Gangandi bergmálshellar Erna Mist skrifar 15. september 2023 12:30 Við lifum í heimi þar sem flestir geta ekki rökstutt staðhæfingarnar sem þeir láta frá sér því þeir vita ekki hvaðan þær koma. Þannig virka bergmálshellar; þeir mata mann einhverjum upplýsingum og síðan staðfestingum á þeim upplýsingum og síðan staðfestingum á því að þessar staðfestingar séu nógu áreiðanlegar til að maður þurfi ekki að velta þeim fyrir sér. Þessir algóritmar eru beinlínis hannaðir til að útrýma gagnrýnni hugsun, og án gagnrýnnar hugsunar erum við ekki einstaklingar heldur skrúfur í vél sem við köllum lýðræðislegt samfélag af einskærri óskhyggju, þegar við búum í raun við tækniræði sem mun á endanum þróast í stafrænt alræði. Þess vegna á maður ekki að taka mark á fólki með óhaggandi skoðanir og fastmótuð viðhorf, því þeir sem bera svarthvíta heimsmynd í höfði sér eru ekki menn heldur gangandi bergmálshellar. Vinstrimenn sem halda að hægri menn séu vondir eru gangandi bergmálshellar. Hægrimenn sem halda að vinstrimenn séu vitlausir eru gangandi bergmálshellar. Eldri kynslóðir sem halda að yngri kynslóðir eigi sér enginn gildi eru gangandi bergmálshellar. Frjálslyndir vinstrimenn sem halda að kristilegir demókratar séu rasistar eru gangandi bergmálshellar. Góða fólkið sem heldur að aðrir séu vonda fólkið eru gangandi bergmálshellar. Því dýpra sem maður flytur inn í eigin bergmálshelli því ólíklegri er maður til að geta átt samræður við einhvern annan en sjálfan sig, og því sannfærðari sem maður er um eigin sjónarmið því líklegri er maður til að afgreiða skoðanir sem stangast á við manns eigin sem rangar skoðanir og fólkið sem leggur þær fram sem vont fólk. Því þegar gagnrýnin hugsun er horfin úr heilanum verður svo erfitt að ímynda sér að heimurinn sé flóknari og margvíðari en maður heldur að hann sé. Þess vegna verður maður að efast eigin um sjónarmið, efast um eigin sannfæringu. Án efans er maður fangi hugmyndafræðinnar, fastmótaður eftir stafrænni uppskrift að fyrirsjáanlegum persónuleika. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Við lifum í heimi þar sem flestir geta ekki rökstutt staðhæfingarnar sem þeir láta frá sér því þeir vita ekki hvaðan þær koma. Þannig virka bergmálshellar; þeir mata mann einhverjum upplýsingum og síðan staðfestingum á þeim upplýsingum og síðan staðfestingum á því að þessar staðfestingar séu nógu áreiðanlegar til að maður þurfi ekki að velta þeim fyrir sér. Þessir algóritmar eru beinlínis hannaðir til að útrýma gagnrýnni hugsun, og án gagnrýnnar hugsunar erum við ekki einstaklingar heldur skrúfur í vél sem við köllum lýðræðislegt samfélag af einskærri óskhyggju, þegar við búum í raun við tækniræði sem mun á endanum þróast í stafrænt alræði. Þess vegna á maður ekki að taka mark á fólki með óhaggandi skoðanir og fastmótuð viðhorf, því þeir sem bera svarthvíta heimsmynd í höfði sér eru ekki menn heldur gangandi bergmálshellar. Vinstrimenn sem halda að hægri menn séu vondir eru gangandi bergmálshellar. Hægrimenn sem halda að vinstrimenn séu vitlausir eru gangandi bergmálshellar. Eldri kynslóðir sem halda að yngri kynslóðir eigi sér enginn gildi eru gangandi bergmálshellar. Frjálslyndir vinstrimenn sem halda að kristilegir demókratar séu rasistar eru gangandi bergmálshellar. Góða fólkið sem heldur að aðrir séu vonda fólkið eru gangandi bergmálshellar. Því dýpra sem maður flytur inn í eigin bergmálshelli því ólíklegri er maður til að geta átt samræður við einhvern annan en sjálfan sig, og því sannfærðari sem maður er um eigin sjónarmið því líklegri er maður til að afgreiða skoðanir sem stangast á við manns eigin sem rangar skoðanir og fólkið sem leggur þær fram sem vont fólk. Því þegar gagnrýnin hugsun er horfin úr heilanum verður svo erfitt að ímynda sér að heimurinn sé flóknari og margvíðari en maður heldur að hann sé. Þess vegna verður maður að efast eigin um sjónarmið, efast um eigin sannfæringu. Án efans er maður fangi hugmyndafræðinnar, fastmótaður eftir stafrænni uppskrift að fyrirsjáanlegum persónuleika. Höfundur er listmálari.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun