Bestu mörkin: Tap í bikarúrslitum gerði útslagið í titilbaráttu Blika Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 13:01 Breiðablik mátti þola óvænt 3-1 tap gegn Lengjudeildarliði Víkings í úrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum og gengi liðsins hefur verið slakt síðan þá. Vísir/Hulda Margrét Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Bestu markanna gerðu upp tímabilið hjá hverju liði fyrir sig í þætti gærkvöldsins eftir að lokaumferð Bestu-deildar kvenna fyrir tvískiptingu fór fram. Breiðabliki hefur fatast flugið í síðustu leikjum og liðið er nú átta stigum á eftir toppliði Vals. Breiðablik og Valur háðu harða toppbaráttu lengst af í sumar og lengi vel voru Blikar skrefi framar. Íslandsmeistarar Vals hafa þó sigið fram úr á undanförnum vikum, enda er Breiðablik án sigurs í síðustu þremur leikjum. Raunar hefur Breiðablik aðeins unnið tvo leiki af þeim sex sem liðið hefur leikið eftir landsleikjahléið sem var í síðasta mánuði og þrátt fyrir að hafa skorað 42 mörk í þessum 18 umferðum virðist draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn vera að fjara út áður en úrslitakeppnin hefst. „Þær voru svo frábærar og við ræddum það fyrir hlé. Ási [Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks] sagði það í viðtali að liðið hefði eiginlega ekki kosið að fá hlé,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. „Síðan svona hökta þær aðeins eftir það og þessi bikarúrslit fóru með þetta,“ bætti Helena við, en Breiðablik þurfti að sætta sig við 3-1 tap gegn Lengjudeildarliði Víkings í úrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum. Sérfræðingar þáttarins hrósuðu Breiðabliki þó fyrir fjölda marka sem liðið hefur skorað í sumar og hversu stór hluti leikmannahópsins hefur komið að mörkum liðsins. Meiðsli og brotthvarf leikmanna í háskóla hafi þó sett strik í reikninginn og voru þær flestar sammála um það að liðinu vanti breidd til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Klippa: Bestu mörkin - Breiðablik Eins og áður segir situr Breiðablik í öðru sæti deildarinnar nú þegar komið er að úrslitakeppninni. Liðið er átta stigum á eftir ríkjandi og verðandi Íslandsmeistum Vals og þurfa Blikar líklega frekar að horfa niður fyrir sig í töfluna og einbeita sér að því að halda öðru sætinu frekar en að hafa áhyggjur af titilbaráttu. Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Sjá meira
Breiðablik og Valur háðu harða toppbaráttu lengst af í sumar og lengi vel voru Blikar skrefi framar. Íslandsmeistarar Vals hafa þó sigið fram úr á undanförnum vikum, enda er Breiðablik án sigurs í síðustu þremur leikjum. Raunar hefur Breiðablik aðeins unnið tvo leiki af þeim sex sem liðið hefur leikið eftir landsleikjahléið sem var í síðasta mánuði og þrátt fyrir að hafa skorað 42 mörk í þessum 18 umferðum virðist draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn vera að fjara út áður en úrslitakeppnin hefst. „Þær voru svo frábærar og við ræddum það fyrir hlé. Ási [Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks] sagði það í viðtali að liðið hefði eiginlega ekki kosið að fá hlé,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. „Síðan svona hökta þær aðeins eftir það og þessi bikarúrslit fóru með þetta,“ bætti Helena við, en Breiðablik þurfti að sætta sig við 3-1 tap gegn Lengjudeildarliði Víkings í úrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum. Sérfræðingar þáttarins hrósuðu Breiðabliki þó fyrir fjölda marka sem liðið hefur skorað í sumar og hversu stór hluti leikmannahópsins hefur komið að mörkum liðsins. Meiðsli og brotthvarf leikmanna í háskóla hafi þó sett strik í reikninginn og voru þær flestar sammála um það að liðinu vanti breidd til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Klippa: Bestu mörkin - Breiðablik Eins og áður segir situr Breiðablik í öðru sæti deildarinnar nú þegar komið er að úrslitakeppninni. Liðið er átta stigum á eftir ríkjandi og verðandi Íslandsmeistum Vals og þurfa Blikar líklega frekar að horfa niður fyrir sig í töfluna og einbeita sér að því að halda öðru sætinu frekar en að hafa áhyggjur af titilbaráttu.
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Sjá meira