Hver ætlar að standa með höfuðborginni? Pawel Bartoszek skrifar 15. september 2023 06:30 Nýlega var skipaður hópur til að rýna hugmyndina um jarðgöng milli lands og Eyja. Uppreiknaður kostnaður við slík jarðgöng er á bilinu 100-160 milljarðar. Þessi göng eru eru enn á hugmyndastigi en önnur eru komin lengra: göng undir Fjarðarheiði, sem þegar hefur verið ákveðið að ráðast í eiga að kosta nálægt 50 milljörðum. Fyrirhuguð göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar eru litlu ódýrari. Ég tek fram: Jarðgöng eru almennt góð fjárfesting og það er ekki óeðlilegt að stór hluti heildarframlaga okkar til samgangna fari í að tengja byggðir, þar sem fjarlægðir eru miklar og aðstæður erfiðar. Það er hið eðlilegasta mál. Það er hins vegar merkilegt að jafndýrar og jafnmikilvægar samgönguframkvæmdir þykja sjálfsagðar utan suðvesturhornsins en eru kallaðar “útópískar” þegar þær eiga að þjóna íbúum á suðvesturhorninu. Því ekki að hugsa stórt? Talandi um útópíu: Fjórtán kílómetra neðanjarðarlestarlína í Brescia kostaði um 130 milljarða króna fyrir áratug. Á verðlagi dagsins í dag er það um 190 milljarðar. Já, það er dýrt, því verður ekki neitað, en þetta er upphæð sem við sem samfélag getum ráðið við. Ef við myndum forgangsraða því ofar öðrum samgönguframkvæmdum. Neðanjarðarlestarlína á því skilið að fara inn á töfluna, með öðrum stórhuga hugmyndum, eins og þeim að gera göng til Eyja. Ódýra og hagkvæma lausnin er Borgarlína Aðrar hugmyndir um almenningssamgöngur eru síðan sannarlega innan marka þess sem við höfum efni á. Léttlest er þrefalt ódýrari en neðanjarðarlest og hraðvagnakerfi, eins og Borgarlína, er töluvert ódýrari en léttlest. Þannig að þegar hvatt er til þess að farið sé í “hagkvæmari” og “ódýrari” lausnir fyrir almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins þá er gott að muna að sú málamiðlun hefur þegar átt sér stað. Ódýra og hagkvæma lausnin í almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins heitir “Borgarlína”. Stöndum með eðlilegum fjárfestingum í samgöngum Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er stórmerkilegt og gagnlegt plagg. En hann er líka málamiðlun. Helmingur hans fer í grænar fjárfestingar (borgarlínu og hjól) og helmingur í malbik fyrir bíla. Ef hann á að endurskoða ætti síst að minnka hlutfall hins græna og alls ekki að minnka hlutdeild höfuðborgarsvæðisins í heildarsamöngufjárfestingum Íslands. Kjörnir fulltrúar á höfuðborgarsvæðinu verða að hafa hugrekki til að standa með eðlilegum fjárfestingum í samgönguinnviðum í borgarsvæði þar sem 2/3 allra landsmanna búa og starfa. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Reykjavík Samgöngur Borgarlína Jarðgöng á Íslandi Pawel Bartoszek Tengdar fréttir Aðkoma ríkis að borgarlínu þurfi að vera einhver Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn í Kópavogieru eru sammála um að forgangsraða verði framkvæmdum tengdum samgöngusáttmálanum. Samtal sé í gangi við ríkið um þátttöku þess í rekstri borgarlínunnar. 10. september 2023 15:35 Þurfi meiri tíma í Borgarlínu Innviðaráðherra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi verulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að uppfæra samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaga. Borgarlína sé hins vegar risastórt verkefni sem þurfi meiri tíma, bæði með tilliti til verkfræðinnar en líka fjármögnunar. 31. ágúst 2023 23:31 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Nýlega var skipaður hópur til að rýna hugmyndina um jarðgöng milli lands og Eyja. Uppreiknaður kostnaður við slík jarðgöng er á bilinu 100-160 milljarðar. Þessi göng eru eru enn á hugmyndastigi en önnur eru komin lengra: göng undir Fjarðarheiði, sem þegar hefur verið ákveðið að ráðast í eiga að kosta nálægt 50 milljörðum. Fyrirhuguð göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar eru litlu ódýrari. Ég tek fram: Jarðgöng eru almennt góð fjárfesting og það er ekki óeðlilegt að stór hluti heildarframlaga okkar til samgangna fari í að tengja byggðir, þar sem fjarlægðir eru miklar og aðstæður erfiðar. Það er hið eðlilegasta mál. Það er hins vegar merkilegt að jafndýrar og jafnmikilvægar samgönguframkvæmdir þykja sjálfsagðar utan suðvesturhornsins en eru kallaðar “útópískar” þegar þær eiga að þjóna íbúum á suðvesturhorninu. Því ekki að hugsa stórt? Talandi um útópíu: Fjórtán kílómetra neðanjarðarlestarlína í Brescia kostaði um 130 milljarða króna fyrir áratug. Á verðlagi dagsins í dag er það um 190 milljarðar. Já, það er dýrt, því verður ekki neitað, en þetta er upphæð sem við sem samfélag getum ráðið við. Ef við myndum forgangsraða því ofar öðrum samgönguframkvæmdum. Neðanjarðarlestarlína á því skilið að fara inn á töfluna, með öðrum stórhuga hugmyndum, eins og þeim að gera göng til Eyja. Ódýra og hagkvæma lausnin er Borgarlína Aðrar hugmyndir um almenningssamgöngur eru síðan sannarlega innan marka þess sem við höfum efni á. Léttlest er þrefalt ódýrari en neðanjarðarlest og hraðvagnakerfi, eins og Borgarlína, er töluvert ódýrari en léttlest. Þannig að þegar hvatt er til þess að farið sé í “hagkvæmari” og “ódýrari” lausnir fyrir almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins þá er gott að muna að sú málamiðlun hefur þegar átt sér stað. Ódýra og hagkvæma lausnin í almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins heitir “Borgarlína”. Stöndum með eðlilegum fjárfestingum í samgöngum Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er stórmerkilegt og gagnlegt plagg. En hann er líka málamiðlun. Helmingur hans fer í grænar fjárfestingar (borgarlínu og hjól) og helmingur í malbik fyrir bíla. Ef hann á að endurskoða ætti síst að minnka hlutfall hins græna og alls ekki að minnka hlutdeild höfuðborgarsvæðisins í heildarsamöngufjárfestingum Íslands. Kjörnir fulltrúar á höfuðborgarsvæðinu verða að hafa hugrekki til að standa með eðlilegum fjárfestingum í samgönguinnviðum í borgarsvæði þar sem 2/3 allra landsmanna búa og starfa. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar.
Aðkoma ríkis að borgarlínu þurfi að vera einhver Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn í Kópavogieru eru sammála um að forgangsraða verði framkvæmdum tengdum samgöngusáttmálanum. Samtal sé í gangi við ríkið um þátttöku þess í rekstri borgarlínunnar. 10. september 2023 15:35
Þurfi meiri tíma í Borgarlínu Innviðaráðherra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi verulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að uppfæra samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaga. Borgarlína sé hins vegar risastórt verkefni sem þurfi meiri tíma, bæði með tilliti til verkfræðinnar en líka fjármögnunar. 31. ágúst 2023 23:31
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun