Ráðstefnubærinn Siglufjörður – líf og störf heimamanna fylgir með Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. september 2023 11:30 Guðlaugur Þór afhenti verðlaun á ráðstefnunni fyrir bestu veggspjöldin. Hér er hann með einum sigurvegaranum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um hundrað manna ráðstefna Evrópsku Kítinsamtakanna, „EUCHIS 2023“ fór fram á Siglufirði í síðustu viku dagana 11. til 14. september. Samtökin eru leiðandi á heimsvísu í kítíniðnaðnum og sóttu rúmlega hundrað vísindamenn og fólk úr nýsköpunargeiranum vítt og breitt um heiminn ráðstefnuna, sem þótti takast einstaklega vel. Ólöf Ýrr Atladóttir, fyrrverandi ferðamálastjóri, sem er með ferðaskrifstofuna „Sóti Summits“ á Siglufirði sá um skipulagningu ráðstefnunnar og segir Siglufjörð frábærar ráðstefnubæ. „Já, Siglufjörður er frábær vettvangur fyrir ráðstefnur af þessari stærðargráðu. Hér er öll umgjörð til staðar, salir, veitingar og gisting, en ekki síður skiptir máli að hér er hægt að brjóta ráðstefnuformið ögn upp. Hér fær fólk tækifæri til að vera aðeins úti og njóta afþreyingar sem hefur beina skírskotun í líf og störf heimamanna. Ráðstefnugestir njóta meiri samvista og kynnast betur í umhverfi sem þessu og fá jafnframt sterka tilfinningu fyrir þeim stað sem er heimsóttur. Það skilar sér í frjórri umræðu meðal ráðstefnugesta og getur byggt undir framtíðar samstarf og vinnutengsl,“ segir Ólöf Ýrr. Ólöf Ýrr Atladóttir, sem sá um skipulagningu ráðstefnunnar á Siglufirði í síðustu viku en hún er með fyrirtækið „Sóti Summits“, sem tekur að sér skipulagningu viðburða og ráðstefna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra mætti meðal annars á ráðstefnuna til að veita verðlaun fyrir bestu veggspjöldin en þau fóru til þriggja ungra vísindamanna. „Forsvarsfólki ráðstefnunnar þótti mikill heiður að því að Guðlaugur Þór skyldi koma og veita verðlaunin. Það skiptir máli fyrir ungt vísindafólk að finna að tekið sé eftir þeirra framlagi og það metið,“ segir Ólöf Ýrr. Mikil ánægja var með ráðstefnuna og allan aðbúnað á Siglufirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kítósan er lífvirkt náttúrulegt efni Fyrir þá sem ekki vita þá er Kítósan lífvirkt náttúrulegt efni, sem leysa mun mörg kemísk efni af hólmi, og hafa yfirgripsmiklar rannsóknir átt sér stað um allan heim á þessar fjölþættu fjölliðu. Kítósan brotnar auðveldlega niður í náttúrunni og hefur reynst hafa margvíslega og margbreytilega nýtingarmöguleika, m.a. innan læknisfræði, efnafræði, landbúnaðar, í sáravörum, snyrtivörum og fæðubótarefnum, sem og í hreinsun vatns. Sjálfbær framleiðsla og þróun á nýtingarmöguleikum efnisins styður við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna m.a. vegna jákvæðra umhverfisáhrifa. Ráðherra nýtti tækifærið og hitti bæjarstjóra Fjallabyggðar, Sigríði Ingvarsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallabyggð Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Ólöf Ýrr Atladóttir, fyrrverandi ferðamálastjóri, sem er með ferðaskrifstofuna „Sóti Summits“ á Siglufirði sá um skipulagningu ráðstefnunnar og segir Siglufjörð frábærar ráðstefnubæ. „Já, Siglufjörður er frábær vettvangur fyrir ráðstefnur af þessari stærðargráðu. Hér er öll umgjörð til staðar, salir, veitingar og gisting, en ekki síður skiptir máli að hér er hægt að brjóta ráðstefnuformið ögn upp. Hér fær fólk tækifæri til að vera aðeins úti og njóta afþreyingar sem hefur beina skírskotun í líf og störf heimamanna. Ráðstefnugestir njóta meiri samvista og kynnast betur í umhverfi sem þessu og fá jafnframt sterka tilfinningu fyrir þeim stað sem er heimsóttur. Það skilar sér í frjórri umræðu meðal ráðstefnugesta og getur byggt undir framtíðar samstarf og vinnutengsl,“ segir Ólöf Ýrr. Ólöf Ýrr Atladóttir, sem sá um skipulagningu ráðstefnunnar á Siglufirði í síðustu viku en hún er með fyrirtækið „Sóti Summits“, sem tekur að sér skipulagningu viðburða og ráðstefna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra mætti meðal annars á ráðstefnuna til að veita verðlaun fyrir bestu veggspjöldin en þau fóru til þriggja ungra vísindamanna. „Forsvarsfólki ráðstefnunnar þótti mikill heiður að því að Guðlaugur Þór skyldi koma og veita verðlaunin. Það skiptir máli fyrir ungt vísindafólk að finna að tekið sé eftir þeirra framlagi og það metið,“ segir Ólöf Ýrr. Mikil ánægja var með ráðstefnuna og allan aðbúnað á Siglufirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kítósan er lífvirkt náttúrulegt efni Fyrir þá sem ekki vita þá er Kítósan lífvirkt náttúrulegt efni, sem leysa mun mörg kemísk efni af hólmi, og hafa yfirgripsmiklar rannsóknir átt sér stað um allan heim á þessar fjölþættu fjölliðu. Kítósan brotnar auðveldlega niður í náttúrunni og hefur reynst hafa margvíslega og margbreytilega nýtingarmöguleika, m.a. innan læknisfræði, efnafræði, landbúnaðar, í sáravörum, snyrtivörum og fæðubótarefnum, sem og í hreinsun vatns. Sjálfbær framleiðsla og þróun á nýtingarmöguleikum efnisins styður við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna m.a. vegna jákvæðra umhverfisáhrifa. Ráðherra nýtti tækifærið og hitti bæjarstjóra Fjallabyggðar, Sigríði Ingvarsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fjallabyggð Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira