Hermoso og FIFPRO vilja að hegðun ágenga forsetans hafi afleiðingar Aron Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2023 07:38 Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins og Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins Vísir/Getty Jenni Hermoso, ásamt leikmannasamtökunum FIFPRO kalla eftir því að tekið verði á hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta. Frá þessu er greint á vef Sky Sports núna í morgun en Rubiales gerði allt brjálað þegar hann rak Hermoso rembingskoss eftir að Spánn varð heimsmeistari á sunnudaginn. Spánverjar unnu Englendinga, 1-0, í úrslitaleiknum í Sydney. Upphaflega sagðist Hermoso ekki hafa líkað við þessa hegðun forsetans en í í yfirlýsingu af hennar hálfu, í gegnum spænska knattspyrnusambandið, degi seinna sagði hún hegðun Rubiales hafa verið drifna áfram af hvatvísi þar sem að hann vildi koma ástúð sinni og þakklæti á framfæri við liðið. Gagnrýnin á hendur Rubiales hefur komið úr mörgum áttum undanfarna daga en nýjustu vendingar eru nú þær að Hermoso, FIFPRO og umboðsskrifstofa Hermoso, TMJ hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu. „Við viljum sjá til þess að svona hegðun hafi í för með sér afleiðingar. Að ráðstafanir séu gerðar til að vernda fótboltakonur fyrir svona hegðun, sem við teljum óásættanlega,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. FIFPRO leikmannasamtökin vilja að Alþjóðaknattspyrnusambandið hefji rannsókn á Rubiales. „Það er mjög grátlega að svona sérstök stund fyrir leikmenn spænska landsliðsins, sem átti sér stað fyrir augum alls heimsins, skuli hafa verið svert vegna óviðeigandi framkomu einstaklings í ábyrgðarmikilli stöðu.“ Rubiales hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir kossinn. Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sánchez, sagði framkomu hans meðal annars óásættanlega og að afsökunarbeiðni hans dygði skammt. Þá hefur fyrrum samstarfskona Rubiales stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni á vinnustað. Atvikið átti sér stað fyrir framan stórstjörnurnar Gerard Pique, Iker Casillas og Sergio Busquets. Í sjónvarpsviðtali segir Tamara Ramos Cruz að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað. Þá bárust af því fréttir í gær að Rubiales sé sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Sky Sports núna í morgun en Rubiales gerði allt brjálað þegar hann rak Hermoso rembingskoss eftir að Spánn varð heimsmeistari á sunnudaginn. Spánverjar unnu Englendinga, 1-0, í úrslitaleiknum í Sydney. Upphaflega sagðist Hermoso ekki hafa líkað við þessa hegðun forsetans en í í yfirlýsingu af hennar hálfu, í gegnum spænska knattspyrnusambandið, degi seinna sagði hún hegðun Rubiales hafa verið drifna áfram af hvatvísi þar sem að hann vildi koma ástúð sinni og þakklæti á framfæri við liðið. Gagnrýnin á hendur Rubiales hefur komið úr mörgum áttum undanfarna daga en nýjustu vendingar eru nú þær að Hermoso, FIFPRO og umboðsskrifstofa Hermoso, TMJ hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu. „Við viljum sjá til þess að svona hegðun hafi í för með sér afleiðingar. Að ráðstafanir séu gerðar til að vernda fótboltakonur fyrir svona hegðun, sem við teljum óásættanlega,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. FIFPRO leikmannasamtökin vilja að Alþjóðaknattspyrnusambandið hefji rannsókn á Rubiales. „Það er mjög grátlega að svona sérstök stund fyrir leikmenn spænska landsliðsins, sem átti sér stað fyrir augum alls heimsins, skuli hafa verið svert vegna óviðeigandi framkomu einstaklings í ábyrgðarmikilli stöðu.“ Rubiales hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir kossinn. Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sánchez, sagði framkomu hans meðal annars óásættanlega og að afsökunarbeiðni hans dygði skammt. Þá hefur fyrrum samstarfskona Rubiales stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni á vinnustað. Atvikið átti sér stað fyrir framan stórstjörnurnar Gerard Pique, Iker Casillas og Sergio Busquets. Í sjónvarpsviðtali segir Tamara Ramos Cruz að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað. Þá bárust af því fréttir í gær að Rubiales sé sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru.
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Sjá meira