmsar tegundir af reynivið og furu. „Það er allt mögulegt til til að búa til fjölbreyttan útivistarskóg. En þá þarf einhver að gróðursetja hann,“ segir Þröstur. Ekki sé rétt að fella allt saman í einu heldur fella hluta og gróðursetja í eyðurnar. Svo, einhverjum árum seinna, fella annan hluta og gróðursetja þar og svo koll af kolli. Gera þurfi áætlun til langrar framtíðar um skóglendið í Öskjuhlíð.
Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Tré Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira