Englandsmeistararnir og Úlfarnir komast að munnlegu samkomulagi um Nunes Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. ágúst 2023 17:01 Matheus Nunes er að öllum líkindum að ganga til liðs við Manchester City. James Gill - Danehouse/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City hafa komist að munnlegu samkomulagi við Úlfana um kaup á portúgalska miðjumanninum Matheus Nunes. City mun greiða 47,3 milljónir punda fyrir leikmanninn sem samsvarar tæplega 7,9 milljörðum króna. Gangi kaupin í gegn mun samningurinn ekki innihalda árangurstengdar bónusgreiðslur. Úlfarnir höfnuðu tilboði City í seinustu viku og talið var að félagið vildi fá yfir 60 milljónir punda fyrir leikmanninn. Nunes var hættur að mæta á æfingar til að reyna að þvinga félagsskiptin í gegn. Gary O'Neil, þjálfari Wolves, sagði þó frá því að hann byggist við því að Nunes yrði áfram í herbúðum félagsins, en nú virðist annað ætla að koma á daginn. Englandsmeistararnir hafa verið í leit að leikmanni til að styrkja miðsvæðið eftir að Kevin de Bruyne meiddist í fyrstu umferð tímabilsins og gæti verið frá í allt að fjóra mánuði. City horfði lengi vel til Lucas Paqueta hjá West Ham, en félagið hætti við að eltast við hann eftir að enska knattspyrnusambandið greindi frá því að Paqueta sæti rannsókn vegna mögulegs brots á veðmálareglum deildarinnar. Nunes er 25 ára portúgalskur miðjumaður sem varð dýrasti leikmaður Wolves frá upphafi er liðið keypti hann síðasta sumar fyrir 38 milljónir punda. Hann hefur leikið 35 leiki fyrir Wolves í ensku úrvalsdeildinni og skorað í þeim eitt mark. Þá hefur hann skorað eitt mark í ellefu leikjum fyrir portúgalska landsliðið. Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Sjá meira
City mun greiða 47,3 milljónir punda fyrir leikmanninn sem samsvarar tæplega 7,9 milljörðum króna. Gangi kaupin í gegn mun samningurinn ekki innihalda árangurstengdar bónusgreiðslur. Úlfarnir höfnuðu tilboði City í seinustu viku og talið var að félagið vildi fá yfir 60 milljónir punda fyrir leikmanninn. Nunes var hættur að mæta á æfingar til að reyna að þvinga félagsskiptin í gegn. Gary O'Neil, þjálfari Wolves, sagði þó frá því að hann byggist við því að Nunes yrði áfram í herbúðum félagsins, en nú virðist annað ætla að koma á daginn. Englandsmeistararnir hafa verið í leit að leikmanni til að styrkja miðsvæðið eftir að Kevin de Bruyne meiddist í fyrstu umferð tímabilsins og gæti verið frá í allt að fjóra mánuði. City horfði lengi vel til Lucas Paqueta hjá West Ham, en félagið hætti við að eltast við hann eftir að enska knattspyrnusambandið greindi frá því að Paqueta sæti rannsókn vegna mögulegs brots á veðmálareglum deildarinnar. Nunes er 25 ára portúgalskur miðjumaður sem varð dýrasti leikmaður Wolves frá upphafi er liðið keypti hann síðasta sumar fyrir 38 milljónir punda. Hann hefur leikið 35 leiki fyrir Wolves í ensku úrvalsdeildinni og skorað í þeim eitt mark. Þá hefur hann skorað eitt mark í ellefu leikjum fyrir portúgalska landsliðið.
Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Sjá meira