Amfetamín og gulu kortin Einar Magnússon skrifar 12. september 2023 12:01 Óttar Guðmundsson geðlæknir skrifaði um daginn ágætt bréf til Læknablaðsins með heitinu: „Allir á amfetamín, og hvað svo?“ Tilefni bréfsins voru fréttir um að nýjasta tískulyfið í ár Elvanse sem inniheldur amfetamín væri uppselt í apótekum. Í greininni vekur Óttar athygli á mikilli aukningu ADHD greininga hjá fullorðnum sem leiði til mikillar notkunar örvandi lyfja og þá einkum amfetamínlyfja eins og Elvanse sem sé nýtt í stöðunni. Óttar hefur áhyggjur af þróuninni ekki síst stöðu fíkla sem sæki í þessi lyf og telur að stefni í óefni. Amfetamín er kemískt fíkniefni (þ.e. ónáttúrulegt efni) sem hefur verið eitt mest notaða eiturlyfið í Evrópu síðan á 7. áratug síðustu aldar. Það hefur örvandi áhrif á þann sem tekur það og slær á þreytu. Amfetamín er ólöglegt fíkniefni á Íslandi og varðar eign á efninu við lög um ávana- og fíkniefni. Amfetamín hefur hins vegar verið notað við lækningar frá því um 1935 en var fyrst framleitt árið 1887. Þegar lyfið kom fyrst á markað hér á landi var það selt án lyfseðils í apótekum enda talið hættulaust. Það reyndist þó ekki raunin. Lyfið varð fljótt mjög vinsælt enda um að ræða örvandi efni sem slær á matarlist og veldur tímabundinni vellíðan og vímu. Fólki líður gjarnan eins og það eigi auðveldara með alla rökhugsun. Raunin er hinsvegar hið þveröfuga og neyslan getur valdið dómgreindarbresti, vanlíðan, kvíða, óróleika, ranghugmyndum og jafnvel ofsóknarbrjálæði. Þegar áhrifin fara að dvína tekur við mikil þreyta og þunglyndi. Á sjötta áratug síðustu aldar voru amfetamíntöflur slegnar í nokkrum apótekum og í Lyfjaverslun ríkisins og notkun þeirra hafði aukist úr hófi sem og ýmis vandræði sem henni fylgdu. Eitthvað þurfti að gera og ákvað Ólafur Ólafsson landlæknir árið 1976 að grípa til aðgerða. Breyttar ávísunarreglur á amfetamínlyf voru teknar upp með tilkomu „gulu kortana“ svo kölluðu. Sjúklingar sem þurftu á amfetmínlyfjum að halda fengu þá afhent gult kort gefið út af landlækni þar sem skráð var heiti og magn amfetmínlyfs og annara örvandi lyfja sem heimilt var að afgreiða til viðkomandi sjúklings í apóteki á tilteknum tíma. Nefnd þriggja lækna tók ákvörðun um hverjir fengju gula kortið. Var aðallega um þrjá hópa að ræða: Fólk sem þjáðist af svefnsýki, þ.e. narkolepsi, gamalmenni sem voru farin að hrörna það mikið að ástæða þótti að hressa þau örlítið við, og svo börn sem áttu við oflæti að stríða en sá sjúkdómur flokkaðist þá undir hegðunarvandamál. Gulu kortin gátu læknar sótt um fyrir sína sjúklinga til landlæknis og fengið, ef fallist var á umsóknina, heimild til að ávísa takmörkuðu magni amfetamíns, dexamfetamíns, metamfetamíns, metýlfenidats eða pemólíns. Kortin voru almennt gefin út til þriggja mánaða í senn, í byrjun meðferðar en líka allt að a.m.k. einu ári. Fyrir tíma gulu kortana var mun auðveldara að verða sér úti um amfetamínlyf og talið að á þeim tíma hafi um 1500 Íslendinga neytt þess að staðaldri. Upptaka gulu kortana var afar árangursrík og vel heppnuð aðgerð þannig að um 1985 voru einungis um 150 Íslendingar sem neyttu amfetamínsað staðaldri samkvæmt læknisráði. Umsýsla með kortunum hjá landlækni var nokkur, álagið fór vaxandi og því voru gulu kortin lögð niður í lok aldarinnar. Frá aldamótum hefur hins vegar notkun methylfenidats sem talið hefur verið mildara en amfetamín stöðugt aukist og hvergi verið meiri en hér á landi svo vitað sé þrátt fyrir að til ýmissa aðgerða hafi verið gripið til að sporna við of- og misnotkun þess. Í vinnuhópi ráðherra sem vann að aðgerðum til að sporna við ofnotkun methylfenidats árið 2010 var m.a. skoðað hvort taka ætti aftur upp gulu kortin. Við þá skoðun kom í ljós að hjá Sjúkratryggingum væri unnið að svipaðri umsýslu vegna lyfjaskírteina og var um gulu kortin hjá landlækni. Vinnuhópurinn lagði því til að í stað þess að taka upp gul kort hjá landlæknisembættinu á nýjan leik yrði reynt að ná fram sams konar takmörkunum með nýjum vinnureglum um útgáfu lyfjaskírteina hjá sjúkratryggingum. Það hefur hins vegar ekki gengið að vonum og notkun methylfenidats stöðugt aukist og er enn hvergi meiri en hér á landi. Eins og Óttar Guðmundsson bendir á í bréfi sínu til Læknablaðsins hefur nú amfetamínlyf aftur bæst við og ekki útlit fyrir annað en að lyfjaávísunum á amfetamínlyf muni snarfjölga á komandi mánuðum og misserum. „Allir á amfetamín og hvað svo?“ Spyr Óttar. Rétt er að taka fram að örvandi lyf eins og amfetamín og methylfenidat hafa í mörgum tilvikum ef þau eru notuð á réttan hátt skilað ágætum árangri við meðhöndlun á ADHD, sérstaklega hjá börnum. Hins vegar er ljóst ef tekið er mið af mikilli notkun þeirra hér á landi borin saman við önnur lönd að mikið er um mis- og ofnotkun þessara lyfja. Þessi mis- og ofnotkun býður hættunni heim og því er nauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara. Aðgerða eins og útgáfa landlæknis á gulu kortunum sem skilaði góðum árangri við að sporna við misnotkun amfetamínlyfja á sínum tíma. Höfundur er lyfjafræðingur og fyrrverandi lyfjamálastjóri heilbrigðisráðuneytisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Óttar Guðmundsson geðlæknir skrifaði um daginn ágætt bréf til Læknablaðsins með heitinu: „Allir á amfetamín, og hvað svo?“ Tilefni bréfsins voru fréttir um að nýjasta tískulyfið í ár Elvanse sem inniheldur amfetamín væri uppselt í apótekum. Í greininni vekur Óttar athygli á mikilli aukningu ADHD greininga hjá fullorðnum sem leiði til mikillar notkunar örvandi lyfja og þá einkum amfetamínlyfja eins og Elvanse sem sé nýtt í stöðunni. Óttar hefur áhyggjur af þróuninni ekki síst stöðu fíkla sem sæki í þessi lyf og telur að stefni í óefni. Amfetamín er kemískt fíkniefni (þ.e. ónáttúrulegt efni) sem hefur verið eitt mest notaða eiturlyfið í Evrópu síðan á 7. áratug síðustu aldar. Það hefur örvandi áhrif á þann sem tekur það og slær á þreytu. Amfetamín er ólöglegt fíkniefni á Íslandi og varðar eign á efninu við lög um ávana- og fíkniefni. Amfetamín hefur hins vegar verið notað við lækningar frá því um 1935 en var fyrst framleitt árið 1887. Þegar lyfið kom fyrst á markað hér á landi var það selt án lyfseðils í apótekum enda talið hættulaust. Það reyndist þó ekki raunin. Lyfið varð fljótt mjög vinsælt enda um að ræða örvandi efni sem slær á matarlist og veldur tímabundinni vellíðan og vímu. Fólki líður gjarnan eins og það eigi auðveldara með alla rökhugsun. Raunin er hinsvegar hið þveröfuga og neyslan getur valdið dómgreindarbresti, vanlíðan, kvíða, óróleika, ranghugmyndum og jafnvel ofsóknarbrjálæði. Þegar áhrifin fara að dvína tekur við mikil þreyta og þunglyndi. Á sjötta áratug síðustu aldar voru amfetamíntöflur slegnar í nokkrum apótekum og í Lyfjaverslun ríkisins og notkun þeirra hafði aukist úr hófi sem og ýmis vandræði sem henni fylgdu. Eitthvað þurfti að gera og ákvað Ólafur Ólafsson landlæknir árið 1976 að grípa til aðgerða. Breyttar ávísunarreglur á amfetamínlyf voru teknar upp með tilkomu „gulu kortana“ svo kölluðu. Sjúklingar sem þurftu á amfetmínlyfjum að halda fengu þá afhent gult kort gefið út af landlækni þar sem skráð var heiti og magn amfetmínlyfs og annara örvandi lyfja sem heimilt var að afgreiða til viðkomandi sjúklings í apóteki á tilteknum tíma. Nefnd þriggja lækna tók ákvörðun um hverjir fengju gula kortið. Var aðallega um þrjá hópa að ræða: Fólk sem þjáðist af svefnsýki, þ.e. narkolepsi, gamalmenni sem voru farin að hrörna það mikið að ástæða þótti að hressa þau örlítið við, og svo börn sem áttu við oflæti að stríða en sá sjúkdómur flokkaðist þá undir hegðunarvandamál. Gulu kortin gátu læknar sótt um fyrir sína sjúklinga til landlæknis og fengið, ef fallist var á umsóknina, heimild til að ávísa takmörkuðu magni amfetamíns, dexamfetamíns, metamfetamíns, metýlfenidats eða pemólíns. Kortin voru almennt gefin út til þriggja mánaða í senn, í byrjun meðferðar en líka allt að a.m.k. einu ári. Fyrir tíma gulu kortana var mun auðveldara að verða sér úti um amfetamínlyf og talið að á þeim tíma hafi um 1500 Íslendinga neytt þess að staðaldri. Upptaka gulu kortana var afar árangursrík og vel heppnuð aðgerð þannig að um 1985 voru einungis um 150 Íslendingar sem neyttu amfetamínsað staðaldri samkvæmt læknisráði. Umsýsla með kortunum hjá landlækni var nokkur, álagið fór vaxandi og því voru gulu kortin lögð niður í lok aldarinnar. Frá aldamótum hefur hins vegar notkun methylfenidats sem talið hefur verið mildara en amfetamín stöðugt aukist og hvergi verið meiri en hér á landi svo vitað sé þrátt fyrir að til ýmissa aðgerða hafi verið gripið til að sporna við of- og misnotkun þess. Í vinnuhópi ráðherra sem vann að aðgerðum til að sporna við ofnotkun methylfenidats árið 2010 var m.a. skoðað hvort taka ætti aftur upp gulu kortin. Við þá skoðun kom í ljós að hjá Sjúkratryggingum væri unnið að svipaðri umsýslu vegna lyfjaskírteina og var um gulu kortin hjá landlækni. Vinnuhópurinn lagði því til að í stað þess að taka upp gul kort hjá landlæknisembættinu á nýjan leik yrði reynt að ná fram sams konar takmörkunum með nýjum vinnureglum um útgáfu lyfjaskírteina hjá sjúkratryggingum. Það hefur hins vegar ekki gengið að vonum og notkun methylfenidats stöðugt aukist og er enn hvergi meiri en hér á landi. Eins og Óttar Guðmundsson bendir á í bréfi sínu til Læknablaðsins hefur nú amfetamínlyf aftur bæst við og ekki útlit fyrir annað en að lyfjaávísunum á amfetamínlyf muni snarfjölga á komandi mánuðum og misserum. „Allir á amfetamín og hvað svo?“ Spyr Óttar. Rétt er að taka fram að örvandi lyf eins og amfetamín og methylfenidat hafa í mörgum tilvikum ef þau eru notuð á réttan hátt skilað ágætum árangri við meðhöndlun á ADHD, sérstaklega hjá börnum. Hins vegar er ljóst ef tekið er mið af mikilli notkun þeirra hér á landi borin saman við önnur lönd að mikið er um mis- og ofnotkun þessara lyfja. Þessi mis- og ofnotkun býður hættunni heim og því er nauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara. Aðgerða eins og útgáfa landlæknis á gulu kortunum sem skilaði góðum árangri við að sporna við misnotkun amfetamínlyfja á sínum tíma. Höfundur er lyfjafræðingur og fyrrverandi lyfjamálastjóri heilbrigðisráðuneytisins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun