Spánverjar sagðir ætla að velja sextán ára strák í A-landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 12:16 Hinn sextán ára gamli Lamine Yamal á fullri ferð með boltann í leik með aðalliði Barcelona. Getty/Alex Caparros Lamine Yamal er á hraðri uppleið í spænska fótboltanum og guttinn tekur mörg stór skref á ferli sínum þessa dagana. Nú síðast slá spænskir fjölmiðlar því upp að það sé búið að velja Lamine Yamal í spænska A-landsliðið í fótbolta. | Lamine Yamal could be the big surprise in the call-up for the Spain NT that will be released next week. [@mundodeportivo] #fcblive pic.twitter.com/AO98oNuySp— BarçaTimes (@BarcaTimes) August 23, 2023 Lamine Yamal er nýbúinn að spila sinn fyrsta leik með Barcelona en hann hélt upp á sextán ára afmælið sitt í síðasta mánuði. Yamal er samkvæmt fréttum frá Spáni í landsliðshópnum fyrir leiki á móti Georgíu og Kýpur í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Valið á hópnum verður þó ekki endanlega gert opinbert fyrir en 1. september næstkomandi. Spili Lamine Yamal í þessum leikjum þá verður hann yngsti landsliðsmaður Spánar frá upphafi. Metið á nú Gavi en hann var 17 ára og 62 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Spán. Yamal hefur spilað tvo leiki með Barcelona á leiktíðinni og varð í öðrum þeim yngsti leikmaðurinn í sögu Barcelona til að byrja leik með aðalliðinu. Messi had already scored a hat trick against Real Madrid before Lamine Yamal was even born pic.twitter.com/c8RrfTdFtq— BarçaTimes (@BarcaTimes) August 23, 2023 Yamal hefur þegar vakið mikla athygli fyrir frábær tilþrif á vellinum og margir spá honum glæstum frama í fótboltanum. Hann fæddist á Spáni 13. júlí 2007 en faðir hans er frá Marokkó og móðir hans er frá Miðbaugs-Gíneu. Strákurinn getur því mögulega valið úr þremur landsliðum. Spili hann hinsvegar keppnisleik með Spáni þá á hann ekki lengur möguleika á því að spila með landsliði Marokkó eða landsliði Miðbaugs-Gíneu. Messi had already scored a hat trick against Real Madrid before Lamine Yamal was even born pic.twitter.com/c8RrfTdFtq— BarçaTimes (@BarcaTimes) August 23, 2023 EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Nú síðast slá spænskir fjölmiðlar því upp að það sé búið að velja Lamine Yamal í spænska A-landsliðið í fótbolta. | Lamine Yamal could be the big surprise in the call-up for the Spain NT that will be released next week. [@mundodeportivo] #fcblive pic.twitter.com/AO98oNuySp— BarçaTimes (@BarcaTimes) August 23, 2023 Lamine Yamal er nýbúinn að spila sinn fyrsta leik með Barcelona en hann hélt upp á sextán ára afmælið sitt í síðasta mánuði. Yamal er samkvæmt fréttum frá Spáni í landsliðshópnum fyrir leiki á móti Georgíu og Kýpur í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Valið á hópnum verður þó ekki endanlega gert opinbert fyrir en 1. september næstkomandi. Spili Lamine Yamal í þessum leikjum þá verður hann yngsti landsliðsmaður Spánar frá upphafi. Metið á nú Gavi en hann var 17 ára og 62 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Spán. Yamal hefur spilað tvo leiki með Barcelona á leiktíðinni og varð í öðrum þeim yngsti leikmaðurinn í sögu Barcelona til að byrja leik með aðalliðinu. Messi had already scored a hat trick against Real Madrid before Lamine Yamal was even born pic.twitter.com/c8RrfTdFtq— BarçaTimes (@BarcaTimes) August 23, 2023 Yamal hefur þegar vakið mikla athygli fyrir frábær tilþrif á vellinum og margir spá honum glæstum frama í fótboltanum. Hann fæddist á Spáni 13. júlí 2007 en faðir hans er frá Marokkó og móðir hans er frá Miðbaugs-Gíneu. Strákurinn getur því mögulega valið úr þremur landsliðum. Spili hann hinsvegar keppnisleik með Spáni þá á hann ekki lengur möguleika á því að spila með landsliði Marokkó eða landsliði Miðbaugs-Gíneu. Messi had already scored a hat trick against Real Madrid before Lamine Yamal was even born pic.twitter.com/c8RrfTdFtq— BarçaTimes (@BarcaTimes) August 23, 2023
EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira