Sandra opin í að snúa aftur í íslenska landsliðið: „Hætt við að hætta“ Aron Guðmundsson skrifar 28. ágúst 2023 19:15 Sandra Sigurðardóttir hefur tekið markmannshanskana af hillunni og er klár í slaginn með íslenska landsliðinu ef kallið kemur. Vísir/Sigurjón Ólason Sandra Sigurðardóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður og leikjahæsti leikmaður sögunnar í efstu deild kvenna í fótbolta er klár í að snúa aftur í íslenska landsliðið. Hanskarnir eru komnir af hillunni. Sandra hefur nú leikið 332 leiki í efstu deild á Íslandi fyrir Þór/KA/KS, Stjörnuna og Val og skorað eitt mark. Hún hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari með Val og Stjörnunni og fjórum sinnum bikarmeistari. Þá lék hún eitt tímabil í Svíþjóð með Jitex. Fyrr á þessu, nánar tiltekið í mars, lagði Sandra markmannshanskana á hilluna. En í gær lék hún sinn fyrsta leik í efstu deild með Val í tæpt ár eftir að hafa undanfarnar vikur æft með félaginu og þar áður hjálpað liði Grindavíkur fyrr í sumar. Hún er hætt við að hætta í fótbolta. „Þetta hefur verið krefjandi tími, ég ætla alveg að vera heiðarleg með það,“ segir Sandra í samtali við fréttastofu um tímann frá því að hún tók ákvörðun um að láta gott heita af fótboltaferlinum. „Ég stend alveg við þessa ákvörðun sem ég tók á sínum tíma en þetta hefur verið virkilega erfitt. Ég efaðist oft á tíðum um þessa ákvörðun en nú er ég komin aftur.“ Sandra er leikjahæsti leikmaður efstu deildar kvenna frá upphafiVísir/Hulda Margrét „Þekki ekkert annað“ Sandra hefur æft með Íslandsmeisturum Vals upp á síðkastið, þar sem að hún hefur unnið fjölda titla. Á undanförnum vikum hefur hún verið á meðal varamanna í leikjum liðsins en í gær dró til tíðinda er hún var mætt í byrjunarliðið í leik gegn Keflavík á kunnuglegum slóðum, Origovellinum. „Mér leið eins og ég hefði ekkert farið í burtu,“ segir Sandra um tilfinninguna að spila á nýjan leik á Origovellinum. „Það kveikti helling í mér að taka þessa tvo leiki með Grindavík fyrr í sumar þegar að ég fór til félagsins á neyðarláni. Nú hef ég verið að æfa á fullu með Val upp á síðkastið og hafði fyrir þetta neyðarlán hjá Grindavík verið að mæta á eina og eina æfingu. Pétur (þjálfari Vals) vissi það alveg upp á hár að það kitlaði mig enn að snúa aftur á völlinn, hann hafði því samband þegar að Valur lenti í smá veseni með markmannsmálin og ég var til í að stökkva inn.“ Sandra tók fram hanskana fyrr í sumar og lék í marki Grindavíkur.Vísir/SJJ Á þessum vikum, jafnvel mánuðum, sem liðu eftir að þú ákvörðun um að leggja hanskana á hilluna. Var fótboltinn alltaf að toga í þig? „Já það má segja það að ákveðnu leiti, ég þekki ekkert annað en að vera í fótbolta. Á þessum tíma var ég í brasi með að hugsa út í það hvernig ég ætti að vera í sumarfríi, hvað ég ætti eiginlega að gera við sjálfa mig því ég hafði æft fótbolta frá því að ég var fimm ára. Þetta (að vera fjarri fótboltanum) var erfiðara en ég hafði gert mér grein fyrir og því er það ótrúlega gaman að vera komin aftur.“ En þegar að þú segir „komin aftur“, ertu endanlega komin aftur? Hvernig horfir framhaldið við þér? „Eins og staðan er í dag þá er ég hætt við að hætta. Ég tek vissulega bara einn dag í einu en þetta verkefni sem ég tek að mér hérna í Val er með það markmið að koma okkur sem lengst í Evrópukeppninni. Það er gríðarlega spennandi verkefni sem gæti teygt sig fram í janúar ef allt gengur vel. Hvernig sem að mín þátttaka verður í því langar mig að taka þátt í því. Ég er komin hérna inn í Val með mikla samkeppni í Fanneyju Ingu sem er einn efnilegasti markvörður Íslands. Það er því ekkert sjálfsagt að ég vinni mér inn sæti í byrjunarliðinu, alls ekki, en ég er þó komin til að taka slaginn.“ Vill aftur í íslenska landsliðið Sandra á að baki 49 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur verið einn af fulltrúum þjóðarinnar á stórmóti. Íslenska landsliðið hefur, í september, leik í Þjóðadeild UEFA og á dögunum bárust vondar fréttir af einum af okkar bestu markvörðum, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem verður lengi frá vegna hnémeiðsla. Ert þú opin fyrir endurkomu í íslenska landsliðið? „Já ég held ég geti alveg sagt það. Ég er all-in í því sem ég er að gera núna.“ Sandra í leik með íslenska landsliðinuGetty Þannig ef að Þorsteinn landsliðsþjálfari myndi taka upp símann og hringja í þig þá myndirðu svara kallinu? „Já ef hann myndi hafa samband við mig, þá er ég opin fyrir því.“ Besta deild kvenna Valur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Sandra hefur nú leikið 332 leiki í efstu deild á Íslandi fyrir Þór/KA/KS, Stjörnuna og Val og skorað eitt mark. Hún hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari með Val og Stjörnunni og fjórum sinnum bikarmeistari. Þá lék hún eitt tímabil í Svíþjóð með Jitex. Fyrr á þessu, nánar tiltekið í mars, lagði Sandra markmannshanskana á hilluna. En í gær lék hún sinn fyrsta leik í efstu deild með Val í tæpt ár eftir að hafa undanfarnar vikur æft með félaginu og þar áður hjálpað liði Grindavíkur fyrr í sumar. Hún er hætt við að hætta í fótbolta. „Þetta hefur verið krefjandi tími, ég ætla alveg að vera heiðarleg með það,“ segir Sandra í samtali við fréttastofu um tímann frá því að hún tók ákvörðun um að láta gott heita af fótboltaferlinum. „Ég stend alveg við þessa ákvörðun sem ég tók á sínum tíma en þetta hefur verið virkilega erfitt. Ég efaðist oft á tíðum um þessa ákvörðun en nú er ég komin aftur.“ Sandra er leikjahæsti leikmaður efstu deildar kvenna frá upphafiVísir/Hulda Margrét „Þekki ekkert annað“ Sandra hefur æft með Íslandsmeisturum Vals upp á síðkastið, þar sem að hún hefur unnið fjölda titla. Á undanförnum vikum hefur hún verið á meðal varamanna í leikjum liðsins en í gær dró til tíðinda er hún var mætt í byrjunarliðið í leik gegn Keflavík á kunnuglegum slóðum, Origovellinum. „Mér leið eins og ég hefði ekkert farið í burtu,“ segir Sandra um tilfinninguna að spila á nýjan leik á Origovellinum. „Það kveikti helling í mér að taka þessa tvo leiki með Grindavík fyrr í sumar þegar að ég fór til félagsins á neyðarláni. Nú hef ég verið að æfa á fullu með Val upp á síðkastið og hafði fyrir þetta neyðarlán hjá Grindavík verið að mæta á eina og eina æfingu. Pétur (þjálfari Vals) vissi það alveg upp á hár að það kitlaði mig enn að snúa aftur á völlinn, hann hafði því samband þegar að Valur lenti í smá veseni með markmannsmálin og ég var til í að stökkva inn.“ Sandra tók fram hanskana fyrr í sumar og lék í marki Grindavíkur.Vísir/SJJ Á þessum vikum, jafnvel mánuðum, sem liðu eftir að þú ákvörðun um að leggja hanskana á hilluna. Var fótboltinn alltaf að toga í þig? „Já það má segja það að ákveðnu leiti, ég þekki ekkert annað en að vera í fótbolta. Á þessum tíma var ég í brasi með að hugsa út í það hvernig ég ætti að vera í sumarfríi, hvað ég ætti eiginlega að gera við sjálfa mig því ég hafði æft fótbolta frá því að ég var fimm ára. Þetta (að vera fjarri fótboltanum) var erfiðara en ég hafði gert mér grein fyrir og því er það ótrúlega gaman að vera komin aftur.“ En þegar að þú segir „komin aftur“, ertu endanlega komin aftur? Hvernig horfir framhaldið við þér? „Eins og staðan er í dag þá er ég hætt við að hætta. Ég tek vissulega bara einn dag í einu en þetta verkefni sem ég tek að mér hérna í Val er með það markmið að koma okkur sem lengst í Evrópukeppninni. Það er gríðarlega spennandi verkefni sem gæti teygt sig fram í janúar ef allt gengur vel. Hvernig sem að mín þátttaka verður í því langar mig að taka þátt í því. Ég er komin hérna inn í Val með mikla samkeppni í Fanneyju Ingu sem er einn efnilegasti markvörður Íslands. Það er því ekkert sjálfsagt að ég vinni mér inn sæti í byrjunarliðinu, alls ekki, en ég er þó komin til að taka slaginn.“ Vill aftur í íslenska landsliðið Sandra á að baki 49 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur verið einn af fulltrúum þjóðarinnar á stórmóti. Íslenska landsliðið hefur, í september, leik í Þjóðadeild UEFA og á dögunum bárust vondar fréttir af einum af okkar bestu markvörðum, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem verður lengi frá vegna hnémeiðsla. Ert þú opin fyrir endurkomu í íslenska landsliðið? „Já ég held ég geti alveg sagt það. Ég er all-in í því sem ég er að gera núna.“ Sandra í leik með íslenska landsliðinuGetty Þannig ef að Þorsteinn landsliðsþjálfari myndi taka upp símann og hringja í þig þá myndirðu svara kallinu? „Já ef hann myndi hafa samband við mig, þá er ég opin fyrir því.“
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira