Annar krísufundur framundan hjá Spánverjum Smári Jökull Jónsson skrifar 27. ágúst 2023 21:31 Þeir kumpánar Jorge Vilda, landsliðsþjálfari Spánar, og Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands Spánar, brosa í gegnum tárin. Vísir/Getty Spænska knattspyrnusambandið hefur boðað til annars krísufundar á morgun vegna málefna forsetans Luis Rubiales. Forsetinn neitar að hætta en FIFA hefur dæmt hann í þriggja mánaða bann. Annar krísufundur spænska knattspyrnusambandsins á aðeins nokkrum dögum hefur verið boðaður á morgun. Forseti sambandsins hefur neitað að hætta þó FIFA hafi dæmt hann í þriggja mánaða bann og nú hefur þjálfari heimsmeistaraliðs Spánar gefið út yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir formanninn. Þá er nær allt starfslið landsliðsins hætt störfum. Búist var við því að Rubiales myndi segja af sér á fundi sambandsins á föstudag en í stað þess hélt hann eldræðu og sagði að málið væru nornavæðar falskra femínista. Upphaf málsins er þegar Rubiales kyssti Jenni Hermoso leikmann Spánar á munninn eftir úrslitaleik Spánar og Englands á heimsmeistaramótinu. Starfandi forseti sambandsins Pedro Rocha boðaði til fundarins á morgun til að „meta stöðuna sem sambandið er í“ og skoða „hvaða ákvarðanir og aðgerðir þarf að ræða,“ sagði talsmaður hans í dag. Þá hefur verið boðað til innri rannsóknar þar sem ferli sambandsins vegna kynferðislegar áreitni hefur verið virkjað. Maria Dolores Martinez Madrona, sem stýra mun rannsókninni, sagði að hún krefðist þess að einkalíf og virðing allra þeirra sem að málinu kæmi væri virt. Þjálfarinn breytir um kúrs Þá hafa styrktaraðilar sambandsins stigið fram og gagnrýnt hegðun Rubiales. Flugfélagið Iberia sagði í yfirlýsingu að fyrirtækið styddi viðeigandi ráðstafanir sem gripið væri til til að tryggja réttindi íþróttamanna- og kvenna. Á leikjum í spænsku úrvalsdeildinni fékk Hermoso stuðnings frá ýmsum liðum og þá var klappað fyrir henni á leik Atletico Madrid og AC Milan sem fram fór í gær. Allt starfsfólk landsliðsins hætti störfum á föstudag til að mótmæla því að Rubiales ætlaði sér að sitja áfram. Að undanskildum þjálfaranum Jorge Vilda. Vilda gerði lítið úr atvikinu eftir úrslitaleikinn í upphafi og hefur verið talinn í stuðningsmannahópi Rubiales. Í dag gaf hann hins vegar út yfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi yfirmann sinn. „Atburðirnir sem hafa átt sér stað eftir að Spánn vann heimsmeistaratitilinn hafa verið algjör vitleysa og hafa skapað fordæmalausar aðstæður og skyggt á verðskuldaðan sigur leikmanna okkar og þjóðar.“ „Ég harma að sigur spænska kvennalandsliðsins hafi fallið í skuggann af óviðeigandi hegðun forseta sambandsins. Það er enginn vafi á að þetta er óásættanlegt og endurspeglar á engan hátt þau gildi sem ég berst fyrir í mínu lífi, í íþrótt og knattspyrnu almennt.“ Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Annar krísufundur spænska knattspyrnusambandsins á aðeins nokkrum dögum hefur verið boðaður á morgun. Forseti sambandsins hefur neitað að hætta þó FIFA hafi dæmt hann í þriggja mánaða bann og nú hefur þjálfari heimsmeistaraliðs Spánar gefið út yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir formanninn. Þá er nær allt starfslið landsliðsins hætt störfum. Búist var við því að Rubiales myndi segja af sér á fundi sambandsins á föstudag en í stað þess hélt hann eldræðu og sagði að málið væru nornavæðar falskra femínista. Upphaf málsins er þegar Rubiales kyssti Jenni Hermoso leikmann Spánar á munninn eftir úrslitaleik Spánar og Englands á heimsmeistaramótinu. Starfandi forseti sambandsins Pedro Rocha boðaði til fundarins á morgun til að „meta stöðuna sem sambandið er í“ og skoða „hvaða ákvarðanir og aðgerðir þarf að ræða,“ sagði talsmaður hans í dag. Þá hefur verið boðað til innri rannsóknar þar sem ferli sambandsins vegna kynferðislegar áreitni hefur verið virkjað. Maria Dolores Martinez Madrona, sem stýra mun rannsókninni, sagði að hún krefðist þess að einkalíf og virðing allra þeirra sem að málinu kæmi væri virt. Þjálfarinn breytir um kúrs Þá hafa styrktaraðilar sambandsins stigið fram og gagnrýnt hegðun Rubiales. Flugfélagið Iberia sagði í yfirlýsingu að fyrirtækið styddi viðeigandi ráðstafanir sem gripið væri til til að tryggja réttindi íþróttamanna- og kvenna. Á leikjum í spænsku úrvalsdeildinni fékk Hermoso stuðnings frá ýmsum liðum og þá var klappað fyrir henni á leik Atletico Madrid og AC Milan sem fram fór í gær. Allt starfsfólk landsliðsins hætti störfum á föstudag til að mótmæla því að Rubiales ætlaði sér að sitja áfram. Að undanskildum þjálfaranum Jorge Vilda. Vilda gerði lítið úr atvikinu eftir úrslitaleikinn í upphafi og hefur verið talinn í stuðningsmannahópi Rubiales. Í dag gaf hann hins vegar út yfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi yfirmann sinn. „Atburðirnir sem hafa átt sér stað eftir að Spánn vann heimsmeistaratitilinn hafa verið algjör vitleysa og hafa skapað fordæmalausar aðstæður og skyggt á verðskuldaðan sigur leikmanna okkar og þjóðar.“ „Ég harma að sigur spænska kvennalandsliðsins hafi fallið í skuggann af óviðeigandi hegðun forseta sambandsins. Það er enginn vafi á að þetta er óásættanlegt og endurspeglar á engan hátt þau gildi sem ég berst fyrir í mínu lífi, í íþrótt og knattspyrnu almennt.“
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira