Höfða mál á hendur ríkinu vegna útburðarins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. ágúst 2023 16:54 Þuríður Harpa segir mál Jakubs Polkowski fordæmisgefandi. vísir ÖBÍ réttindasamtök hafa tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna útburðar Jakubs Polkowski, 23 ára gamals öryrkja í Reykjanesbæ. Formaður ÖBÍ segir málið fordæmisgefandi og vonast til þess að það verði víti til varnaðar fyrir sýslumenn. Greint var frá málinu í lok júní. Kom þá fram að hús Jakubs hafi verið metið á 57 milljónir en selt á þrjár milljónir á nauðungaruppboði vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Jakub sagðist þá ekki hafa vitað að hann stæði í skuld vegna þeirra gjalda. Svo fór að útburðinum var frestað um rúman mánuð en Jakub og fjölskylda fluttu í félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélagsins í byrjun þessa mánaðar. Ákvörðun um málshöfðun var tekin á stjórnarfundi ÖBÍ í gær, að sögn Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur, formanns ÖBÍ en RÚV greindi fyrst frá. Málið er höfðað á hendur íslenska ríkinu og kaupanda hússins. Ekki tókst að fá kaupanda til að hætta við kaupin en formaður bæjarráðs sagði í samtali fréttastofu að einstaklingar hafi boðið fram nokkrar milljónir til þess að koma húsinu aftur í hendur fjölskyldunnar. Stefna í vinnslu „Fólki var ofboðið hvernig þetta mál fór. Þetta er mikið réttlætismál og fordæmisgefandi fyrir stóran hóp. Það er talsvert stór stjórn sem tók ákvörðunina og þetta var einróma álit stjórnar,“ segir Þuríður Harpa í samtali við Vísi. „Sýslumaður á að gæta hagsmuna einstaklings, sem í þessu tilfelli er fatlaður. Hann viðist ekki hafa notið réttinda og það er enginn annar sem getur stigið inn í. Á þessum tímapunkti var það sýslumanns að sjá til þess að einstaklingurinn hafi viðeigandi úrræði og að einhver gæti hagsmuna hans.“ Ákvörðunin var tekin eftir að samráð var haft við lögmenn réttindasamtakanna. „Nú sjáum við bara hvað verður. Stefnan er í vinnslu og þegar hún er komin liggur þetta allt ljósara fyrir. Við vonumst auðvitað til þess að vinna þetta mál. Eða að minnsta kosti að þetta verði víti til varnaðar og að það gerist eitthvað hjá ríkinu sem verður til þess að gætt sé að hagsmunum allra,“ segir Þuríður Harpa að lokum. Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Stjórnsýsla Húsnæðismál Málefni fatlaðs fólks Reykjanesbær Tengdar fréttir Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin. 28. júní 2023 20:12 Nokkrir boðið fram milljónir til að færa fjölskyldunni húsið aftur Einstaklingar hafa sett sig í samband við bæjarráð Reykjanesbæjar og boðist til að leggja fram fjármuni til kaupa á húsi ungs öryrkja sem missti heimili sitt á nauðungaruppboði. Nýr eigandi hefur ekki sýnt boðinu áhuga. 5. júlí 2023 14:01 Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Greint var frá málinu í lok júní. Kom þá fram að hús Jakubs hafi verið metið á 57 milljónir en selt á þrjár milljónir á nauðungaruppboði vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Jakub sagðist þá ekki hafa vitað að hann stæði í skuld vegna þeirra gjalda. Svo fór að útburðinum var frestað um rúman mánuð en Jakub og fjölskylda fluttu í félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélagsins í byrjun þessa mánaðar. Ákvörðun um málshöfðun var tekin á stjórnarfundi ÖBÍ í gær, að sögn Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur, formanns ÖBÍ en RÚV greindi fyrst frá. Málið er höfðað á hendur íslenska ríkinu og kaupanda hússins. Ekki tókst að fá kaupanda til að hætta við kaupin en formaður bæjarráðs sagði í samtali fréttastofu að einstaklingar hafi boðið fram nokkrar milljónir til þess að koma húsinu aftur í hendur fjölskyldunnar. Stefna í vinnslu „Fólki var ofboðið hvernig þetta mál fór. Þetta er mikið réttlætismál og fordæmisgefandi fyrir stóran hóp. Það er talsvert stór stjórn sem tók ákvörðunina og þetta var einróma álit stjórnar,“ segir Þuríður Harpa í samtali við Vísi. „Sýslumaður á að gæta hagsmuna einstaklings, sem í þessu tilfelli er fatlaður. Hann viðist ekki hafa notið réttinda og það er enginn annar sem getur stigið inn í. Á þessum tímapunkti var það sýslumanns að sjá til þess að einstaklingurinn hafi viðeigandi úrræði og að einhver gæti hagsmuna hans.“ Ákvörðunin var tekin eftir að samráð var haft við lögmenn réttindasamtakanna. „Nú sjáum við bara hvað verður. Stefnan er í vinnslu og þegar hún er komin liggur þetta allt ljósara fyrir. Við vonumst auðvitað til þess að vinna þetta mál. Eða að minnsta kosti að þetta verði víti til varnaðar og að það gerist eitthvað hjá ríkinu sem verður til þess að gætt sé að hagsmunum allra,“ segir Þuríður Harpa að lokum.
Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Stjórnsýsla Húsnæðismál Málefni fatlaðs fólks Reykjanesbær Tengdar fréttir Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin. 28. júní 2023 20:12 Nokkrir boðið fram milljónir til að færa fjölskyldunni húsið aftur Einstaklingar hafa sett sig í samband við bæjarráð Reykjanesbæjar og boðist til að leggja fram fjármuni til kaupa á húsi ungs öryrkja sem missti heimili sitt á nauðungaruppboði. Nýr eigandi hefur ekki sýnt boðinu áhuga. 5. júlí 2023 14:01 Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin. 28. júní 2023 20:12
Nokkrir boðið fram milljónir til að færa fjölskyldunni húsið aftur Einstaklingar hafa sett sig í samband við bæjarráð Reykjanesbæjar og boðist til að leggja fram fjármuni til kaupa á húsi ungs öryrkja sem missti heimili sitt á nauðungaruppboði. Nýr eigandi hefur ekki sýnt boðinu áhuga. 5. júlí 2023 14:01
Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03