Hlýjasta sumarið á norðurhveli frá upphafi Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2023 10:23 Sjálfboðaliði á alþjóðlegum æskulýðsdegi reynir að kæla sig með lítilli handviftu á meðan hann bíður eftir að fagna Frans páfa í Portúgal í ágúst. AP/Armando Sumarið á norðurhveli var það hlýjasta sem hefur nokkru sinni mælst. Ágúst var hlýjasti ágústmánuður á jörðinni frá upphafi mælinga og næsthlýjasti mánuðurinn á eftir júlí í sumar. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðina standa frammi fyrir „loftslagshruni“. Meðalhitinn í ágúst var 1,5 gráðu yfir viðmiðunartímabili fyrir iðnbyltingu samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofunni og Kópernikusarloftslagsþjónustu Evrópusambandsins. Markmið Parísaramkomulagsins er að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu en mælt yfir áratugi, ekki einstaka mánuði. Ágúst var þriðji mánuðurinn í röð sem setur mánaðarhitamet. Hitinn í heimshöfunum var jafnframt sá mesti sem mæst hefur, nærri því 21 gráða. Hitamet hafa verið slegin í hafinu þrjá mánuði í röð, að sögn AP-fréttastofunnar. „Hundadagar sumarsins gelta ekki bara heldur bíta. Loftslagshrun er hafið,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðirnar, í yfirlýsingu um nýju mælingarnar. Tímabilið frá miðjum júlí til seinni hluta ágústs eru nefndir hundadagar. Heitið kemur frá Forn-Grikkjum sem tengdu sumarhita við hundastjörnuna Síríus sem byrjar að sjást á morgunhimni um þetta leyti samkvæmt íslenskri alfræðiorðabók. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er uggandi yfir þeim breytingum sem mannkynið veldur nú á loftslagi reikistjörnunnar.Vísir/EPA Í stórum hluta Mið-Evrópu og Skandinavíu var ágúst óvenjuvætusamur sem leiddi til flóða á sama tíma og miklir þurrkar sköpuðu aðstæður fyrir gróðurelda í Frakklandi, Grikklandi, Ítalíu og Portúgal, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nú í fyrstu viku september hefur aftakaúrkomu og flóð gert á Spáni og Grikklandi sem skrælnuðu í öflugum hitabylgjum fyrir skemmstu. Enn sem komið er stefnir árið í ár að verða það næsthlýjasta frá upphafi mælinga. Aðeins árið 2016, þegar áhrifa sterks El niño gætti, var hlýrra. Fornloftslagsfræðingar telja að ekki hafi verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 120.000 ár. Orsökin fyrir hlýnun jarðar nú er gegndarlaus losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Veður Sameinuðu þjóðirnar Vísindi Tengdar fréttir Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. 27. júlí 2023 20:57 Heitasti staki dagurinn frá upphafi mælinga Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu. 5. júlí 2023 09:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Meðalhitinn í ágúst var 1,5 gráðu yfir viðmiðunartímabili fyrir iðnbyltingu samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofunni og Kópernikusarloftslagsþjónustu Evrópusambandsins. Markmið Parísaramkomulagsins er að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu en mælt yfir áratugi, ekki einstaka mánuði. Ágúst var þriðji mánuðurinn í röð sem setur mánaðarhitamet. Hitinn í heimshöfunum var jafnframt sá mesti sem mæst hefur, nærri því 21 gráða. Hitamet hafa verið slegin í hafinu þrjá mánuði í röð, að sögn AP-fréttastofunnar. „Hundadagar sumarsins gelta ekki bara heldur bíta. Loftslagshrun er hafið,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðirnar, í yfirlýsingu um nýju mælingarnar. Tímabilið frá miðjum júlí til seinni hluta ágústs eru nefndir hundadagar. Heitið kemur frá Forn-Grikkjum sem tengdu sumarhita við hundastjörnuna Síríus sem byrjar að sjást á morgunhimni um þetta leyti samkvæmt íslenskri alfræðiorðabók. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er uggandi yfir þeim breytingum sem mannkynið veldur nú á loftslagi reikistjörnunnar.Vísir/EPA Í stórum hluta Mið-Evrópu og Skandinavíu var ágúst óvenjuvætusamur sem leiddi til flóða á sama tíma og miklir þurrkar sköpuðu aðstæður fyrir gróðurelda í Frakklandi, Grikklandi, Ítalíu og Portúgal, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nú í fyrstu viku september hefur aftakaúrkomu og flóð gert á Spáni og Grikklandi sem skrælnuðu í öflugum hitabylgjum fyrir skemmstu. Enn sem komið er stefnir árið í ár að verða það næsthlýjasta frá upphafi mælinga. Aðeins árið 2016, þegar áhrifa sterks El niño gætti, var hlýrra. Fornloftslagsfræðingar telja að ekki hafi verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 120.000 ár. Orsökin fyrir hlýnun jarðar nú er gegndarlaus losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Veður Sameinuðu þjóðirnar Vísindi Tengdar fréttir Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. 27. júlí 2023 20:57 Heitasti staki dagurinn frá upphafi mælinga Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu. 5. júlí 2023 09:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. 27. júlí 2023 20:57
Heitasti staki dagurinn frá upphafi mælinga Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu. 5. júlí 2023 09:50