Heimsmeistarinn segir ómögulegt að hann vinni sig upp á verðlaunapall Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2023 10:31 Max Verstappen hefur ekki trú á því að hann muni enda á verðlaunapalli í Singapúr. Mark Thompson/Getty Images Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í Formúli 1, segir það ómögulegt að hann muni vinna sig upp á verðlaunapall eftir erfiðar tímatökur í gær. Verstappen og liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, áttu ekki góðan dag í tímatökunum í Singapúr í gær þar sem hvorugur þeirra komst í lokahlutann. Þeir duttu báðir út í öðrum hluta tímatökunnar og Verstappen ræsir ellefti, tveimur sætum fyrir framan Perez sem ræsir þrettándi. Síðustu tvö tímabil hafa þó flestir gert ráð fyrir því að Verstappen komi sér aftur inn í keppnina eftir erfiðar tímatökur og vinni sig í það minnsta upp á verðlaunapall, svo miklir hafa yfirburðir Hollendingsins og Red Bull-bílsins verið. Brautin í Singapúr er þó ekki þannig gerð að auðvelt sé að taka fram úr og því verður að teljast óliklegt að Verstappen komi sér á verðlaunapall. Á síðasta tímabili ræsti hann áttundi í þessum sama kappakstri og kom að lokum sjöundi í mark og því verður að teljast líklegt að sigurganga Verstappen, sem hefur unnið tíu keppnir í röð, sé á enda. „Klárlega ekki,“ sagði Verstappen, aðspurður út í möguleika sína að ná verðlaunapalli í dag eftir tímatökurnar í gær. „Hérna snýst þetta ekki jafn mikið um að vera með bíl með góðan keppnishraða. Þetta er svipað og í Mónakó. Þú leggur allt í sölurnar í tímatökunni.“ „Þetta verður langt og strangt eftirmiðdegi. Vonandi verður ekki of mikið um öryggisbíla og vonandi verður þetta frekar stutt keppni.“ Kappaksturinn í Singapúr hefst klukkan 12:00 í dag og verður sýndur í beinni útsendinug á Vodafone Sport. Bein útsending hefst hálftíma áður. Akstursíþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Verstappen og liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, áttu ekki góðan dag í tímatökunum í Singapúr í gær þar sem hvorugur þeirra komst í lokahlutann. Þeir duttu báðir út í öðrum hluta tímatökunnar og Verstappen ræsir ellefti, tveimur sætum fyrir framan Perez sem ræsir þrettándi. Síðustu tvö tímabil hafa þó flestir gert ráð fyrir því að Verstappen komi sér aftur inn í keppnina eftir erfiðar tímatökur og vinni sig í það minnsta upp á verðlaunapall, svo miklir hafa yfirburðir Hollendingsins og Red Bull-bílsins verið. Brautin í Singapúr er þó ekki þannig gerð að auðvelt sé að taka fram úr og því verður að teljast óliklegt að Verstappen komi sér á verðlaunapall. Á síðasta tímabili ræsti hann áttundi í þessum sama kappakstri og kom að lokum sjöundi í mark og því verður að teljast líklegt að sigurganga Verstappen, sem hefur unnið tíu keppnir í röð, sé á enda. „Klárlega ekki,“ sagði Verstappen, aðspurður út í möguleika sína að ná verðlaunapalli í dag eftir tímatökurnar í gær. „Hérna snýst þetta ekki jafn mikið um að vera með bíl með góðan keppnishraða. Þetta er svipað og í Mónakó. Þú leggur allt í sölurnar í tímatökunni.“ „Þetta verður langt og strangt eftirmiðdegi. Vonandi verður ekki of mikið um öryggisbíla og vonandi verður þetta frekar stutt keppni.“ Kappaksturinn í Singapúr hefst klukkan 12:00 í dag og verður sýndur í beinni útsendinug á Vodafone Sport. Bein útsending hefst hálftíma áður.
Akstursíþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira