Hafa áhyggjur af hnífaburði grunnskólakrakka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2023 21:00 Yfirvöld í Kópavogi hafa áhyggjur af auknum hnífaburði ungmenna. Vísir/Vilhelm Borið hefur á því í skóla-og félagsmiðstöðvastarfi í Kópavogi að unglingar gangi með hníf á sér. Starfsmenn hafa áhyggjur af þessari þróun og foreldrum skólabarna hefur verið sent bréf vegna málsins. Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar á Menntasviði Kópavogsbæjar og Amanda K. Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar á Menntasviði Kópavogsbæjar rita nafn sitt undir bréfið. Vísir hefur ekki náð tali af þeim Ragnheiði og Amöndu. Í bréfinu segir að unglingarnir beri margir því við að þau þurfi hníf, til dæmis vegna viðgerða eða viðhalds á vespum sínum. „En við sem störfum með og fyrir ungt fólk höfum áhyggjur af þessari þróun, þar sem slíkt getur ógnað öðrum unglingum,“ segir í bréfinu. Þar er minnt á að það að bera hníf á sér í skóla- og félagsmiðstöðvastarfi, eða þeim stofnunum sem tilheyri Menntasviði Kópavogsbæjar, sé stranglega bannað. Það eigi við um grunnskóla, grunnskólalóðir, félagsmiðstöðvar, leikskóla, leikskólalóðir og íþróttamannvirki. „Brugðist er við ef barn eða unglingur er með hníf undir höndum í ofangreindum stofnunum með sama hætti og við á um neyslu tóbaks, vímuefna- eða áfengisneyslu hjá börnum og unglingum. Hnífurinn er gerður upptækur og foreldrum gert viðvart. Lögreglu er gert viðvart í þeim tilvikum sem hnífum er beitt og meta stjórnendur stofnana hvert tilvik fyrir sig.“ Í ljósi þessa telji starfsmenn bæjarins sem starfa með og fyrir ungt fólk ástæðu til þess að upplýsa foreldra og forráðamenn um þær reglur sem séu í gildi um að bera hníf á sér í skóla-og félagsmiðstöðvastarfi og hvernig Menntasvið Kópavogsbæjar vill taka á þeim málum. Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar á Menntasviði Kópavogsbæjar og Amanda K. Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar á Menntasviði Kópavogsbæjar rita nafn sitt undir bréfið. Vísir hefur ekki náð tali af þeim Ragnheiði og Amöndu. Í bréfinu segir að unglingarnir beri margir því við að þau þurfi hníf, til dæmis vegna viðgerða eða viðhalds á vespum sínum. „En við sem störfum með og fyrir ungt fólk höfum áhyggjur af þessari þróun, þar sem slíkt getur ógnað öðrum unglingum,“ segir í bréfinu. Þar er minnt á að það að bera hníf á sér í skóla- og félagsmiðstöðvastarfi, eða þeim stofnunum sem tilheyri Menntasviði Kópavogsbæjar, sé stranglega bannað. Það eigi við um grunnskóla, grunnskólalóðir, félagsmiðstöðvar, leikskóla, leikskólalóðir og íþróttamannvirki. „Brugðist er við ef barn eða unglingur er með hníf undir höndum í ofangreindum stofnunum með sama hætti og við á um neyslu tóbaks, vímuefna- eða áfengisneyslu hjá börnum og unglingum. Hnífurinn er gerður upptækur og foreldrum gert viðvart. Lögreglu er gert viðvart í þeim tilvikum sem hnífum er beitt og meta stjórnendur stofnana hvert tilvik fyrir sig.“ Í ljósi þessa telji starfsmenn bæjarins sem starfa með og fyrir ungt fólk ástæðu til þess að upplýsa foreldra og forráðamenn um þær reglur sem séu í gildi um að bera hníf á sér í skóla-og félagsmiðstöðvastarfi og hvernig Menntasvið Kópavogsbæjar vill taka á þeim málum.
Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira