Rannsaka óvissuþætti við að skjóta brennisteinsögnum í heiðhvolfið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. september 2023 11:30 Teymið hans Hlyns mun skoða ýmsa óvissuþætti er tengjast geoengineering og siðferðilegar- og pólitískar hliðar málsins. Við Institute for Futures Studies í Svíþjóð er nú verið að byggja upp þverfaglegt teymi sem mun rannsaka ýmsa þætti er varða „solar geoengineering“ eða „solar radiation management“. Meðal annars verður horft til þeirrar óvissu sem fylgir tækninni og raunar óþekktra óvissuþátta. Vísir greindi frá því á dögunum að alþjóðleg nefnd sérfræðinga á sviðið loftslagsmála, Climate Overshoot Commission, hefði kallað eftir því að ríki bönnuðu inngrip inn í náttúru- og/eða veðuröflinn, það sem á ensku hefur verið kallað „geoengineering“. Hlynur Orri Stefánsson, prófessor í heimspeki við Stokkhólms-háskóla, segist hins vegar efins um að bann sé rétta leiðin en hann leiðir áðurnefnt verkefni þar sem meta á óvissu- og áhættuþætti. Teymið telur meðal annarra heimspekinga, stjórnmálafræðinga, verkfræðinga og loftslagsfræðinga. „Þar sem um er að ræða verkefni ólíkt öllu öðru sem hefur verið ráðist í er til dæmis ekki ólíklegt að það myndi hafa ófyrirséðar afleiðingar; það sem stundum er kallað „unknown unknowns“,“ segir Hlynur um geoengineering. „Hvernig getum við tekið það með í reikninginn þegar við tökum ákvörðun um hvort reyna eigi þessa tækni?“ Rannsóknin muni annars vegar ná til þessara óvissuþátta og hins vegar siðferðilegra og pólitískra álitaefna. „Ef við veljum að fara þessa leið mun það hafa áhrifa á alla jarðarbúa. Er hægt að taka lýðræðislegar ákvarðanir um slíkt? Einnig mun „solar geoengineering“ óhjákvæmilega hafa mismunandi áhrif; sum lönd munu hagnast en önnur ekki, sem vekur mikilvægar siðferðilegar spurningar,“ segir Hlynur. Tiltölulega ódýrt og hraðvirkt „Solar geoengineering“ er sú aðferð sem verður fyrst og fremst til skoðunar en þar er um að ræða hugmyndir um að skjóta brennisteinsögnum upp í heiðhvolfið til að takmarka magn sólargeisla sem nær til jarðar og lækkað þannig hitastigið. „Við vitum að slíkt hefur gerst við mjög stór eldgos,“ segir Hlynur. „Þegar til dæmis Pínatúbó á Filipsseyjum gaus árið 1991 lækkaði það hitastig jarðar um hálfa gráðu. Einnig benda tölvulíkön til að þetta myndi geta haft tilætlaðan árangur. En það ríkir auðvitað gríðarlega mikil óvissa um nákvæmlega hvaða afleiðingar slík inngrip myndu hafa á vistkerfi jarðar. Þar að auki vitum við ekki hvort alþjóðasamfélagið gæti skipulagt og stjórnað svo stóru verkefni með ábyrgum og skynsömum hætti.“ Menn horfa nú í auknum mæli til umfangsmikilla inngripa af þessu tagi til að bregðast við loftslagsvandanum, sem flestir sérfræðingar eru sammála um að sé við það að fara úr böndunum. Hlynur segir fyrrnefnda aðferð, að skjóta brennisteinsögnum í heiðhvolfið, einnig tiltölulega ódýra og hraðvirkari en margar aðrar. Hann segir líkur á að ríkjum gæti þótt freistandi að grípa til inngripa ef ekki tekst að draga verulega úr losun á næstu árum. „Á Íslandi og í flestum öðrum vestrænum ríkjum er kannski langt í að við verðum nægilega örvæntingarfull til að vilja ráðast í svona inngrip; þau eru of áhættusöm frá okkar sjónarhóli. En þau ríki sem eru hvað mest berskjölduð gagnvart loftslagsbreytingum munu líklega bráðum komast að þeirri niðurstöðu að þessi inngrip séu áhættunnar virði. Og inngripin eru nægilega ódýr og einföld til að lítill hópur ríkja gæti gripið til þeirra án samþykkis umheimsins,“ segir Hlynur. Minni hvati til að draga úr losun? Hlynur segir góðar ástæður liggja til grundvallar efasemdum um aðgerðir á borð við „solar engineering“; erfitt sé að spá fyrir um nákvæm áhrif, til að mynda á úrkomu, ákveðin vistkerfi og svæði. Einnig séu margir efins um að hægt sé að stýra verkefninu með skynsömum og sanngjörnum hætti til lengri tíma. „Loks hafa margir eðlilega áhyggjur af því að möguleikinn á þessari tæknilegu lausn dragi úr hvatanum til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, eða verði jafnvel notuður sem afsökun fyrir aðgerðarleysi. Mikilvægt er hins vegar að benda á að „solar geoengineering“ kæmi ekki í stað þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í besta falli gefur það okkur meiri tíma. En þjóðir heims verða að draga verulega úr losun. Sum vandamál, til dæmis súrnun sjávar, verða aðeins leyst með því að við drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Hlynur. Boð og bönn séu hins vegar ekki raunhæf. „Ef ríki á borð við Indland og Bangladess verða nægilega örvæntingarfull verður „solar geoengineering“ of freistandi til að slík bönn geta komið í veg fyrir að þau grípi til þessara aðgerða, enda þurfa þau ekki samþykki eða samstarf umheimsins til þess. Hins vegar væri það gríðarlega æskilegt að áður en til slíkra inngripa kæmi þá yrði búið að koma upp alþjóðlegum stofnunum til að stýra þessari tækni.“ Fjallað var um málið í Dagens industri á dögunum. Tækni Vísindi Veður Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Vísir greindi frá því á dögunum að alþjóðleg nefnd sérfræðinga á sviðið loftslagsmála, Climate Overshoot Commission, hefði kallað eftir því að ríki bönnuðu inngrip inn í náttúru- og/eða veðuröflinn, það sem á ensku hefur verið kallað „geoengineering“. Hlynur Orri Stefánsson, prófessor í heimspeki við Stokkhólms-háskóla, segist hins vegar efins um að bann sé rétta leiðin en hann leiðir áðurnefnt verkefni þar sem meta á óvissu- og áhættuþætti. Teymið telur meðal annarra heimspekinga, stjórnmálafræðinga, verkfræðinga og loftslagsfræðinga. „Þar sem um er að ræða verkefni ólíkt öllu öðru sem hefur verið ráðist í er til dæmis ekki ólíklegt að það myndi hafa ófyrirséðar afleiðingar; það sem stundum er kallað „unknown unknowns“,“ segir Hlynur um geoengineering. „Hvernig getum við tekið það með í reikninginn þegar við tökum ákvörðun um hvort reyna eigi þessa tækni?“ Rannsóknin muni annars vegar ná til þessara óvissuþátta og hins vegar siðferðilegra og pólitískra álitaefna. „Ef við veljum að fara þessa leið mun það hafa áhrifa á alla jarðarbúa. Er hægt að taka lýðræðislegar ákvarðanir um slíkt? Einnig mun „solar geoengineering“ óhjákvæmilega hafa mismunandi áhrif; sum lönd munu hagnast en önnur ekki, sem vekur mikilvægar siðferðilegar spurningar,“ segir Hlynur. Tiltölulega ódýrt og hraðvirkt „Solar geoengineering“ er sú aðferð sem verður fyrst og fremst til skoðunar en þar er um að ræða hugmyndir um að skjóta brennisteinsögnum upp í heiðhvolfið til að takmarka magn sólargeisla sem nær til jarðar og lækkað þannig hitastigið. „Við vitum að slíkt hefur gerst við mjög stór eldgos,“ segir Hlynur. „Þegar til dæmis Pínatúbó á Filipsseyjum gaus árið 1991 lækkaði það hitastig jarðar um hálfa gráðu. Einnig benda tölvulíkön til að þetta myndi geta haft tilætlaðan árangur. En það ríkir auðvitað gríðarlega mikil óvissa um nákvæmlega hvaða afleiðingar slík inngrip myndu hafa á vistkerfi jarðar. Þar að auki vitum við ekki hvort alþjóðasamfélagið gæti skipulagt og stjórnað svo stóru verkefni með ábyrgum og skynsömum hætti.“ Menn horfa nú í auknum mæli til umfangsmikilla inngripa af þessu tagi til að bregðast við loftslagsvandanum, sem flestir sérfræðingar eru sammála um að sé við það að fara úr böndunum. Hlynur segir fyrrnefnda aðferð, að skjóta brennisteinsögnum í heiðhvolfið, einnig tiltölulega ódýra og hraðvirkari en margar aðrar. Hann segir líkur á að ríkjum gæti þótt freistandi að grípa til inngripa ef ekki tekst að draga verulega úr losun á næstu árum. „Á Íslandi og í flestum öðrum vestrænum ríkjum er kannski langt í að við verðum nægilega örvæntingarfull til að vilja ráðast í svona inngrip; þau eru of áhættusöm frá okkar sjónarhóli. En þau ríki sem eru hvað mest berskjölduð gagnvart loftslagsbreytingum munu líklega bráðum komast að þeirri niðurstöðu að þessi inngrip séu áhættunnar virði. Og inngripin eru nægilega ódýr og einföld til að lítill hópur ríkja gæti gripið til þeirra án samþykkis umheimsins,“ segir Hlynur. Minni hvati til að draga úr losun? Hlynur segir góðar ástæður liggja til grundvallar efasemdum um aðgerðir á borð við „solar engineering“; erfitt sé að spá fyrir um nákvæm áhrif, til að mynda á úrkomu, ákveðin vistkerfi og svæði. Einnig séu margir efins um að hægt sé að stýra verkefninu með skynsömum og sanngjörnum hætti til lengri tíma. „Loks hafa margir eðlilega áhyggjur af því að möguleikinn á þessari tæknilegu lausn dragi úr hvatanum til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, eða verði jafnvel notuður sem afsökun fyrir aðgerðarleysi. Mikilvægt er hins vegar að benda á að „solar geoengineering“ kæmi ekki í stað þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í besta falli gefur það okkur meiri tíma. En þjóðir heims verða að draga verulega úr losun. Sum vandamál, til dæmis súrnun sjávar, verða aðeins leyst með því að við drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Hlynur. Boð og bönn séu hins vegar ekki raunhæf. „Ef ríki á borð við Indland og Bangladess verða nægilega örvæntingarfull verður „solar geoengineering“ of freistandi til að slík bönn geta komið í veg fyrir að þau grípi til þessara aðgerða, enda þurfa þau ekki samþykki eða samstarf umheimsins til þess. Hins vegar væri það gríðarlega æskilegt að áður en til slíkra inngripa kæmi þá yrði búið að koma upp alþjóðlegum stofnunum til að stýra þessari tækni.“ Fjallað var um málið í Dagens industri á dögunum.
Tækni Vísindi Veður Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira