„Að fá lyfið á svörtum markaði er ekkert auðveldara en að fá það í apóteki“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 26. ágúst 2023 12:19 Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, segir ekki hlaupið að því að fólk með ADHD, sem finni fyrir lyfjaskorti vegna lyfsins Elvanse, skipti um lyfið. Vísir/Arnar Formaður ADHD samtakanna segir lyfjaskort setja allt úr skorðum hjá þeim einstaklingum sem eru með ADHD og fá ekki lyfin sín. Lyfið sé jafn ófáanlegt á svörtum markaði og í apótekum. Greint var frá því í hádegisfréttum okkar í gær að ADHD lyfið Elvanse hafi verið ófáanlegt í rúman mánuð hér á landi. Dæmi væru um að fólk reyni að útvega sér lyfið á svörtum markaði. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, segir skortinn ekki bundinn við Ísland. „Að fá þetta á svörtum markaði er ekkert auðveldara en að fá það í apóteki ef lyfið fæst ekki. Þetta er ekki sér íslenskt vandamál. Þetta er að gerast í Evrópu og löngu byrjað að gerast í Ameríku. Ekki bara þetta lyf heldur lyf sem byggja á svipuðu virku efni,“ segir Vilhjálmur. Fyrst hafi borið á skortinum fyrir um þremur mánuðum og að stór hluti þeirra sem séu á lyfinu Elvanse hafi prófað önnur lyf sem hafi ekki hentað. Ekki sé hlaupið að því að skipta um lyf. „Það fer allt úr skorðum. Það skiptir miklu máli fyrir manneskju með ADHD að halda rútínu, sofa reglulega, ná hvíld og bara það að taka ekki inn lyf setur allt annað úr skorðum og það er erfitt fyrir marga og jafnvel mjög slæmt,“ segir Vilhjálmur jafnframt. Fjölmargir séu nú án lyfja og vandamálið sé stórt. Hins vegar þýði lítið að agnúast út í Lyfjastofnun á Íslandi þar sem skorturinn sé á heimsvísu. Forstjóri Lyfjastofnunar brýndi fyrir fólki í gær að vera ekki að nota annara manna lyf og að það ætti annað hvort að taka sér lyfjafrí eða tala við sinn lækni. Undir það tekur Vilhjálmur. „Þú átt aldrei að nota annarra manna lyf það er ekkert öðruvísi en að finna lyf á svörtum markaði,“ segir hann og bætir við að fólk geti ekki gengið úr skugga um að það sé að fá rétt lyf og magn á götunni. Lyf Heilbrigðismál ADHD Tengdar fréttir Lyfjaávísunum fjölgað mun meira en fólki Frá árinu 2018 hefur lyfjaávísunum fjölgað nærri þrefalt meira en Íslendingum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Lyfjastofnunar fyrir árið 2022 sem birt var í dag. 6. júní 2023 19:04 Flugáhöfnum bannað að nota ADHD-lyf Icelandair tilkynnti áhöfnum sínum að notkun á ADHD-lyfjum sé alfarið bönnuð í dag. Þeir starfsmenn sem eru á slíkum lyfjum þurfa að fá flughæfi sitt metið hjá lækni. Tímafrekt getur verið að vera metinn hæfur aftur eftir notkun lyfjanna. 11. maí 2023 22:24 Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir Formaður ADHD samtakana gagnrýnir að ADHD-lyf séu bönnuð meðal flugliða Icelandair og segir það fornaldarhugsunarhátt. Málið hafi áhrif á fjölda fólks sem nú þurfi að velja á milli starfs síns eða nauðsynlegra lyfja. Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir. 12. maí 2023 13:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Greint var frá því í hádegisfréttum okkar í gær að ADHD lyfið Elvanse hafi verið ófáanlegt í rúman mánuð hér á landi. Dæmi væru um að fólk reyni að útvega sér lyfið á svörtum markaði. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, segir skortinn ekki bundinn við Ísland. „Að fá þetta á svörtum markaði er ekkert auðveldara en að fá það í apóteki ef lyfið fæst ekki. Þetta er ekki sér íslenskt vandamál. Þetta er að gerast í Evrópu og löngu byrjað að gerast í Ameríku. Ekki bara þetta lyf heldur lyf sem byggja á svipuðu virku efni,“ segir Vilhjálmur. Fyrst hafi borið á skortinum fyrir um þremur mánuðum og að stór hluti þeirra sem séu á lyfinu Elvanse hafi prófað önnur lyf sem hafi ekki hentað. Ekki sé hlaupið að því að skipta um lyf. „Það fer allt úr skorðum. Það skiptir miklu máli fyrir manneskju með ADHD að halda rútínu, sofa reglulega, ná hvíld og bara það að taka ekki inn lyf setur allt annað úr skorðum og það er erfitt fyrir marga og jafnvel mjög slæmt,“ segir Vilhjálmur jafnframt. Fjölmargir séu nú án lyfja og vandamálið sé stórt. Hins vegar þýði lítið að agnúast út í Lyfjastofnun á Íslandi þar sem skorturinn sé á heimsvísu. Forstjóri Lyfjastofnunar brýndi fyrir fólki í gær að vera ekki að nota annara manna lyf og að það ætti annað hvort að taka sér lyfjafrí eða tala við sinn lækni. Undir það tekur Vilhjálmur. „Þú átt aldrei að nota annarra manna lyf það er ekkert öðruvísi en að finna lyf á svörtum markaði,“ segir hann og bætir við að fólk geti ekki gengið úr skugga um að það sé að fá rétt lyf og magn á götunni.
Lyf Heilbrigðismál ADHD Tengdar fréttir Lyfjaávísunum fjölgað mun meira en fólki Frá árinu 2018 hefur lyfjaávísunum fjölgað nærri þrefalt meira en Íslendingum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Lyfjastofnunar fyrir árið 2022 sem birt var í dag. 6. júní 2023 19:04 Flugáhöfnum bannað að nota ADHD-lyf Icelandair tilkynnti áhöfnum sínum að notkun á ADHD-lyfjum sé alfarið bönnuð í dag. Þeir starfsmenn sem eru á slíkum lyfjum þurfa að fá flughæfi sitt metið hjá lækni. Tímafrekt getur verið að vera metinn hæfur aftur eftir notkun lyfjanna. 11. maí 2023 22:24 Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir Formaður ADHD samtakana gagnrýnir að ADHD-lyf séu bönnuð meðal flugliða Icelandair og segir það fornaldarhugsunarhátt. Málið hafi áhrif á fjölda fólks sem nú þurfi að velja á milli starfs síns eða nauðsynlegra lyfja. Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir. 12. maí 2023 13:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Lyfjaávísunum fjölgað mun meira en fólki Frá árinu 2018 hefur lyfjaávísunum fjölgað nærri þrefalt meira en Íslendingum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Lyfjastofnunar fyrir árið 2022 sem birt var í dag. 6. júní 2023 19:04
Flugáhöfnum bannað að nota ADHD-lyf Icelandair tilkynnti áhöfnum sínum að notkun á ADHD-lyfjum sé alfarið bönnuð í dag. Þeir starfsmenn sem eru á slíkum lyfjum þurfa að fá flughæfi sitt metið hjá lækni. Tímafrekt getur verið að vera metinn hæfur aftur eftir notkun lyfjanna. 11. maí 2023 22:24
Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir Formaður ADHD samtakana gagnrýnir að ADHD-lyf séu bönnuð meðal flugliða Icelandair og segir það fornaldarhugsunarhátt. Málið hafi áhrif á fjölda fólks sem nú þurfi að velja á milli starfs síns eða nauðsynlegra lyfja. Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir. 12. maí 2023 13:25