Gullkálfarnir í GOGG Guðrún Njálsdóttir skrifar 5. september 2023 13:30 Mikið ofboðslega hef ég komist að mörgu síðan við hjónin byggðum okkur frístundahús í Grímsnes- og Grafningshreppi (GOGG) enda vorum við ekkert í byrjun að velta því fyrir okkur hvað það þýddi í raun og ég þori að fullyrða að það eru örugglega mjög margir í sömu stöðu hvað þetta varðar. Hvernig byrjar þetta allt? Tökum dæmi. Þegar aðili t.d. bóndi skipuleggur frístundasvæði úr landi sínu þá er hann auðvitað að því til að hagnast. Hann selur lóðirnar og þegar sölunni er lokið þarf hann ekki að hafa neinar áhyggjur því hann hefur ekki lengur neinar kvaðir við kaupendur enda búinn að afhenda lóðirnar. Við lóðarhafar í frístundabyggð verðum fljótlega „Gullkálfar„ sveitarfélagsins því fyrst greiðum við lóðargjöld og síðar fasteignagjöld þegar frístundahúsið hefur fengið lokaúttekt. Frístundahús og íbúðarhús borga sömu prósentu í fasteignagjöld, en íbúðarhúsið fær mun meira frá sveitarfélaginu, t.d. malbikaða götu, ljósastaura, stéttar, viðgerðir, sorphirðu og skólaakstur svo eitthvað sé nefnt. Þarna er að mínu mati húseigendum mismunað. Sama verð ætti að vera fyrir sömu þjónustu. Ekkert breytist þó frístundahúsaeigandi skrái sig hjá Þjóðskrá sem íbúi GOGG og fari að greiða útsvar til hreppsins. Hann er bara settur í hóp sem nefnist „Ótilgreindur í húsi“ sem í raun þýðir að viðkomandi er orðinn „Ósýnilegur“. Þessu eiga margir erfitt með að kyngja og vildu leita lausna hjá GOGG með stofnun samráðs-/samtalshóps um málefni þessa fólks sem óskar þess eins að vera sýnilegt. Þetta mætti gera með einhvers konar skráningu B eða tilhliðrunum af einhverju tagi. Sveitarstjórn hafnaði beiðninni með þeim rökum að óheimilt væri að hafa samráð um eitthvað sem væri ólöglegt. Svo ég vitni í orð oddvita GOGG þá vinnur sveitarstjórn „innan ramma laganna“ og ætlast til þess að ég kyngi þessu svari þeirra um að hér sé ég ólöglegur íbúi. Jafnvel hefur heyrst að seljendur frístundalóða séu að kvarta við sveitarstjórn yfir því að þeir vilji ekki að fólkið noti frístundahúsin of mikið því það sé ónæði af þeim. Fái frístundahúsaeigandi þá flugu í hausinn að gerast íbúi þá er hann „orðinn heimtufrekur“. Er ekki eitthvað rangt við þetta? Búsetufrelsi var stofnað í GOGG (Grímsnes- & Grafninghreppi) til að leita réttar þess fólks sem velja að búa í frístundahúsi sínu og telur tíma til kominn að fá úr því skorið hvort um lögbrot sé að ræða þegar löggjafinn leyfir því að flytja lögheimilið. Nú er spurning hvort rétt sé að fara með samtökin á landsvísu og berjast fyrir frístundahúsaeigendur. Fá þannig úr því skorið hvort frístundahús sé í raun ekki jafnsett og íbúðarhús fyrst báðar húsagerðir eru að borga sömu prósentu í fasteignagjöld. Ótti sveitarstjórnarfólks við fjölgun íbúa t.d í fámennum hreppi eins og GOGG virðist helstur sá að „völd riðlist“ og mögulega gætu þá einhverjir misst spón úr aski sínum eða nýir íbúar komið með aðra sýn á sveitapólitíkina. Í raun snýst þetta eingögnu um það hvort frístundaeigendur ætli sér að vera „Gullkálfar framtíðarinnar“ fyrir sveitarfélögin. Halda áfram að greiða fasteignagjöld í hæstu hæðum til sveitarfélagsins, án þess að fá fyrir það nokkuð í staðinn. Höfundur er stjórnarkona í Búsetufrelsi og stoltur íbúi Grímsnes- & Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Húsnæðismál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mikið ofboðslega hef ég komist að mörgu síðan við hjónin byggðum okkur frístundahús í Grímsnes- og Grafningshreppi (GOGG) enda vorum við ekkert í byrjun að velta því fyrir okkur hvað það þýddi í raun og ég þori að fullyrða að það eru örugglega mjög margir í sömu stöðu hvað þetta varðar. Hvernig byrjar þetta allt? Tökum dæmi. Þegar aðili t.d. bóndi skipuleggur frístundasvæði úr landi sínu þá er hann auðvitað að því til að hagnast. Hann selur lóðirnar og þegar sölunni er lokið þarf hann ekki að hafa neinar áhyggjur því hann hefur ekki lengur neinar kvaðir við kaupendur enda búinn að afhenda lóðirnar. Við lóðarhafar í frístundabyggð verðum fljótlega „Gullkálfar„ sveitarfélagsins því fyrst greiðum við lóðargjöld og síðar fasteignagjöld þegar frístundahúsið hefur fengið lokaúttekt. Frístundahús og íbúðarhús borga sömu prósentu í fasteignagjöld, en íbúðarhúsið fær mun meira frá sveitarfélaginu, t.d. malbikaða götu, ljósastaura, stéttar, viðgerðir, sorphirðu og skólaakstur svo eitthvað sé nefnt. Þarna er að mínu mati húseigendum mismunað. Sama verð ætti að vera fyrir sömu þjónustu. Ekkert breytist þó frístundahúsaeigandi skrái sig hjá Þjóðskrá sem íbúi GOGG og fari að greiða útsvar til hreppsins. Hann er bara settur í hóp sem nefnist „Ótilgreindur í húsi“ sem í raun þýðir að viðkomandi er orðinn „Ósýnilegur“. Þessu eiga margir erfitt með að kyngja og vildu leita lausna hjá GOGG með stofnun samráðs-/samtalshóps um málefni þessa fólks sem óskar þess eins að vera sýnilegt. Þetta mætti gera með einhvers konar skráningu B eða tilhliðrunum af einhverju tagi. Sveitarstjórn hafnaði beiðninni með þeim rökum að óheimilt væri að hafa samráð um eitthvað sem væri ólöglegt. Svo ég vitni í orð oddvita GOGG þá vinnur sveitarstjórn „innan ramma laganna“ og ætlast til þess að ég kyngi þessu svari þeirra um að hér sé ég ólöglegur íbúi. Jafnvel hefur heyrst að seljendur frístundalóða séu að kvarta við sveitarstjórn yfir því að þeir vilji ekki að fólkið noti frístundahúsin of mikið því það sé ónæði af þeim. Fái frístundahúsaeigandi þá flugu í hausinn að gerast íbúi þá er hann „orðinn heimtufrekur“. Er ekki eitthvað rangt við þetta? Búsetufrelsi var stofnað í GOGG (Grímsnes- & Grafninghreppi) til að leita réttar þess fólks sem velja að búa í frístundahúsi sínu og telur tíma til kominn að fá úr því skorið hvort um lögbrot sé að ræða þegar löggjafinn leyfir því að flytja lögheimilið. Nú er spurning hvort rétt sé að fara með samtökin á landsvísu og berjast fyrir frístundahúsaeigendur. Fá þannig úr því skorið hvort frístundahús sé í raun ekki jafnsett og íbúðarhús fyrst báðar húsagerðir eru að borga sömu prósentu í fasteignagjöld. Ótti sveitarstjórnarfólks við fjölgun íbúa t.d í fámennum hreppi eins og GOGG virðist helstur sá að „völd riðlist“ og mögulega gætu þá einhverjir misst spón úr aski sínum eða nýir íbúar komið með aðra sýn á sveitapólitíkina. Í raun snýst þetta eingögnu um það hvort frístundaeigendur ætli sér að vera „Gullkálfar framtíðarinnar“ fyrir sveitarfélögin. Halda áfram að greiða fasteignagjöld í hæstu hæðum til sveitarfélagsins, án þess að fá fyrir það nokkuð í staðinn. Höfundur er stjórnarkona í Búsetufrelsi og stoltur íbúi Grímsnes- & Grafningshrepps.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun