„Dómarinn ræður sama hversu skrítnar ákvarðanir eru teknar“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. ágúst 2023 16:30 Ásmundur Arnarsson á hliðarlínunni í dag Vísir/Hulda Margrét Breiðablik tapaði gegn Þrótti á útivelli 4-2. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var svekktur með úrslitin en ánægður með margt í leiknum. „Að fá á sig fjögur ódýr mörk svíður auðvitað. Mér fannst þetta hörkuleikur. Þróttur var betri í fyrri hálfleik og mér fannst við mun betri í seinni hálfleik en slökuðum á klónni í fyrri hálfleik og fengum á okkur tvö mörk,“ sagði Ásmundur Arnarsson eftir leik. Ásmundur var afar svekktur með hvernig Breiðablik spilaði í fyrri hálfleik eftir að hafa komist yfir sem endaði með að gestirnir fengu á sig tvö mörk á stuttum tíma. „Það var augnablikið sem fór með okkur. Engu að síður komum við til baka og náðum að jafna leikinn og vorum líklegar. Við fengum á okkur tvö ódýr mörk sem tryggði Þrótti sigurinn.“ Ásmundur taldi að hans lið átti að fá hornspyrnu en í stað fengu Þróttarar markspyrnu sem endaði með marki stuttu síðar. „Við áttum að fá augljósa hornspyrnu og það voru allir svekktir yfir því en síðan kom langur bolti sem við misstum inn fyrir og í gegn. Það er dómarinn sem ræður sama hversu skrítnar ákvarðanir eru teknar og þær voru nokkrar skrítnar í dag en hann ræður og við þurfum að vera vakandi fyrir svona augnablikum.“ Breiðablik hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum og Blikar eru á slæmum stað þegar skipting deildar tekur við. „Það verður gott verkefni og áskorun. Með góðum úrslitum færðu sjálfstraust og með slæmum úrslitum minnkar sjálfstraustið. Mér fannst frammistaðan ekki slæm í dag en við gáfum ódýr mörk. Við verðum að byggja ofan á frammistöðuna og loka betur fyrir markið,“ sagði Ásmundur Arnarsson að lokum. Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
„Að fá á sig fjögur ódýr mörk svíður auðvitað. Mér fannst þetta hörkuleikur. Þróttur var betri í fyrri hálfleik og mér fannst við mun betri í seinni hálfleik en slökuðum á klónni í fyrri hálfleik og fengum á okkur tvö mörk,“ sagði Ásmundur Arnarsson eftir leik. Ásmundur var afar svekktur með hvernig Breiðablik spilaði í fyrri hálfleik eftir að hafa komist yfir sem endaði með að gestirnir fengu á sig tvö mörk á stuttum tíma. „Það var augnablikið sem fór með okkur. Engu að síður komum við til baka og náðum að jafna leikinn og vorum líklegar. Við fengum á okkur tvö ódýr mörk sem tryggði Þrótti sigurinn.“ Ásmundur taldi að hans lið átti að fá hornspyrnu en í stað fengu Þróttarar markspyrnu sem endaði með marki stuttu síðar. „Við áttum að fá augljósa hornspyrnu og það voru allir svekktir yfir því en síðan kom langur bolti sem við misstum inn fyrir og í gegn. Það er dómarinn sem ræður sama hversu skrítnar ákvarðanir eru teknar og þær voru nokkrar skrítnar í dag en hann ræður og við þurfum að vera vakandi fyrir svona augnablikum.“ Breiðablik hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum og Blikar eru á slæmum stað þegar skipting deildar tekur við. „Það verður gott verkefni og áskorun. Með góðum úrslitum færðu sjálfstraust og með slæmum úrslitum minnkar sjálfstraustið. Mér fannst frammistaðan ekki slæm í dag en við gáfum ódýr mörk. Við verðum að byggja ofan á frammistöðuna og loka betur fyrir markið,“ sagði Ásmundur Arnarsson að lokum.
Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira