Sumarið geggjað hjá Íslandsmeistaranum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2023 12:22 Sigurjón Ernir Sturluson fagnaði sigri í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Sigurjón Ernir Sturluson kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Hann segist hafa þurft að hafa mikið fyrir hlutunum. „Ég er bara ótrúlega sáttur og þetta kom á óvart ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Það er mjög gaman að Arnar Pétursson var ekki í ár, takk fyrir það,“ sagði Sigurjón léttur að loknu hlaupinu. „Ég hef þrisvar sinnum verið annar Íslendinga á eftir honum. En það var mikil samkeppni í dag þannig að þetta var ekki gefins.“ Eins og áður segir kom Sigurjón fyrstur Íslendinga í mark, en hann varð fjórði í heildina. Silviu Stoica varð fyrstur, Ernest Kibet Tarus annar og Bart Geldof þriðji. Sigur Sigurjóns á Íslandsmeistaramótinu var þó ekki beint öruggur því samkvæmt óstaðfestum tímum á heimasíðu Reykjavíkurmaraþonsins var hann aðeins þremur sekúndum á undan Grétari Erni Guðmundssyni sem hafnaði í öðru sæti. „Ég, Grétar og Andrea [Kolbeinsdóttir] fyrlgdumst að í Laugarveginum og nú var Jörundur Fímann [Jónasson] líka með okkur og frábært að hafa hann með svona framan af. En svo vorum það ég og Grétar eftir kannski 30 kílómetra sem rúlluðum saman. Grétar var á undan mér þegar við vorum komnir 39 þannig ég hélt að ég myndi missa hann, en svo rétt náði ég að draga í hann og pressaði vel á undan honum. Ég svona tók sálina hans eins og það er kallað og náði að pressa í gegn.“ Hefur alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum En hvaðan kemur krafturinn til að pressa á móthlaupara sína þegar menn eru búnir að hlaupa í kringum 40 kílómetra? „Ég hef alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum og ég fer ekkert létt með það. Í dag bara vissi ég að ég þyrfti að hafa fyrir hlutunum og ég gerði það.“ Þá segist hann vera heldur slæmur í skrokknum eftir átökin, en það muni þó jafna sig. „Núna er ég bara hálf lamaður. Adrenalínið er hátt uppi og ég ætla að henda mér í niðurskokkið, eins erfitt og skemmtilegt og það er, en það er nauðsynlegt. Svo eru bara rólegir dagar núna á næstunni.“ „Það er búið að ganga vel í sumar og ég er búinn að keppa mjög mikið þannig þetta var sandkornið sem fyllti mælinn í geggjuðu sumri,“ sagði Sigurjón, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má svo sjá Sigurjón og Andreu Kolbeinsdóttur sem sigraði kvennaflokkinn, koma í mark. Klippa: Sigurjón Ernir og Andrea koma í mark Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega sáttur og þetta kom á óvart ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Það er mjög gaman að Arnar Pétursson var ekki í ár, takk fyrir það,“ sagði Sigurjón léttur að loknu hlaupinu. „Ég hef þrisvar sinnum verið annar Íslendinga á eftir honum. En það var mikil samkeppni í dag þannig að þetta var ekki gefins.“ Eins og áður segir kom Sigurjón fyrstur Íslendinga í mark, en hann varð fjórði í heildina. Silviu Stoica varð fyrstur, Ernest Kibet Tarus annar og Bart Geldof þriðji. Sigur Sigurjóns á Íslandsmeistaramótinu var þó ekki beint öruggur því samkvæmt óstaðfestum tímum á heimasíðu Reykjavíkurmaraþonsins var hann aðeins þremur sekúndum á undan Grétari Erni Guðmundssyni sem hafnaði í öðru sæti. „Ég, Grétar og Andrea [Kolbeinsdóttir] fyrlgdumst að í Laugarveginum og nú var Jörundur Fímann [Jónasson] líka með okkur og frábært að hafa hann með svona framan af. En svo vorum það ég og Grétar eftir kannski 30 kílómetra sem rúlluðum saman. Grétar var á undan mér þegar við vorum komnir 39 þannig ég hélt að ég myndi missa hann, en svo rétt náði ég að draga í hann og pressaði vel á undan honum. Ég svona tók sálina hans eins og það er kallað og náði að pressa í gegn.“ Hefur alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum En hvaðan kemur krafturinn til að pressa á móthlaupara sína þegar menn eru búnir að hlaupa í kringum 40 kílómetra? „Ég hef alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum og ég fer ekkert létt með það. Í dag bara vissi ég að ég þyrfti að hafa fyrir hlutunum og ég gerði það.“ Þá segist hann vera heldur slæmur í skrokknum eftir átökin, en það muni þó jafna sig. „Núna er ég bara hálf lamaður. Adrenalínið er hátt uppi og ég ætla að henda mér í niðurskokkið, eins erfitt og skemmtilegt og það er, en það er nauðsynlegt. Svo eru bara rólegir dagar núna á næstunni.“ „Það er búið að ganga vel í sumar og ég er búinn að keppa mjög mikið þannig þetta var sandkornið sem fyllti mælinn í geggjuðu sumri,“ sagði Sigurjón, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má svo sjá Sigurjón og Andreu Kolbeinsdóttur sem sigraði kvennaflokkinn, koma í mark. Klippa: Sigurjón Ernir og Andrea koma í mark
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Sjá meira