„Ekki ráðherra til að fá útrás fyrir sína villtustu drauma“ Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 31. ágúst 2023 12:35 Svandís Svavarsdóttir segist ánægð með að umræðan um velferð dýra varðandi hvalveiðar sé komin á hærra plan. Vísir/Einar Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir að margar hugmyndir hafi verið lagðar fram sem ættu að leiða til færri frávika við hvalveiðar. Hvalveiðar hefjast aftur á morgun en með ítarlegum skilyrðum en Svandís þvertekur fyrir að hún sé að láta undan hótunum með því að leyfa veiðarnar aftur. Svandís tilkynnti í dag að sett yrði á ný reglugerð sem ætlað væri að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Er þar um að ræða viðbrögð við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðarnar, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um bættar veiðar. Sjá einnig: Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum Þegar hún tilkynnti ákvörðunina sagði Svandís að eftirlit með hvalveiðum yrði aukið mjög og að skrá þyrfti hvert einasta frávik við veiðar. Um viðbrögð annarra í ríkisstjórn við þessari ákvörðun sagði Svandís þau hafa verið eins og við væri að búast. „Við erum að ræða mjög margar hliðar þessa máls og það sem liggur á mínu borði er að bregðast við á grundvelli gildandi laga. Og ég geri það,“ sagði Svandís. „Síðan eru það umræður um pólitíska afstöðu til málsins sem eru kannski aðrar umræður en þær sem lúta beinlínis að því hvaða svigrúm eða ráðrúm ég hef sjálf sem embættismaður eða sem ráðherra.“ Hún sagðist telja það mikilvægt að tekist hafi að setja málið „svona kyrfilega“ á dagskrá. Það sé mikilvægt að gera kröfur um stíft eftirlit og það hafi ekki verið gert áður. „Þannig að nú erum við með gögnin. Nú sjáum við hvernig þetta fer fram. Við erum komin með skýrslu um efnahagsleg áhrif, skýrslu um umhverfisleg áhrif, skýrslu um dýravelferðarsjónarmið, sem eru komin það ofarlega á dagskrá í íslenskri stjórnmálaumræðu í dag að við höfum ekki séð það áður.“ Svandís sagðist ánægð með það en að umræðunni væri engan veginn lokið. Hún legði mikla áherslu á að henni yrði haldið áfram og þá í samfélaginu öllu. „Við erum síðasta þjóðin í heiminum sem erum að leyfa veiðar á stórhvelum með þessum hætti. Það er einn aðili sem er að stunda þær veiðar og spurningin um það sem ég hef verið spurð, hvort það sé sú framtíðarsýn sem við viljum sjá, sú spurning er ennþá gild.“ Ekki fædd í gær og ekki að láta undan hótunum Eftir tilkynninguna var Svandís spurð hvort hún væri ánægð með ákvörðunina og sagðist hún þá ekki vera fædd í gær. „Ég veit það að maður er ekki ráðherra til að fá útrás fyrir sína villtustu drauma.“ Hún sagðist vera í þessu tilfelli að taka ákvörðun á grundvelli faglegra og lögmætra sjónarmiða auk góðrar stjórnsýslu. Hún sagði ný skilyrði fyrir hvalveiðar skýr og afgerandi og það skipti miklu máli í hennar huga. Aðspurð um það hvort hún væri að láta undan hótunum samstarfsflokka í ríkisstjórninni sagði Svandís að svo færi alls ekki. „Það væri dapurleg nálgun fagráðherra að bregðast við slíkum þrýstingi og það hef ég ekki gert. Enda hef ég ekki orðið fyrir neinum þrýstingi öðruvísi en þeim sem ég hef lesið í fjölmiðlum eins og þið. Ég vil leyfa mér að líta svo á að slíkar hótanir og vangaveltur snúist frekar um innanflokksvanda og ég hef sagt það að það er alltaf til góðs að fólk tali meira saman. Það gilti á þessum tímum sérstaklega um Sjálfstæðismenn,“ sagði Svandís. Hún sagði engan þrýsting hafa verið við ríkisstjórnarborðið. Deilt hefur verið innan ríkisstjórnarflokkanna og hafa þingmenn lýst yfir óánægju með hvalveiðibannið tímabundna. Hvort þessi ákvörðun hennar muni leysa þær deilur segist Svandís ekki hafa skoðun á því. Ítrekaði hún aftur að ákvörðunin væri byggð á faglegum sjónarmiðum og stjórnsýslu, eins og hennar fyrri ákvarðanir í þessum efnum. „Ég vinn á grundvelli gildandi laga og ég er ánægð með það að lög um dýravelferð, þeim hafi verið lyft í umræðunni. Þau verðskulda hærri sess en þau hafa haft undanfarin ár,“ sagði Svandís. „Þeir sem hafa andmælt minni fyrri ráðstöfun, fjölluðu ekki mikið um dýravelferðarsjónarmið.“ Sjá einnig: Tillögur og úrbætur til þess fallnar að hafa áhrif áárangur hvalveiða Svandís vildi ekki segja hvort hún myndi endurskoða aftur leyfi til hvalveiða fyrir næsta sumar. Núverandi leyfi væri í gildi til áramóta og annað væri ekki til umræðu. Stefna VG að banna hvalveiðar Varðandi stjörnur vestanhafs sem hafa lýst því yfir að Ísland verði sniðgengið verði hvalveiðar leyfðar aftur sagði Svandís að heildarmyndin skipti máli en hún yrði að byggja sínar ákvarðanir á lögum um dýravelferð og lögum um hvalveiðar. „Það er alveg ljóst að það að við erum eina þjóðin sem erum að stunda þessa atvinnustarfsemi skiptir mál og þau sem hafa sagt að það sé spurning hvort við viljum vera svoleiðis samfélag, ég skil mjög vel slíkar áhyggjur.“ Þegar hún var spurð hvort hún vildi persónulega banna hvalveiðar sagði Svandís að VG vildi banna hvalveiðar. „Það er stefna VG að gera það. Á mínu borði núna er að bregðast við gildu leyfi frá forvera mínum og gera það sem ráðherra og embættismaður á grundvelli laga.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vaktin: Hvalveiðar hefjast að nýju Hvalveiðar hefjast á ný á morgun. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um hvalveiðar sem verða með strangara eftirlit en áður. 31. ágúst 2023 09:52 Möguleg sniðganga Hollywood hræsni í augum Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands. 31. ágúst 2023 09:31 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Svandís tilkynnti í dag að sett yrði á ný reglugerð sem ætlað væri að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Er þar um að ræða viðbrögð við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðarnar, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um bættar veiðar. Sjá einnig: Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum Þegar hún tilkynnti ákvörðunina sagði Svandís að eftirlit með hvalveiðum yrði aukið mjög og að skrá þyrfti hvert einasta frávik við veiðar. Um viðbrögð annarra í ríkisstjórn við þessari ákvörðun sagði Svandís þau hafa verið eins og við væri að búast. „Við erum að ræða mjög margar hliðar þessa máls og það sem liggur á mínu borði er að bregðast við á grundvelli gildandi laga. Og ég geri það,“ sagði Svandís. „Síðan eru það umræður um pólitíska afstöðu til málsins sem eru kannski aðrar umræður en þær sem lúta beinlínis að því hvaða svigrúm eða ráðrúm ég hef sjálf sem embættismaður eða sem ráðherra.“ Hún sagðist telja það mikilvægt að tekist hafi að setja málið „svona kyrfilega“ á dagskrá. Það sé mikilvægt að gera kröfur um stíft eftirlit og það hafi ekki verið gert áður. „Þannig að nú erum við með gögnin. Nú sjáum við hvernig þetta fer fram. Við erum komin með skýrslu um efnahagsleg áhrif, skýrslu um umhverfisleg áhrif, skýrslu um dýravelferðarsjónarmið, sem eru komin það ofarlega á dagskrá í íslenskri stjórnmálaumræðu í dag að við höfum ekki séð það áður.“ Svandís sagðist ánægð með það en að umræðunni væri engan veginn lokið. Hún legði mikla áherslu á að henni yrði haldið áfram og þá í samfélaginu öllu. „Við erum síðasta þjóðin í heiminum sem erum að leyfa veiðar á stórhvelum með þessum hætti. Það er einn aðili sem er að stunda þær veiðar og spurningin um það sem ég hef verið spurð, hvort það sé sú framtíðarsýn sem við viljum sjá, sú spurning er ennþá gild.“ Ekki fædd í gær og ekki að láta undan hótunum Eftir tilkynninguna var Svandís spurð hvort hún væri ánægð með ákvörðunina og sagðist hún þá ekki vera fædd í gær. „Ég veit það að maður er ekki ráðherra til að fá útrás fyrir sína villtustu drauma.“ Hún sagðist vera í þessu tilfelli að taka ákvörðun á grundvelli faglegra og lögmætra sjónarmiða auk góðrar stjórnsýslu. Hún sagði ný skilyrði fyrir hvalveiðar skýr og afgerandi og það skipti miklu máli í hennar huga. Aðspurð um það hvort hún væri að láta undan hótunum samstarfsflokka í ríkisstjórninni sagði Svandís að svo færi alls ekki. „Það væri dapurleg nálgun fagráðherra að bregðast við slíkum þrýstingi og það hef ég ekki gert. Enda hef ég ekki orðið fyrir neinum þrýstingi öðruvísi en þeim sem ég hef lesið í fjölmiðlum eins og þið. Ég vil leyfa mér að líta svo á að slíkar hótanir og vangaveltur snúist frekar um innanflokksvanda og ég hef sagt það að það er alltaf til góðs að fólk tali meira saman. Það gilti á þessum tímum sérstaklega um Sjálfstæðismenn,“ sagði Svandís. Hún sagði engan þrýsting hafa verið við ríkisstjórnarborðið. Deilt hefur verið innan ríkisstjórnarflokkanna og hafa þingmenn lýst yfir óánægju með hvalveiðibannið tímabundna. Hvort þessi ákvörðun hennar muni leysa þær deilur segist Svandís ekki hafa skoðun á því. Ítrekaði hún aftur að ákvörðunin væri byggð á faglegum sjónarmiðum og stjórnsýslu, eins og hennar fyrri ákvarðanir í þessum efnum. „Ég vinn á grundvelli gildandi laga og ég er ánægð með það að lög um dýravelferð, þeim hafi verið lyft í umræðunni. Þau verðskulda hærri sess en þau hafa haft undanfarin ár,“ sagði Svandís. „Þeir sem hafa andmælt minni fyrri ráðstöfun, fjölluðu ekki mikið um dýravelferðarsjónarmið.“ Sjá einnig: Tillögur og úrbætur til þess fallnar að hafa áhrif áárangur hvalveiða Svandís vildi ekki segja hvort hún myndi endurskoða aftur leyfi til hvalveiða fyrir næsta sumar. Núverandi leyfi væri í gildi til áramóta og annað væri ekki til umræðu. Stefna VG að banna hvalveiðar Varðandi stjörnur vestanhafs sem hafa lýst því yfir að Ísland verði sniðgengið verði hvalveiðar leyfðar aftur sagði Svandís að heildarmyndin skipti máli en hún yrði að byggja sínar ákvarðanir á lögum um dýravelferð og lögum um hvalveiðar. „Það er alveg ljóst að það að við erum eina þjóðin sem erum að stunda þessa atvinnustarfsemi skiptir mál og þau sem hafa sagt að það sé spurning hvort við viljum vera svoleiðis samfélag, ég skil mjög vel slíkar áhyggjur.“ Þegar hún var spurð hvort hún vildi persónulega banna hvalveiðar sagði Svandís að VG vildi banna hvalveiðar. „Það er stefna VG að gera það. Á mínu borði núna er að bregðast við gildu leyfi frá forvera mínum og gera það sem ráðherra og embættismaður á grundvelli laga.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vaktin: Hvalveiðar hefjast að nýju Hvalveiðar hefjast á ný á morgun. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um hvalveiðar sem verða með strangara eftirlit en áður. 31. ágúst 2023 09:52 Möguleg sniðganga Hollywood hræsni í augum Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands. 31. ágúst 2023 09:31 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Vaktin: Hvalveiðar hefjast að nýju Hvalveiðar hefjast á ný á morgun. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um hvalveiðar sem verða með strangara eftirlit en áður. 31. ágúst 2023 09:52
Möguleg sniðganga Hollywood hræsni í augum Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands. 31. ágúst 2023 09:31