Gerði 30 þúsund armbeygjur og hnébeygjur í júlí Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2023 20:04 Kristgeir Kristinsson, armbeygju- og hnébeygju kóngur, sem býr á Hellissandi og kennir m.a. Crossfit á Rifi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristgeir Kristinsson á Hellissandi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að gera armbeygjur og hnébeygjur því hann gerði þrjátíu þúsund slíkar í síðasta mánuði. Á Rifi í Snæfellsbæ er glæsileg Crossfit stöð, sem Kristfríður Rós Stefánsdóttir og maður hennar Jón Steinar Ólafsson reka af miklum myndarskap. Starfsemin gengur vel og alltaf fullt af fólki frá Ólafsvík, Rifi og Hellissandi að æfa sig undir leiðsögn kennara. Einn af þeim er Kristgeir Kristinsson, 45 ára, sem á heima á Hellissandi en hann er sennilega armbeygju- og hnébeygju kóngur Íslands miðað við það sem hann gerði allan júlímánuð. „Þá tók ég 500 armbeygjur á dag og það voru einhverjar 15 þúsund armbeygjur og svo tók ég hnébeygjur líka, 15 þúsund í júlí,“ segir Kristgeir. En af hverju er hann að þessu? „Mig langaði bara að setja áskorun á mig og gerði samning við mig um að klára þetta og þegar samningurinn var kominn þá var ekki hægt að bakka út úr því. Ég ætlaði að gera þetta og ég gerði þetta,“ segir hann stoltur og ánægður með að hafa náð markmiði sínu. Kristgeir gerði 500 armbeygjur á hverjum degi í júlí og 500 hnébeygjur líka. Ótrúlegt en dagsatt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristgeir tók 50 armbeygjur í einni beit nokkrum sinnum á dag og eins með hnébeygjurnar og endaði svo alltaf daginn á að vera búin að gera 500 af báðu. En hver er tæknin við að gera armbeygjur almennilega? „Fyrir mér er þetta bara að vera spenntur, taka hérna og snúa hérna, læsa, spenna rasskinnar og svo bara dúa upp og niður. Það sem hentar mér hentar kannski ekkert endilega þér,“ segir Kristgeir og bætir við. „Aðal markmiðið mitt er að vera vel settur með barnabörnum og barnabarnabörnum þegar að því kemur og börnum mínum og geta gert það sem þau eru að gera. Ég hvet fólk allan daginn að gera svona æfingar eða einhverja allt aðrar æfingar, númer 1, 2 og 3 er að hreyfa sig“, segir Kristgeir. Snæfellsbær CrossFit Heilsa Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Á Rifi í Snæfellsbæ er glæsileg Crossfit stöð, sem Kristfríður Rós Stefánsdóttir og maður hennar Jón Steinar Ólafsson reka af miklum myndarskap. Starfsemin gengur vel og alltaf fullt af fólki frá Ólafsvík, Rifi og Hellissandi að æfa sig undir leiðsögn kennara. Einn af þeim er Kristgeir Kristinsson, 45 ára, sem á heima á Hellissandi en hann er sennilega armbeygju- og hnébeygju kóngur Íslands miðað við það sem hann gerði allan júlímánuð. „Þá tók ég 500 armbeygjur á dag og það voru einhverjar 15 þúsund armbeygjur og svo tók ég hnébeygjur líka, 15 þúsund í júlí,“ segir Kristgeir. En af hverju er hann að þessu? „Mig langaði bara að setja áskorun á mig og gerði samning við mig um að klára þetta og þegar samningurinn var kominn þá var ekki hægt að bakka út úr því. Ég ætlaði að gera þetta og ég gerði þetta,“ segir hann stoltur og ánægður með að hafa náð markmiði sínu. Kristgeir gerði 500 armbeygjur á hverjum degi í júlí og 500 hnébeygjur líka. Ótrúlegt en dagsatt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristgeir tók 50 armbeygjur í einni beit nokkrum sinnum á dag og eins með hnébeygjurnar og endaði svo alltaf daginn á að vera búin að gera 500 af báðu. En hver er tæknin við að gera armbeygjur almennilega? „Fyrir mér er þetta bara að vera spenntur, taka hérna og snúa hérna, læsa, spenna rasskinnar og svo bara dúa upp og niður. Það sem hentar mér hentar kannski ekkert endilega þér,“ segir Kristgeir og bætir við. „Aðal markmiðið mitt er að vera vel settur með barnabörnum og barnabarnabörnum þegar að því kemur og börnum mínum og geta gert það sem þau eru að gera. Ég hvet fólk allan daginn að gera svona æfingar eða einhverja allt aðrar æfingar, númer 1, 2 og 3 er að hreyfa sig“, segir Kristgeir.
Snæfellsbær CrossFit Heilsa Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira