Á flótta í tæpar tvær vikur og nú vopnaður Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2023 00:00 Um fimm hundruð lögregluþjónar leita morðingja sem slapp úr fangelsi fyrir tæpum tveimur vikum. AP/Matt Rourke Dæmdur morðingi sem gengið hefur laus í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í tæpar tvær vikur er vopnaður. Hann er sagður hafa fundið riffil í skúr sem hann fór inn í. Maðurinn, sem heitir Daneolo Cavalcante og er 34 ára gamall, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína árið 2021. Hann er einnig sagður hafa myrt mann í Brasilíu árið 2017. Móðir hans, býr í Brasilíu, segir að engum stafi ógn af honum. og að hann hafi í gegnum lífstíðina orðið góður í því að standa á eigin fótum og lifa af á litlu, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Dæmdur morðingi slapp úr fangelsi á ótrúlegan hátt Cavalcante slapp úr fangelsi þann 31. ágúst og hefur gengið laus síðan, þrátt fyrir að hundruð lögregluþjóna hafa leitað hans. Það hvernig hann slapp úr fangelsi vakti á sínum tíma mikla athygli en honum tókst að klifra upp á þak fangelsisins á ótrúlegan hátt. AP fréttaveitan segir Cavalcante hafa stolið riffli úr skúr sem hann braust í á dögunum. Riffillinn er .22 kalibera og hann stal einnig skotfærum. Eigandi hússins sá hann og skaut á hann úr skammbyssu en Cavalcante komst undan á hlaupum. Maðurinn segist ekki telja að hann hafi hæft strokufangann. Svæðið sem hann felur sig á er mjög strjálbýlt og skógi vaxið en forsvarsmenn lögreglunnar á svæðinu segja að hann muni finnast. Við leitina er notast við hesta, hunda, þyrlur og jafnvel brynvarða bíla en svæðið sem um ræðir er um 26 ferkílómetrar. Lögreglan segir að það gæti tekið langan tíma að leita á öllu þessu svæði. Áður en leitin á þessu svæði hófst, hafði Cavalcante verið króaður af á um þrettán ferkílómetra svæði sunnar í Pennsylvaníu. Honum tókst þó að flýja þaðan á mjólkurbíl sem hann fann ólæstan og þar að auki voru lyklarnir í honum. Tveimur klukkustundum áður en Cavalcante sást í skúrnum, hafði ökumaður bíls tilkynnt grunsamlegan mann í felum við veg. Þegar lögregluþjóna bar að garði fundu þeir fótspor og skó Cavalcante úr fangelsisins. Þá hafði borist tilkynning um að skóm hefði verið stolið á svæðinu. Íbúar sem búa þar sem leitin stendur yfir hafa sagt blaðamönnum að þeir skilji ekki af hverju leitin taki svo mikinn tíma. Þau eiga erfitt með svefn og þá að hluta af ótta við Cavalcante en einnig vegna láta frá leitinni. Áhugasamir geta fylgst með beinni útsendingu héraðsmiðilsins Fix 29 í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Maðurinn, sem heitir Daneolo Cavalcante og er 34 ára gamall, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína árið 2021. Hann er einnig sagður hafa myrt mann í Brasilíu árið 2017. Móðir hans, býr í Brasilíu, segir að engum stafi ógn af honum. og að hann hafi í gegnum lífstíðina orðið góður í því að standa á eigin fótum og lifa af á litlu, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Dæmdur morðingi slapp úr fangelsi á ótrúlegan hátt Cavalcante slapp úr fangelsi þann 31. ágúst og hefur gengið laus síðan, þrátt fyrir að hundruð lögregluþjóna hafa leitað hans. Það hvernig hann slapp úr fangelsi vakti á sínum tíma mikla athygli en honum tókst að klifra upp á þak fangelsisins á ótrúlegan hátt. AP fréttaveitan segir Cavalcante hafa stolið riffli úr skúr sem hann braust í á dögunum. Riffillinn er .22 kalibera og hann stal einnig skotfærum. Eigandi hússins sá hann og skaut á hann úr skammbyssu en Cavalcante komst undan á hlaupum. Maðurinn segist ekki telja að hann hafi hæft strokufangann. Svæðið sem hann felur sig á er mjög strjálbýlt og skógi vaxið en forsvarsmenn lögreglunnar á svæðinu segja að hann muni finnast. Við leitina er notast við hesta, hunda, þyrlur og jafnvel brynvarða bíla en svæðið sem um ræðir er um 26 ferkílómetrar. Lögreglan segir að það gæti tekið langan tíma að leita á öllu þessu svæði. Áður en leitin á þessu svæði hófst, hafði Cavalcante verið króaður af á um þrettán ferkílómetra svæði sunnar í Pennsylvaníu. Honum tókst þó að flýja þaðan á mjólkurbíl sem hann fann ólæstan og þar að auki voru lyklarnir í honum. Tveimur klukkustundum áður en Cavalcante sást í skúrnum, hafði ökumaður bíls tilkynnt grunsamlegan mann í felum við veg. Þegar lögregluþjóna bar að garði fundu þeir fótspor og skó Cavalcante úr fangelsisins. Þá hafði borist tilkynning um að skóm hefði verið stolið á svæðinu. Íbúar sem búa þar sem leitin stendur yfir hafa sagt blaðamönnum að þeir skilji ekki af hverju leitin taki svo mikinn tíma. Þau eiga erfitt með svefn og þá að hluta af ótta við Cavalcante en einnig vegna láta frá leitinni. Áhugasamir geta fylgst með beinni útsendingu héraðsmiðilsins Fix 29 í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira