Vaxtahækkun fyrir fjármálaelitu Hörður Guðbrandsson skrifar 24. ágúst 2023 13:01 Með nýjustu vaxtahækkun svipti seðlabankinn endanlega af sér gærunni, bæði er það orðið algjörlega ljóst að seðlabankastjóri er strengjabrúða fjármagnseigenda og á fullu að reka alla inn í verðtryggð óhagstæð lán, lán sem stuðla að því að eigið fé launafólks hverfur í húsnæði á mjög stuttum tíma. Á sama tíma og þetta er gert er verið að keyra uppbygginu á íbúðarhúsnæði í þrot á sama tíma og það vantar húsnæði um allt land. Seðlabankinn er að stuðla að efnahagslegri- og húsnæðiskreppu á landinu og í mínum huga er það ljóst að ef ekki verður beygt af þessari stefnu fljótt þá munum við sem samfélag búa við óstöðuleika næstu árin. Eigið fé fólks í eigin húsnæði brennur á íslenska verðbólgubálinu. Hagtölur sýna að það er græðgi fyrirtækjaeiganda sem heldur hér uppi verðbólgu, álagning, arðsemiskröfur og arðgreiðslur hækka ár til árs, en Seðlabankastjóra finnst mikilvægast að hirta launafólk, fólkið sem annað hvort hefur tekið á sig mikla hækkun afborganna vegna hækkunar vaxta eða horfir upp á eigið fé sitt hverfa, Seðlabankastjóra finnst mikilvægast að segja við það fólk að haga sér. Það styttist í komandi kjarasamninga og í mínum huga verður ekki hægt að semja á vitrænan hátt í því ástandi sem við búum til núna. Fara þarf í stórátak í húsnæðismálum, ekki mun þýða fyrir ráðamenn þjóðarinnar að bjóða okkur einu sinni enn sömu lóðirnar eða sömu loforð og ráðamenn hafa gert nú þegar, byrja þarf að byggja strax, við bíðum ekki lengur. Fréttir að undanförnu hafa sýnt okkur aðbúnað verkafólks, fólk sem býr í ósamþykktu húsnæði og iðnaðarhúsnæði, húsnæði sem er hættulegt fyrir fólk, þetta er þjóðarskömm og skal laga strax. Nota skal skattkerfið til þess að hægja á neyslu þeirra sem hafa ofurlaun og drífa hér áfram neyslu. Hér verður ekki samið nema á komist samfélagssáttmáli um að verkafólk lifi góðu lífi á Íslandi. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Með nýjustu vaxtahækkun svipti seðlabankinn endanlega af sér gærunni, bæði er það orðið algjörlega ljóst að seðlabankastjóri er strengjabrúða fjármagnseigenda og á fullu að reka alla inn í verðtryggð óhagstæð lán, lán sem stuðla að því að eigið fé launafólks hverfur í húsnæði á mjög stuttum tíma. Á sama tíma og þetta er gert er verið að keyra uppbygginu á íbúðarhúsnæði í þrot á sama tíma og það vantar húsnæði um allt land. Seðlabankinn er að stuðla að efnahagslegri- og húsnæðiskreppu á landinu og í mínum huga er það ljóst að ef ekki verður beygt af þessari stefnu fljótt þá munum við sem samfélag búa við óstöðuleika næstu árin. Eigið fé fólks í eigin húsnæði brennur á íslenska verðbólgubálinu. Hagtölur sýna að það er græðgi fyrirtækjaeiganda sem heldur hér uppi verðbólgu, álagning, arðsemiskröfur og arðgreiðslur hækka ár til árs, en Seðlabankastjóra finnst mikilvægast að hirta launafólk, fólkið sem annað hvort hefur tekið á sig mikla hækkun afborganna vegna hækkunar vaxta eða horfir upp á eigið fé sitt hverfa, Seðlabankastjóra finnst mikilvægast að segja við það fólk að haga sér. Það styttist í komandi kjarasamninga og í mínum huga verður ekki hægt að semja á vitrænan hátt í því ástandi sem við búum til núna. Fara þarf í stórátak í húsnæðismálum, ekki mun þýða fyrir ráðamenn þjóðarinnar að bjóða okkur einu sinni enn sömu lóðirnar eða sömu loforð og ráðamenn hafa gert nú þegar, byrja þarf að byggja strax, við bíðum ekki lengur. Fréttir að undanförnu hafa sýnt okkur aðbúnað verkafólks, fólk sem býr í ósamþykktu húsnæði og iðnaðarhúsnæði, húsnæði sem er hættulegt fyrir fólk, þetta er þjóðarskömm og skal laga strax. Nota skal skattkerfið til þess að hægja á neyslu þeirra sem hafa ofurlaun og drífa hér áfram neyslu. Hér verður ekki samið nema á komist samfélagssáttmáli um að verkafólk lifi góðu lífi á Íslandi. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun