Ókeypis kjötsúpa á Hvolsvelli í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. ágúst 2023 12:15 Ókeypis íslensk kjötsúpa í boði SS verður fyrir alla frá klukkan 13:00 til 16:00 í dag á miðbæjartúninu á Hvolsvelli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Unnendur íslensku kjötsúpunnar ættu að vera á Hvolsvelli um helgina því þar fer fram kjötsúpuhátíð. Fjölbreytt dagskrá er í boði og í dag er gestum og gangandi boðið upp á ókeypis kjötsúpu á miðbæjartúni staðarins. Kjötsúpuhátíðin á Hvolsvelli er ein af þessum árlegu bæjarhátíðum landsins. Hátíðin hófst á fimmtudagskvöld og lýkur í hádeginu á morgun með sýningu leikhópsins Lottu. Í gærkvöldi var súpuröltþar sem íbúar og gestir gátu gengið á milli nokkurra húsa og fengið sér kjötsúpu. Og í gær var líka nýr leikskóli vígður á Hvolsvelli, sem hefur fengið nafnið Aldan. Anton Kári Halldórsson er sveitarstjóri Rangárþings eystra. „Svo eru dansleikir og hátíðarhöld, tívolí, tónleikar, verðlaunaafhendingar og nefndu það bara. Kjötsúpuhátíðin byrjaði fyrir hartnær tuttugu árum, sem uppskeruhátíð í lok sumars og fólki fagnað með því að bjóða því upp á kjötsúpu,” segir Anton Kári. Í dag milli 13:00 og 16:00 býður Sláturfélag Suðurlands öllum upp á ókeypis kjötsúpu á meðan birgðir endast á miðbæjartúninu á Hvolsvelli. En hvað er það við kjötsúpuna, sem er svona heillandi? „Ég held að það sé bara besti matur, sem þú getur fengið. Orkuríkasti og næringarríkasti og já, við getum ekki hugsað okkur neitt betra.” Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem býður alla hjartanlega velkomna á kjötsúpuhátíðina um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þið borðið mikið af kjötsúpu í þessu sveitarfélagi eða hvað? „ Ætli það sé ekki tvisvar í viku, nei, nei, en hún er vel metin hér”, segir Anton Kári. Hann segir alla velkomna á Hvolsvöll um helgina. „Já, já, allir velkomnir, nóg pláss fyrir alla og bara endilega að kynna sér dagskrána, þetta verður glæsileg hátíð.” Dagskrá hátíðarinnar Rangárþing eystra Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Kjötsúpuhátíðin á Hvolsvelli er ein af þessum árlegu bæjarhátíðum landsins. Hátíðin hófst á fimmtudagskvöld og lýkur í hádeginu á morgun með sýningu leikhópsins Lottu. Í gærkvöldi var súpuröltþar sem íbúar og gestir gátu gengið á milli nokkurra húsa og fengið sér kjötsúpu. Og í gær var líka nýr leikskóli vígður á Hvolsvelli, sem hefur fengið nafnið Aldan. Anton Kári Halldórsson er sveitarstjóri Rangárþings eystra. „Svo eru dansleikir og hátíðarhöld, tívolí, tónleikar, verðlaunaafhendingar og nefndu það bara. Kjötsúpuhátíðin byrjaði fyrir hartnær tuttugu árum, sem uppskeruhátíð í lok sumars og fólki fagnað með því að bjóða því upp á kjötsúpu,” segir Anton Kári. Í dag milli 13:00 og 16:00 býður Sláturfélag Suðurlands öllum upp á ókeypis kjötsúpu á meðan birgðir endast á miðbæjartúninu á Hvolsvelli. En hvað er það við kjötsúpuna, sem er svona heillandi? „Ég held að það sé bara besti matur, sem þú getur fengið. Orkuríkasti og næringarríkasti og já, við getum ekki hugsað okkur neitt betra.” Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem býður alla hjartanlega velkomna á kjötsúpuhátíðina um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þið borðið mikið af kjötsúpu í þessu sveitarfélagi eða hvað? „ Ætli það sé ekki tvisvar í viku, nei, nei, en hún er vel metin hér”, segir Anton Kári. Hann segir alla velkomna á Hvolsvöll um helgina. „Já, já, allir velkomnir, nóg pláss fyrir alla og bara endilega að kynna sér dagskrána, þetta verður glæsileg hátíð.” Dagskrá hátíðarinnar
Rangárþing eystra Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira