Körfuboltadómarar hafna einhliða gjaldskrá KKÍ og ætla ekki að dæma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. september 2023 21:56 Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar KKDÍ, hefur dæmt í efstu deildum í meira en áratug. vísir/bára Körfuboltadómarar á Íslandi munu ekki dæma í fullorðinsbolta hér á landi fyrr en Körfuknattleiksdómarafélags Íslands, KKDÍ, verður viðurkenndur mótsemjandi af Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ. Þetta staðfestir Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar KKDÍ, í samtali við Vísi í kvöld. Fyrr á þessu ári var greint frá því að körfuboltadómarar á Íslandi hafi verið með lausan samning við Körfuknattleikssamband Íslands í níu ár. KKÍ kveðst hins vegar ekki skylt til að semja sérstaklega við verktakastétt, eitthvað sem dómarar hafa verið ósáttir við. Körfuboltatímabilið hefst með formlegum hætti þann 20. september næstkomandi þegar Valur og Haukar eigast við í Meistarakeppni kvenna áður en Valur og Tindastóll mætast í Meistarakeppni karla fjórum dögum síðar. „Við erum ekki komnir í eiginlegt verkfall þar sem við erum ekki í launþegasambandi við KKÍ. En við höfum komist að þeirri niðurstöðu að dæma ekki í fullorðinsflokkum fyrr en KKÍ tekur ákvöðrun um að semja um gjaldskrá, faglega umgjörð og ferða- og fæðiskostnað,“ sagði Ísak þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. „Við höfnum því einfaldlega að vinna eftir einhliða stefnu KKÍ,“ bætti Ísak við. Samningur við KKDÍ skuli innihalda ákvæði um gjaldskrá dómgæslu Ákvörðun þessi var tekin á félagsfundi KKDÍ sem fram fór fyrr í kvöld þar sem um 40 félagsmenn voru viðstaddir. Ísak segir að meðlimir KKDÍ séu orðnir langþreyttir á ástandinu, en í ályktun ályktun fundarins kemur meðal annars fram að það sé ófrávíkjanleg krafa KKDÍ að félagið verði álitið sem samningsaðila. „Það er ófrávíkjanleg krafa KKDÍ að litið verði á félagið sem samningsaðila og að gerður verði skriflegur samningur við KKDÍ sem inniheldur ákvæði um gjaldskrá fyrir dómgæslu, fyrirkomulag ferða, ferðakostnað og annað faglegt starf, sem síðan verði staðfestur af félagsfundi KKDÍ,“ segir í ályktuninni. Þá segir að meðlimir KKDÍ séu reiðubúnir að taka upp samningaviðræður um leið og KKÍ hætti að horfa á dómarasambandið sem álitsgjafa. „Samninganefnd KKDÍ er reiðubúin að taka upp samningaviðræður jafnóðum og KKÍ hættir að horfa á KKDÍ sem álitsgjafa og viðurkenni KKDÍ sem samningsaðila. KKDÍ hafnar því að KKÍ gefi einhliða út gjaldskrá.“ Alyktunin segir einnig að körfuknattleiksdómarar á Íslandi muni ekki hefja störf í fullorðinsflokki á komandi leiktímabili, enda sé enginn samningur urndirritaður við sambandið. Dómarar munu hvorki dæma í æfinga- né keppnisleikjum. Þó sé það ekki vilji körfuknattleiksdómara að hindra þátttöku barna og unglinga í íþróttaiðkun og munu þeir því áfram gefa kost á sér í verkefni í yngri flokkum. Fréttin hefur verið uppfærð. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
Þetta staðfestir Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar KKDÍ, í samtali við Vísi í kvöld. Fyrr á þessu ári var greint frá því að körfuboltadómarar á Íslandi hafi verið með lausan samning við Körfuknattleikssamband Íslands í níu ár. KKÍ kveðst hins vegar ekki skylt til að semja sérstaklega við verktakastétt, eitthvað sem dómarar hafa verið ósáttir við. Körfuboltatímabilið hefst með formlegum hætti þann 20. september næstkomandi þegar Valur og Haukar eigast við í Meistarakeppni kvenna áður en Valur og Tindastóll mætast í Meistarakeppni karla fjórum dögum síðar. „Við erum ekki komnir í eiginlegt verkfall þar sem við erum ekki í launþegasambandi við KKÍ. En við höfum komist að þeirri niðurstöðu að dæma ekki í fullorðinsflokkum fyrr en KKÍ tekur ákvöðrun um að semja um gjaldskrá, faglega umgjörð og ferða- og fæðiskostnað,“ sagði Ísak þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. „Við höfnum því einfaldlega að vinna eftir einhliða stefnu KKÍ,“ bætti Ísak við. Samningur við KKDÍ skuli innihalda ákvæði um gjaldskrá dómgæslu Ákvörðun þessi var tekin á félagsfundi KKDÍ sem fram fór fyrr í kvöld þar sem um 40 félagsmenn voru viðstaddir. Ísak segir að meðlimir KKDÍ séu orðnir langþreyttir á ástandinu, en í ályktun ályktun fundarins kemur meðal annars fram að það sé ófrávíkjanleg krafa KKDÍ að félagið verði álitið sem samningsaðila. „Það er ófrávíkjanleg krafa KKDÍ að litið verði á félagið sem samningsaðila og að gerður verði skriflegur samningur við KKDÍ sem inniheldur ákvæði um gjaldskrá fyrir dómgæslu, fyrirkomulag ferða, ferðakostnað og annað faglegt starf, sem síðan verði staðfestur af félagsfundi KKDÍ,“ segir í ályktuninni. Þá segir að meðlimir KKDÍ séu reiðubúnir að taka upp samningaviðræður um leið og KKÍ hætti að horfa á dómarasambandið sem álitsgjafa. „Samninganefnd KKDÍ er reiðubúin að taka upp samningaviðræður jafnóðum og KKÍ hættir að horfa á KKDÍ sem álitsgjafa og viðurkenni KKDÍ sem samningsaðila. KKDÍ hafnar því að KKÍ gefi einhliða út gjaldskrá.“ Alyktunin segir einnig að körfuknattleiksdómarar á Íslandi muni ekki hefja störf í fullorðinsflokki á komandi leiktímabili, enda sé enginn samningur urndirritaður við sambandið. Dómarar munu hvorki dæma í æfinga- né keppnisleikjum. Þó sé það ekki vilji körfuknattleiksdómara að hindra þátttöku barna og unglinga í íþróttaiðkun og munu þeir því áfram gefa kost á sér í verkefni í yngri flokkum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira