„Á að vera besti hornamaðurinn í deildinni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2023 10:01 Hákon Daði Styrmisson er kominn aftur í þýsku B-deildina þar sem hann lék svo vel áður en hann meiddist. getty/Swen Pförtner Hákon Daði Styrmisson sá sæng sína uppreidda hjá Gummersbach eftir að liðið fékk nýjan vinstri hornamann í sumar. Hann er genginn í raðir Eintracht Hagen í þýsku B-deildinni þar sem hann kveðst fullviss um að hann muni standa sig vel. Í gær var formlega greint frá félagaskiptum Hákons frá Gummersbach til Hagen. Samningur Eyjamannsins við síðarnefnda félagið gildir til loka tímabilsins. Hákon gekk í raðir Gummersbach fyrir tveimur árum en þar hitti hann fyrir sveitunga sinn, Elliða Snæ Viðarsson, og þjálfarann Guðjón Val Sigurðsson. Hákon lék vel með Gummersbach áður en hann sleit krossband í hné. Í sumar færðist hann svo aftar í goggunarröðina hjá Gummersbach eftir að Svartfellingurinn Milos Vujovic kom frá Füchse Berlin. Þá var ekki annað í stöðunni en að færa sig um set. Hákon á landsliðsæfingu.vísir/vilhelm „Undir lok síðasta tímabils var mér tilkynnt að Gummersbach væri að fá nýjan hornamann, virkilega góðan, og ég væri orðinn þriðji hornamaður og væri frjálst að fara ef ég myndi finna annað lið. Hagen kom svo upp fyrir nokkrum dögum og ég er þakklátur að hafa náð að klára það,“ sagði Hákon í samtali við Vísi. En var eitthvað annað í boði fyrir Hákon á þessum tíma? „Það var ekkert í efstu deild en eitt annað lið sem er í Evrópudeildinni. Það var samt ekki kominn neinn samningur, bara þreifingar. Við enduðum því á Hagen. Þeir eru með fínan mannskap og ég fæ að spila handbolta. Ég fékk ekki mikinn spiltíma hjá Gummersbach en þarna fæ ég að spila. Maður er í þessu til þess að spila,“ svaraði Hákon. Ekki sár út í neinn Hann kveðst ekki svekktur út í Gummersbach fyrir að hafa sótt nýjan hornamann. Svona gerist bara kaupin á eyrinni í atvinnumennskunni. „Ég var svekktur út í mig sjálfan. Ef ég hefði spilað betur hefðu þeir örugglega ekki gert þetta. En svona er þetta. Ég er ekki sár út í Gummersbach eða einn né neinn. Hefði ég spilað betur hefði þetta kannski gerst og kannski ekki gerst. Þetta er hluti af þessu,“ sagði Hákon. Hákon varð tvisvar sinnum bikarmeistari með ÍBV og einu sinni Íslandsmeistari með Haukum.vísir/hulda margrét Hann gerir ráð fyrir að vera í stóru hlutverki hjá Hagen og hefur fulla trú á sínum hæfileikum. „Ég býst við að spila mest allar mínúturnar þarna. Og ég get alveg sagt að miðað við mín gæði á ég að vera besti hornamaðurinn í B-deildinni. Mér líður þannig,“ sagði Hákon sem þekkir deildina mjög vel eftir að hafa spilað þar með Gummersbach. Leiðin til baka erfið „Áður en ég meiddist gekk mér þrusuvel í deildinni. En síðasta árið hefur verið erfitt og fyrst núna er mér að líða ógeðslega vel í líkamanum. Ég hlakka til að spila handbolta,“ sagði Hákon sem segir krefjandi að ná sér aftur á strik eftir krossbandsslit. Hákon er mikill markaskorari.vísir/elín „Ég var kominn aftur níu mánuðum eftir aðgerð. Læknarnir sögðu að það tæki alveg jafn langan tíma að finna sjálfan sig eftir þessi meiðsli. Árið eftir endurhæfinguna er oft erfitt. Það koma lítil meiðsli hér og þar og hausinn er stundum fyrir. Ég hef lært helling á þessu og vona að ég geti sett hausinn undir mig núna, spilað handbolta og séð hvað kemur út úr því.“ Eitt mót ekki nóg Eins og með aðra íslenska handboltamenn er stóra gulrótin alltaf janúar-mánuður þegar landsliðið tekur alla jafna þátt á stórmóti. Hákon lék með íslenska liðinu á HM á þessu ári. Hann naut þess og vill gera það aftur. Hákon í leik gegn Suður-Kóreu á HM í janúar.vísir/vilhelm „Það er markmiðið. Draumurinn var ekki bara að ná einu móti með landsliðinu. Markmiðið er að vera þarna sem oftast. En þá þarf maður að spila. Maður getur ekki bara setið á bekknum. Það virkar ekki þannig. Ég ætla bara að vinna í mér, spila vel og ég stjórna ekki meiru,“ sagði Hákon að lokum. Þýski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Í gær var formlega greint frá félagaskiptum Hákons frá Gummersbach til Hagen. Samningur Eyjamannsins við síðarnefnda félagið gildir til loka tímabilsins. Hákon gekk í raðir Gummersbach fyrir tveimur árum en þar hitti hann fyrir sveitunga sinn, Elliða Snæ Viðarsson, og þjálfarann Guðjón Val Sigurðsson. Hákon lék vel með Gummersbach áður en hann sleit krossband í hné. Í sumar færðist hann svo aftar í goggunarröðina hjá Gummersbach eftir að Svartfellingurinn Milos Vujovic kom frá Füchse Berlin. Þá var ekki annað í stöðunni en að færa sig um set. Hákon á landsliðsæfingu.vísir/vilhelm „Undir lok síðasta tímabils var mér tilkynnt að Gummersbach væri að fá nýjan hornamann, virkilega góðan, og ég væri orðinn þriðji hornamaður og væri frjálst að fara ef ég myndi finna annað lið. Hagen kom svo upp fyrir nokkrum dögum og ég er þakklátur að hafa náð að klára það,“ sagði Hákon í samtali við Vísi. En var eitthvað annað í boði fyrir Hákon á þessum tíma? „Það var ekkert í efstu deild en eitt annað lið sem er í Evrópudeildinni. Það var samt ekki kominn neinn samningur, bara þreifingar. Við enduðum því á Hagen. Þeir eru með fínan mannskap og ég fæ að spila handbolta. Ég fékk ekki mikinn spiltíma hjá Gummersbach en þarna fæ ég að spila. Maður er í þessu til þess að spila,“ svaraði Hákon. Ekki sár út í neinn Hann kveðst ekki svekktur út í Gummersbach fyrir að hafa sótt nýjan hornamann. Svona gerist bara kaupin á eyrinni í atvinnumennskunni. „Ég var svekktur út í mig sjálfan. Ef ég hefði spilað betur hefðu þeir örugglega ekki gert þetta. En svona er þetta. Ég er ekki sár út í Gummersbach eða einn né neinn. Hefði ég spilað betur hefði þetta kannski gerst og kannski ekki gerst. Þetta er hluti af þessu,“ sagði Hákon. Hákon varð tvisvar sinnum bikarmeistari með ÍBV og einu sinni Íslandsmeistari með Haukum.vísir/hulda margrét Hann gerir ráð fyrir að vera í stóru hlutverki hjá Hagen og hefur fulla trú á sínum hæfileikum. „Ég býst við að spila mest allar mínúturnar þarna. Og ég get alveg sagt að miðað við mín gæði á ég að vera besti hornamaðurinn í B-deildinni. Mér líður þannig,“ sagði Hákon sem þekkir deildina mjög vel eftir að hafa spilað þar með Gummersbach. Leiðin til baka erfið „Áður en ég meiddist gekk mér þrusuvel í deildinni. En síðasta árið hefur verið erfitt og fyrst núna er mér að líða ógeðslega vel í líkamanum. Ég hlakka til að spila handbolta,“ sagði Hákon sem segir krefjandi að ná sér aftur á strik eftir krossbandsslit. Hákon er mikill markaskorari.vísir/elín „Ég var kominn aftur níu mánuðum eftir aðgerð. Læknarnir sögðu að það tæki alveg jafn langan tíma að finna sjálfan sig eftir þessi meiðsli. Árið eftir endurhæfinguna er oft erfitt. Það koma lítil meiðsli hér og þar og hausinn er stundum fyrir. Ég hef lært helling á þessu og vona að ég geti sett hausinn undir mig núna, spilað handbolta og séð hvað kemur út úr því.“ Eitt mót ekki nóg Eins og með aðra íslenska handboltamenn er stóra gulrótin alltaf janúar-mánuður þegar landsliðið tekur alla jafna þátt á stórmóti. Hákon lék með íslenska liðinu á HM á þessu ári. Hann naut þess og vill gera það aftur. Hákon í leik gegn Suður-Kóreu á HM í janúar.vísir/vilhelm „Það er markmiðið. Draumurinn var ekki bara að ná einu móti með landsliðinu. Markmiðið er að vera þarna sem oftast. En þá þarf maður að spila. Maður getur ekki bara setið á bekknum. Það virkar ekki þannig. Ég ætla bara að vinna í mér, spila vel og ég stjórna ekki meiru,“ sagði Hákon að lokum.
Þýski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira